Atvinnurekendur gagnrýna hækkun skatta og gjalda Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 14:00 Viðbúið er að fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hækki á næsta ári með hækkuðu fasteignamati. Vísir/GVA Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með. Skattar og tollar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með.
Skattar og tollar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira