Skattar og tollar Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. Innlent 31.7.2007 18:49 Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. Innlent 31.7.2007 18:48 Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Innlent 31.7.2007 13:33 Gildistöku 300 þúsund króna frítekjumarks flýtt Innlent 16.11.2006 16:38 Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur. Innlent 9.8.2006 13:21 Greiðir rúmar 170 milljónir Álagning Arngrímur Jóhannsson flugmaður, oft kenndur við flugfélagið Atlanta, er sá einstaklingur sem greiðir hæst opinber gjöld árið 2006. Samtals greiðir hann tæpa 171 milljón króna í tekjuskatt og útsvar. Innlent 28.7.2006 21:54 Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28 Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. Innlent 3.2.2006 07:00 Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. Innlent 17.12.2005 12:28 Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. Innlent 16.12.2005 19:44 Vill hækka skatt á fjármagnstekjur Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega. Innlent 24.10.2005 08:46 Frosti skattakóngur Íslands Skattakóngur Íslands er Frosti Bergsson í Reykjavík sem greiðir 123 milljónir króna í opinber gjöld. Greinilegt er að það er mikill munur á tekjum eftir landshlutum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Þeir tekjuháu fá mest Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:41 Reynt að rangtúlka skattalækkanir "Það er búið að lækka skatta stórlega á fyrirtæki og það hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum því fyrirtækin efldust. Nú er komið að venjulegu vinnandi fólki," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í erindi á fundi með sjálfstæðismönnum á Grand Hotel í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 15:04 Hefðu fengið lítinn stuðning Skattkerfisbreytingar sem eingöngu hefðu komið þeim lægst launuðu til góða hefðu lítinn stuðning fengið hjá skattgreiðendum, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:01 Afnám eignarskatts einstaklinga Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og tæplega helmings hækkun barnabóta. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2005-2007. Innlent 13.10.2005 15:00 22 þúsund á mánuði Ef allir launþegar nytu skattaafsláttar á borð við þann sem sjómenn njóta myndi hagurinn vænkast. Innlent 13.10.2005 14:54 Áhyggjur vegna skattalækkana Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. Innlent 13.10.2005 14:50 10 þúsund minna í vasann Skattprósentan á að lækka niður í um 35% í lok kjörtímabilsins eða svipað og hún var 1988 þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Hins vegar hefur maður sem hafði 50 þúsund krónur á mánuði 1988 10 þúsund krónum minna eftir í vasanum nú en hann hefði haft ef skattkerfið hefði haldist óbreytt. Innlent 13.10.2005 14:48 Vilja hærri skatta á áfengi Hækka þarf skatta á áfengi í því markmiði að draga úr neyslu þess. Þetta er sameiginleg niðurstaða heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum, eftir að hafa fjallað um áfengismál á sérstökum aukafundi í Kaupmannahöfn. Fundinum lauk í gær. Innlent 13.10.2005 14:48 Útsvar hækki um 1% Þingflokkur vinstri-grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%. Innlent 13.10.2005 14:47 Samskráning í virðisaukaskattsskrá Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. Innlent 13.10.2005 14:47 Útgjöld að aukast Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Innlent 13.10.2005 14:47 Framsókn stoppar matarskattslækkun Flokkar sem fengu 82% atkvæða í kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef "svigrúm" gefist. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:47 Óréttlát stimpilgjöld Margret Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmannsins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna "óréttlátrar skattlagningar í formi stimpilgjalda". Innlent 13.10.2005 14:47 Halldór skýrir skatta Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra ætlar að boða forystu verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til að skýra skattastefnu stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 14:46 Þriðjungur greiðir ekki skatt 35% fólks greiðir engan tekjuskatt og nýtur þar með ekki 1% tekjuskattslækkunar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, samkvæmt upplýsingum yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði hins vegar að tekjuskattslækkunin gagnaðist "nærri öllum" enda borguðu meir en 80% tekjuskatt. Innlent 13.10.2005 14:44 Hvetur fólk til meiri vinnu Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Innlent 13.10.2005 14:44 Skattalækkanir í lok kjörtímabils Landsmenn þurfa að bíða þar til í lok kjörtímabilsins eftir mestum hluta skattalækkana, að því er fram kom í stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Helstu boðberar skattalækkana úr hópi stjórnarliða virðast ætla að láta sér það lynda. Innlent 13.10.2005 14:44 Skattar meðallauna lækka um 30.000 Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga Alþýðusambands Íslands. Framkvæmdastjóri ASÍ telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:44 « ‹ 26 27 28 29 30 ›
Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. Innlent 31.7.2007 18:49
Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. Innlent 31.7.2007 18:48
Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. Innlent 31.7.2007 13:33
Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur. Innlent 9.8.2006 13:21
Greiðir rúmar 170 milljónir Álagning Arngrímur Jóhannsson flugmaður, oft kenndur við flugfélagið Atlanta, er sá einstaklingur sem greiðir hæst opinber gjöld árið 2006. Samtals greiðir hann tæpa 171 milljón króna í tekjuskatt og útsvar. Innlent 28.7.2006 21:54
Vill fresta skattalækkunum og stóriðju Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið. Innlent 23.4.2006 16:28
Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. Innlent 3.2.2006 07:00
Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. Innlent 17.12.2005 12:28
Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. Innlent 16.12.2005 19:44
Vill hækka skatt á fjármagnstekjur Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega. Innlent 24.10.2005 08:46
Frosti skattakóngur Íslands Skattakóngur Íslands er Frosti Bergsson í Reykjavík sem greiðir 123 milljónir króna í opinber gjöld. Greinilegt er að það er mikill munur á tekjum eftir landshlutum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Þeir tekjuháu fá mest Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. </font /></b /> Innlent 17.10.2005 23:41
Reynt að rangtúlka skattalækkanir "Það er búið að lækka skatta stórlega á fyrirtæki og það hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum því fyrirtækin efldust. Nú er komið að venjulegu vinnandi fólki," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í erindi á fundi með sjálfstæðismönnum á Grand Hotel í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 15:04
Hefðu fengið lítinn stuðning Skattkerfisbreytingar sem eingöngu hefðu komið þeim lægst launuðu til góða hefðu lítinn stuðning fengið hjá skattgreiðendum, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:01
Afnám eignarskatts einstaklinga Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og tæplega helmings hækkun barnabóta. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2005-2007. Innlent 13.10.2005 15:00
22 þúsund á mánuði Ef allir launþegar nytu skattaafsláttar á borð við þann sem sjómenn njóta myndi hagurinn vænkast. Innlent 13.10.2005 14:54
Áhyggjur vegna skattalækkana Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. Innlent 13.10.2005 14:50
10 þúsund minna í vasann Skattprósentan á að lækka niður í um 35% í lok kjörtímabilsins eða svipað og hún var 1988 þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Hins vegar hefur maður sem hafði 50 þúsund krónur á mánuði 1988 10 þúsund krónum minna eftir í vasanum nú en hann hefði haft ef skattkerfið hefði haldist óbreytt. Innlent 13.10.2005 14:48
Vilja hærri skatta á áfengi Hækka þarf skatta á áfengi í því markmiði að draga úr neyslu þess. Þetta er sameiginleg niðurstaða heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum, eftir að hafa fjallað um áfengismál á sérstökum aukafundi í Kaupmannahöfn. Fundinum lauk í gær. Innlent 13.10.2005 14:48
Útsvar hækki um 1% Þingflokkur vinstri-grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%. Innlent 13.10.2005 14:47
Samskráning í virðisaukaskattsskrá Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. Innlent 13.10.2005 14:47
Útgjöld að aukast Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Innlent 13.10.2005 14:47
Framsókn stoppar matarskattslækkun Flokkar sem fengu 82% atkvæða í kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef "svigrúm" gefist. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:47
Óréttlát stimpilgjöld Margret Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn til fjármálaráðherra á Alþingi í gær þar sem hún spurði um álit ráðherrans á lækkun eða afnámi stimpilgjalda. Í máli þingmannsins kom fram að Samfylkingin teldi að almenningur nyti ekki vaxtalækkunar á húsnæðislánum sem skyldi vegna "óréttlátrar skattlagningar í formi stimpilgjalda". Innlent 13.10.2005 14:47
Halldór skýrir skatta Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra ætlar að boða forystu verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til að skýra skattastefnu stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 14:46
Þriðjungur greiðir ekki skatt 35% fólks greiðir engan tekjuskatt og nýtur þar með ekki 1% tekjuskattslækkunar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, samkvæmt upplýsingum yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði hins vegar að tekjuskattslækkunin gagnaðist "nærri öllum" enda borguðu meir en 80% tekjuskatt. Innlent 13.10.2005 14:44
Hvetur fólk til meiri vinnu Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Innlent 13.10.2005 14:44
Skattalækkanir í lok kjörtímabils Landsmenn þurfa að bíða þar til í lok kjörtímabilsins eftir mestum hluta skattalækkana, að því er fram kom í stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Helstu boðberar skattalækkana úr hópi stjórnarliða virðast ætla að láta sér það lynda. Innlent 13.10.2005 14:44
Skattar meðallauna lækka um 30.000 Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga Alþýðusambands Íslands. Framkvæmdastjóri ASÍ telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:44