Skattar og tollar

Fréttamynd

Ein­stæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerir grein starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, Kristófers Más Maronssonar á Vísi, að umfjöllunarefni í pistli á Facebook. Hann segir þar hverja rangfærsluna reka aðra en víst er að margir ráku upp stór augu þegar þeir virtu fyrir sér útreikninga Kristófers Más. Villa í reiknivél Tryggingastofnunar virðist leika lykilhlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Svar við bréfi Ernu

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, ritaði á fimmtudaginn síðastliðinn svargrein við grein minni Talsmenn tolla gefa engan afslátt, þar sem ég fjallaði um þá gagnrýni sem komið hafði fram á úttekt Viðskiptaráðs um tolla á innflutt matvæla.

Skoðun
Fréttamynd

Nýfrjálshyggjan er ósjálfbær

Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja að fólk sjái ekki hvernig lýðræðið á vesturlöndum er smátt og smátt að brotna niður vegna ofríkis kapítalismans. Allir innviðir þjóðfélaga eru að meira og minna leiti að brotna niður fram fyrir augunum á okkur en samt er því haldið fram að séum ríkari en áður hafi þekkst. Heilbrigðiskerfi, skólar og vegakerfi búa við fjárskort þrátt fyrir ríkidóminn.

Skoðun
Fréttamynd

„Smækkunar“gler Við­skipta­ráðs

Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Tals­menn tolla gefa engan af­slátt

Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lags­legt tap af af­námi tolla

Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum.

Skoðun
Fréttamynd

Fær ekki hjólastólana sína vegna sumar­leyfa

Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. 

Innlent
Fréttamynd

Havarti skal það sem sannara reynist

Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru.

Skoðun
Fréttamynd

Röng skila­boð að Yaris borgi það sama og stór jeppi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Hver eru á­hrif þess að selja sumar­bú­stað?

Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert.

Skoðun
Fréttamynd

Að verða fórnar­lamb ís­lenskra skatt­yfir­valda

Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að olíu­fé­lögin hækki á­lagningu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla.

Innlent
Fréttamynd

Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut of þunga refsingu fyrir mis­tök

Endurupptökudómur hefur fyrirskipað að mál Sigurðar Kristins Árnasonar verði tekið upp að nýju að kröfu Ríkissaksóknara. Sigurður Kristinn var í desember síðastliðnum dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar. Þar af voru fimm mánuðir óskilorðsbundnir, sem er bannað.

Innlent
Fréttamynd

Mossack og Fonseca heitinn sýknaðir

Allir 28 sakborningar í peningaþvættismáli sem tengist Panamaskjölunum hafa verið sýknaðir. Þeirra á meðal eru þeir Jurgen Mossack og Ramón Fonseca Mora, eigendur lögmannstofunnar alræmdu Mossack Fonseca. Fonseca lést í maí síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Tug­milljóna sekt og má ekki stunda rekstur

Sverrir Halldór Ólafsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 57 milljóna króna vegna stórfelldra skattalagabrota. Hann hefur keyrt sjö einkahlutafélög í þrot og hefur nú verið bannað að stunda atvinnurekstur í tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fisk­eldi og Vest­firðir

Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð.

Skoðun
Fréttamynd

Van­hæfur þegar hann dæmdi mann til að greiða 142 milljónir

Héraðsdómarinn Ingi Tryggvason var vanhæfur þegar hann dæmdi mann til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 142,5 milljóna króna sektar vegna brota á skattalögum. Hann olli eigin vanhæfi með því að tjá sig óvarlega um sakarefnið undir rekstri málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“

Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt.

Neytendur
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi sjálf skil­yrt stuðning við Úkraínu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum

Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024.

Innlent
Fréttamynd

Kynna upp­fært fast­eigna­mat

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent