Samgönguslys

Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn í Djúpagili

Telja má mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar bílaleigubíll fór útaf hringveginum í Skjónugili um einn kílómetra fyrir norðan Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í bílum eftir árekstur í Grafarvogi

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru dælubíll og tveir sjúkrabílar sendir á vettvang en ekki var talin ástæða til þess að flytja neinn á slysadeild. Korpúlfsstaðavegi hefur verið lokað á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina

Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Ekið var á hjólreiðamann á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri upp úr klukkan tvö í dag. Var hjólreiðamaðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða

Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Menn náðu að halda ró sinni“

Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð.

Innlent