Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Segir náms­árangur nem­enda aukast ef skóla­haldi yrði seinkað

Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“

"Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy

Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki fara sér óðslega

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins.

Innlent