Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 17:44 Páll Sverrisson stefndi Læknafélagi Íslands eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Þar að auki hefur hann fengið skriflega afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra vegna málsins. Páll staðfesti þetta í samtali við RÚV og sagði hann ríkislögmann, sem árið 2018 komst að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga persónuupplýsinga, hafi boðið honum 200 þúsund krónur í bætur. Ef því yrði ekki tekið gæti hann leitað til dómstóla. Vissi ekki um upplýsingarnar sjálfur Haustið 2011 birtist umfjöllun í Læknablaðinu sem sneri að deilu tveggja lækna um alvarlega áverka sem Páll hlaut við byltu. Í blaðinu birtist úrskurður siðanefndar Læknafélags Íslands, þar sem annar læknirinn hafði kært hinn. Í blaðinu birtust viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrám Páls, upplýsingar sem hann vissi ekki einu sinni um sjálfur. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöð að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls. Páll höfðaði síðar skaðabótamál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins. Fór svo að Páll fékk skaðabætur frá blaðinu og Læknafélaginu. Málið Páls var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness árið 2013 og Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2016 en í júní 2016 úrskurðaði Persónuvernd að vinnsla dómstólanna á persónuupplýsingum Páls hafi ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hæstiréttur fjallaði einnig um mál Páls og var, eftir að dómar féllu hjá dómstólunum, nafn hans birt á vefsíðu dómstóla auk þess sem upplýsingar um heilsufar hans var þar að finna. Hefði farið með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu Páll segir í samtali við RÚV að bæturnar sem hann hafi fengið hafi verið töluvert lægri en þær sem hann fór fram á. Bæturnar dugi ekki fyrir kostnaði hans við málið. Vegna ástandsins í samfélaginu hafi hann ákveðið að samþykkja sættir, en ef ekki hefði verið fyrir faraldurinn hefði hann leitað til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Dómstólar Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent