Innlent

Bíl­slys á Reykja­nes­braut

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Líðan ökumannsins liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Líðan ökumannsins liggur ekki fyrir að svo stöddu. Vísir/Einar

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að ökumaður hafi keyrt út af nálægt Kúagerði. Ekki hafi verið um að ræða árekstur.

Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir í samtali við fréttastofu að einn sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang. 

Verið sé að flytja hinn slasaða en hann telur að ökumaðurinn hafi ekki slasast alvarlega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×