Samgönguslys

Fréttamynd

Leigu­bíl­stjórinn undrast upp­töku fimm­tíu ára gamals máls

Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 

Innlent
Fréttamynd

Fækkum slysum á raf­magns­hlaupa­hjólum

Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Rúta fór út af við Efstadal

Rúta fór út af veginum við Efstadal austur af Laugarvatni upp úr klukkan eitt eftir hádegi í dag. Hópur fólks var í bílnum en allir sluppu óhultir og bílstjórinn var einn fluttur til læknisskoðunar. 

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir mótor­hjóla­slys

Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu. 

Innlent
Fréttamynd

Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ár­túns­brekku

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki.

Innlent
Fréttamynd

Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar

Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Reykja­nes­braut

Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum. 

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys

Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ók á gangandi vegfaranda og stakk af

Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærkvöldi og ökumaður stakk af. Málið er í rannsókn og ekki vitað um alvarleika meiðsla þess sem var ekið á. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekið á vegfarandann á Suðurlandsbraut. 

Innlent
Fréttamynd

Vara­söm gatna­mót þar sem bana­slys varð í Garða­bæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl við Mjódd

Ökumaður ók bíl utan í vegrið á Breiðholtsbrautinni með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í bílnum nærri Mjódd. Engin slys urðu á fólki og náði slökkvilið fljótt að slökkva eldinn.

Innlent