Madeleine McCann Madeleine litla kann að vera látin Portúgalska lögreglan segir að hugsanlegt sé að litla breska telpan Madeleine McCann sé látin. Fram að þessu hefur verið litið á hvarf hennar sem mannrán. Eitthundrað dagar eru nú liðnir frá því Madeleine hvarf. Þetta er í fyrsta skipti sem portúgalska lögreglan ljáir máls á því að hún hafi verið myrt. Lögregluforingi sem stýrir rannsókninni segir að foreldrarnir liggi ekki undir grun. Erlent 11.8.2007 16:52 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19 Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. Erlent 5.8.2007 18:22 Lögregla leitar Maddie í Belgíu Lögreglan í Belgíu kannar nú vísbendingu um að breska stúlkan sem lýst hefur verið eftir í þrjá mánuði kunni að vera í Belgíu. Erlent 3.8.2007 20:34 Belgíska lögreglan leitar manns vegna hvarfs Madeleine Belgíska lögreglan hefur dreift teikningu af manni sem talinn er hafa verið í fylgd með Madeleine McCann á veitingastað í landinu á laugardag. Barnasálfræðingur taldi manninn og konu sem með honum var hegða sér grunsamlega og taldi stúlkubarn í fylgd þeirra líkjast Madeleine, sem leitað hefur verið að í þrjá mánuði. Erlent 3.8.2007 19:04 Er Madeleine í Belgíu? Lögreglan í Belgíu rannsakar nú fréttir þess efnis að Madeleine McCann, litla stúlkan sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal kunni að vera í landinu. Belgísk kona hafði samband við lögreglu eftir að hún sá stúlku á veitingastað nálægt Maastricht sem hún sagði hafa verið sláandi líka Madeleine. Erlent 3.8.2007 07:02 Krefjast ákæru á hendur foreldrum Madeleine Portúgalskir fjölmiðlar beina nú spjótum sínum að foreldrum Madeleine McCann og vinum þeirra sem voru með þeim kvöldið örlagaríka þegar stúlkunni var rænt. Þá hefur þess verið krafist að ákæra verði gefin út á hendur þeim fyrir að skilja börnin eftir. Erlent 26.7.2007 16:05 Madeleine Potter J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter hefur farið framá að mynd af Madeleine McCann verði hengd upp í öllum bókabúðum þar sem nýjasta bókin um galdrastrákinn verður seld. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul var rænt af hóteli í Portúgal fyrir tveimur og hálfum mánuði. Erlent 17.7.2007 15:35 Grunuð um aðild að hvarfinu Lögreglan á Spáni handtók í gær ítalskan mann og portúgalska konu, sem talin eru tengjast máli Madeleine McCann, fjögurra ára breskrar stúlku, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir tæpum tveimur mánuðum. Erlent 28.6.2007 21:06 Maður og kona handtekin á Spáni í tengslum við hvarf Madeleine Spænska lögreglan handtók í morgun ítalskan mann og portúgalska konu sem grunur leikur á að tengist á ráninu á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal í byrjun maí. Erlent 28.6.2007 16:59 Slepptu fimmtíu blöðrum Fimmtíu blöðrum var sleppt út í loftið víða um heim í gær. Það var gert til að minnast þess að fimmtíu dagar eru liðnir síðan fjögurra ára stúlkan Madeleine McCann var numin á brott úr hótelíbúð í Portúgal. Blöðrunum var sleppt til að ítreka að Madeleine væri alls ekki gleymd. Erlent 22.6.2007 22:10 50 dagar frá hvarfi Madeleine Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja. Erlent 22.6.2007 18:53 Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun. Erlent 22.6.2007 12:26 Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. Erlent 20.6.2007 12:38 Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu. Erlent 15.6.2007 14:02 McCann hjónin gagnrýna De Telegraaf Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna Hollenska dagblaðið De Telegraaf fyrir að birta nafnlaust bréf sem blaðinu barst með upplýsingum um hvar lík stúlkunnar sé grafið. Erlent 14.6.2007 21:34 Vísbending í máli Madeleine Mest selda dagblaði í Hollandi barst nafnlaust bréf með lýsingu um hvar lík hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine væri að finna. Í bréfinu stóð að telpuna væri að finna undir grjóthrúgu í 15 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem henni var rænt. Nú er liðinn 41 dagur síðan stelpunni var rænt í Portúgal. Erlent 13.6.2007 15:55 McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. Erlent 12.6.2007 19:14 Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið. Erlent 9.6.2007 20:41 Segist vita hvar Madeleine litla er niðurkomin Karlmaður hefur haft samband við spænsku lögregluna og segist vita hvar Madeleine McCann, breska stúlkan sem rænt var fyrir rúmum mánuði í Portúgal, er niðurkomin. Erlent 7.6.2007 12:45 Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. Erlent 6.6.2007 11:31 Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu. Erlent 1.6.2007 17:16 Fengu blessun frá páfanum Gerry og Kate McCann, foreldrar fjögurra ára stúlku sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum mánuði, gengu í gær á fund Benedikts sextánda páfa í Páfagarði í Róm. Erlent 30.5.2007 22:03 Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu Erlent 30.5.2007 18:58 Foreldrar Madeleine á fund páfa í dag Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann hitta í dag Benedikt sextánda páfa í vikulegri áheyrn páfans í Vatíkaninu. Með fundinum er ætlunin að vekja athygli á leitinni að Madeleine litlu sem hefur verið saknað frá 3. maí þegar henni var rænt af hóteli foreldranna á Praia da Luz í Portúgal. Erlent 30.5.2007 09:29 Foreldrar Madeleine fá áheyrn Páfa á morgun Foreldrar Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins héldu í dag til Rómar en þau munu hitta Benedikt Páfa á morgun. Þau Gerry og Kate McCann flugu frá Faro í Portúgal í einkaþotu sem enski milljónamæringurinn Sir Philip Green lánaði þeim. Erlent 29.5.2007 22:42 Fjöldi ábendinga vegna Madeleine Lögreglan í Portúgal segist hafa fengið mikinn fjölda ábendinga í máli Madeleine McCann eftir að ítarlegri lýsing var gefin af manni sem grunaður er í málinu. 24 dagar eru nú liðnir síðan hinni fjögurra ára gömlu telpu var rænt. Erlent 27.5.2007 14:10 Þjökuð af sektarkennd Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. Erlent 25.5.2007 18:24 Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. Erlent 24.5.2007 15:06 Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. Erlent 23.5.2007 11:41 « ‹ 5 6 7 8 9 ›
Madeleine litla kann að vera látin Portúgalska lögreglan segir að hugsanlegt sé að litla breska telpan Madeleine McCann sé látin. Fram að þessu hefur verið litið á hvarf hennar sem mannrán. Eitthundrað dagar eru nú liðnir frá því Madeleine hvarf. Þetta er í fyrsta skipti sem portúgalska lögreglan ljáir máls á því að hún hafi verið myrt. Lögregluforingi sem stýrir rannsókninni segir að foreldrarnir liggi ekki undir grun. Erlent 11.8.2007 16:52
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Erlent 7.8.2007 18:19
Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. Erlent 5.8.2007 18:22
Lögregla leitar Maddie í Belgíu Lögreglan í Belgíu kannar nú vísbendingu um að breska stúlkan sem lýst hefur verið eftir í þrjá mánuði kunni að vera í Belgíu. Erlent 3.8.2007 20:34
Belgíska lögreglan leitar manns vegna hvarfs Madeleine Belgíska lögreglan hefur dreift teikningu af manni sem talinn er hafa verið í fylgd með Madeleine McCann á veitingastað í landinu á laugardag. Barnasálfræðingur taldi manninn og konu sem með honum var hegða sér grunsamlega og taldi stúlkubarn í fylgd þeirra líkjast Madeleine, sem leitað hefur verið að í þrjá mánuði. Erlent 3.8.2007 19:04
Er Madeleine í Belgíu? Lögreglan í Belgíu rannsakar nú fréttir þess efnis að Madeleine McCann, litla stúlkan sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal kunni að vera í landinu. Belgísk kona hafði samband við lögreglu eftir að hún sá stúlku á veitingastað nálægt Maastricht sem hún sagði hafa verið sláandi líka Madeleine. Erlent 3.8.2007 07:02
Krefjast ákæru á hendur foreldrum Madeleine Portúgalskir fjölmiðlar beina nú spjótum sínum að foreldrum Madeleine McCann og vinum þeirra sem voru með þeim kvöldið örlagaríka þegar stúlkunni var rænt. Þá hefur þess verið krafist að ákæra verði gefin út á hendur þeim fyrir að skilja börnin eftir. Erlent 26.7.2007 16:05
Madeleine Potter J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter hefur farið framá að mynd af Madeleine McCann verði hengd upp í öllum bókabúðum þar sem nýjasta bókin um galdrastrákinn verður seld. Madeleine, sem er fjögurra ára gömul var rænt af hóteli í Portúgal fyrir tveimur og hálfum mánuði. Erlent 17.7.2007 15:35
Grunuð um aðild að hvarfinu Lögreglan á Spáni handtók í gær ítalskan mann og portúgalska konu, sem talin eru tengjast máli Madeleine McCann, fjögurra ára breskrar stúlku, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir tæpum tveimur mánuðum. Erlent 28.6.2007 21:06
Maður og kona handtekin á Spáni í tengslum við hvarf Madeleine Spænska lögreglan handtók í morgun ítalskan mann og portúgalska konu sem grunur leikur á að tengist á ráninu á bresku stúlkunni Madeleine McCann. Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal í byrjun maí. Erlent 28.6.2007 16:59
Slepptu fimmtíu blöðrum Fimmtíu blöðrum var sleppt út í loftið víða um heim í gær. Það var gert til að minnast þess að fimmtíu dagar eru liðnir síðan fjögurra ára stúlkan Madeleine McCann var numin á brott úr hótelíbúð í Portúgal. Blöðrunum var sleppt til að ítreka að Madeleine væri alls ekki gleymd. Erlent 22.6.2007 22:10
50 dagar frá hvarfi Madeleine Það eru fimmtíu dagar frá því Madeleine McCann var rænt úr íbúð í Praia da Luz í Portúgal. Í tilefni af því var grænum og gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Og Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja. Erlent 22.6.2007 18:53
Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun. Erlent 22.6.2007 12:26
Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. Erlent 20.6.2007 12:38
Lögregla fann ekkert þar sem bent var á lík Madeleine McCann Lögregla hefur nú lokið leit af Madeleine McCann í þorpinu Arao sem er skammt frá Praia de Luz þaðan sem henni var rænt fyrir 43 dögum. Nafnlaust bréf sem barst Hollenska dagblaðinu De Telegraaf á miðvikudaginn benti á að lík stúlkunar væri að finna á svæðinu. Erlent 15.6.2007 14:02
McCann hjónin gagnrýna De Telegraaf Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna Hollenska dagblaðið De Telegraaf fyrir að birta nafnlaust bréf sem blaðinu barst með upplýsingum um hvar lík stúlkunnar sé grafið. Erlent 14.6.2007 21:34
Vísbending í máli Madeleine Mest selda dagblaði í Hollandi barst nafnlaust bréf með lýsingu um hvar lík hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine væri að finna. Í bréfinu stóð að telpuna væri að finna undir grjóthrúgu í 15 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem henni var rænt. Nú er liðinn 41 dagur síðan stelpunni var rænt í Portúgal. Erlent 13.6.2007 15:55
McCann hjónin eru enn vongóð um að finna Madeleine Foreldrar Madeleine eru farin aftur til Portúgal eftir að hafa verið í Marokkó þar sem þau höfðu leitað dóttur sinnar. Þau segjast ennþá vera vongóð um að finna Madeleine. Erlent 12.6.2007 19:14
Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið. Erlent 9.6.2007 20:41
Segist vita hvar Madeleine litla er niðurkomin Karlmaður hefur haft samband við spænsku lögregluna og segist vita hvar Madeleine McCann, breska stúlkan sem rænt var fyrir rúmum mánuði í Portúgal, er niðurkomin. Erlent 7.6.2007 12:45
Hafna því að hafa nýtt sér fjölmiðla um of Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir um mánuði, hafna því að þeir hafi nýtt sér fjölmiðla um of í leit sinni að dóttur sinni. Gerry og Kate McCann hafa undanförnu ferðast um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að fjögurra ára dóttur þeirra sem numin var á brott í Praia da Luz þann 3. maí. Erlent 6.6.2007 11:31
Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu. Erlent 1.6.2007 17:16
Fengu blessun frá páfanum Gerry og Kate McCann, foreldrar fjögurra ára stúlku sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum mánuði, gengu í gær á fund Benedikts sextánda páfa í Páfagarði í Róm. Erlent 30.5.2007 22:03
Páfinn bað fyrir Madeleine 27 dagar eru liðnir síðan bresku telpunni Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í Portúgal og enn hefur ekkert til hennar spurst. Foreldrar Madeleine hittu Benedikt páfa sextánda í Róm í dag. Hann blessaði mynd af dóttur þeirra og bað fyrir fjölskyldu Erlent 30.5.2007 18:58
Foreldrar Madeleine á fund páfa í dag Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann hitta í dag Benedikt sextánda páfa í vikulegri áheyrn páfans í Vatíkaninu. Með fundinum er ætlunin að vekja athygli á leitinni að Madeleine litlu sem hefur verið saknað frá 3. maí þegar henni var rænt af hóteli foreldranna á Praia da Luz í Portúgal. Erlent 30.5.2007 09:29
Foreldrar Madeleine fá áheyrn Páfa á morgun Foreldrar Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins héldu í dag til Rómar en þau munu hitta Benedikt Páfa á morgun. Þau Gerry og Kate McCann flugu frá Faro í Portúgal í einkaþotu sem enski milljónamæringurinn Sir Philip Green lánaði þeim. Erlent 29.5.2007 22:42
Fjöldi ábendinga vegna Madeleine Lögreglan í Portúgal segist hafa fengið mikinn fjölda ábendinga í máli Madeleine McCann eftir að ítarlegri lýsing var gefin af manni sem grunaður er í málinu. 24 dagar eru nú liðnir síðan hinni fjögurra ára gömlu telpu var rænt. Erlent 27.5.2007 14:10
Þjökuð af sektarkennd Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf af hótelherbergi á Portúgal fyrir þremur vikum. Foreldrar hennar segjast þjökuð af sektarkennd yfir því að hafa skilið hana eina eftir með yngri systkinum sínum meðan þau snæddu kvöldverð í næsta nágrenni. Margir foreldrar hefðu þó líkast til gert það sama. Erlent 25.5.2007 18:24
Síðasta myndin af Madeleine birt Fjölskylda Madeleine McCann hefur birt síðustu myndina sem tekin var af telpunni áður en hún hvarf í Portúgal. Á henni er Maddie brosandi og að dingla fótunum ofan í sundlaug með föður sínum og Sean, yngri bróður. Kate McCann móðir stúlkunnar tók myndina daginn sem henni var rænt. Erlent 24.5.2007 15:06
Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof. Erlent 23.5.2007 11:41
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent