Pistlar

Fréttamynd

Kommaferlíki dæmt til niðurrifs

Þeir ætla að fara að rífa Palast der Republik í Berlín. Húsið hefur verið lokað í mörg ár – að sögn vegna asbestmengunar. Margir segja að það sé fyrirsláttur. Heima á ég heila bók um þessa miklu byggingu – keypti hana á fornbókamarkaði í austurhluta Berlínar í fyrra. Bókin sýnir stolt nýtt hús, fullt af flokksbroddum og ungum kommúnistum í hátíðarskapi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að hægja á sér

Í draumum sínum á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu ímynduðu menn sér að tæknin myndi gera vinnuna óþarfa. Mesta vandamálið yrði hvað ætti að gera við frítímann. Bertrand Russell skrifaði um þetta árið 1935. Hann spáði því að vinnudagurinn yrði fjórar stundir, en fólk myndi nota tímann í göfgandi áhugamál – lestur, garðyrkju, fiskveiðar eða listmálun...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri aftur í tísku

Fyrir rúmum fimmtán árum var Oskar Lafontaine mikil hetja vinstri manna, meðal annars margs fólks sem nú er í Samfylkingunni. Það myndi tæplega vilja kannast við Oskar lengur, enda hefur það síðan þá verið á stöðugri hraðferð til hægri, en Oskari var mikið hampað í félagsskap sem kallaðist Birting...

Fastir pennar
Fréttamynd

Númer tvö verður númer eitt

Það er svosem ekki mikið um Davíð að segja þegar hann hættir - ekki akkúrat núna. Um engan stjórnmálamann hefur verið meira rætt og ritað á Íslandi. Stundum hefur virst eins og íslenskt stjórnmálalíf sé með Davíð á heilanum, að allt snúist um að vera með eða á móti honum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samfylkingin þarf endurnýjun

Sjálfur segir Guðmundur að hann hefði gjarnan viljað fara í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Og jú, það eru áreiðanlega margir á þeirri skoðun að slík ríkisstjórn hefði verið fyllilega tímabær. En hvers vegna sagði Guðmundur þetta ekki á sínum tíma?

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjargi sér hver sem betur getur

Í mörgu tilliti sér maður hversu þunnt skænið er milli siðmenningar og glundroða. Óþjóðalýður fer um, rænir og ruplar, nauðgar og myrðir. Herliði er skipað á vettvang - sagt að skjóta án þess að spyrja. Bandaríkin eru að sönnu miskunnarlausara samfélag en við eigum að venjast. Fyrst eftir fellibylinn voru byssubúðir rændar. Hvað er að í samfélagi sem fellur undireins niður i botnlaust ofbeldi á svona hörmungatíma?

Fastir pennar
Fréttamynd

Villi Vill vill flugvöllinn burt

Allt í einu virðast allir í borgarstjórn Reykjavíkur vera sammála um að flugvöllurinn eigi að fara. Ef ekki kæmu til flokkadrættir væri hægt að sæta lagi, hafa atkvæðagreiðslu í borgarstjórninni og samþykkja þetta einróma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrattinn með í ráðum

Þarna er fólk sem gleypir orma, fólk sem grenjar á skerminum af löngun til að komast i lýtaaðgerðir, ungt fólk sem stundar hórerí á strandhótelum, fólk sem traðkar á náunganum í von um að vinna einhverjar furðulegar keppnir...

Fastir pennar
Fréttamynd

Raunir R-lista flokkanna

Hér er fjallað um skoðanakönnun sem sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta i Reykjavík, bakþanka Vinstri grænna, afhroð R-listaflokkanna i könnuninni, en einnig er rætt um neyslu fíkniefna og framleiðslu á amfetamíni...

Fastir pennar
Fréttamynd

Óviss vísindi

Hér er fjallað um fræðigreinina hagfræði sem virðist ekki duga sérlega vel til að skýra veruleikann né spá fyrir um framtíðina, úttektir á arðsemi álvera, óvæntan efnahagsbata í Þýskalandi sem lengi hefur verið álitið "sjúki maðurinn í Evrópu", en einnig er vikið nokkrum orðum að hlutabréfamarkaðnum á Íslandi

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinir Berlusconis

Hér er fjallað um Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og ýmsa vini hans í hópi þjóðarleiðtoga, til dæmis Davíð, Blair og Pútín, sagt frá bandarískum auðmanni sem niðist á miðaldra indverskum konum en lætur Rolling Stones spila í afmælinu sínu og loks er svo minnst á óvænt hugmyndaflæði í borgarstjórn Reykjavíkur...

Fastir pennar
Fréttamynd

Klaus sér rautt

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, er mikið eftirlæti hægri manna víða um heim, eftirsóttur ræðumaður í klúbbum þeirra. Sumir segja reyndar að hann sé alltaf að flytja sömu ræðuna – um hvað allir séu miklir kommúnistar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Che-línan vs. Thatcher

Ólafur Teitur Guðnason kvartar yfir því í pistli að verslunin Office1 selji skólavörur með mynd af Che Guevara ? þetta mun vera allsherjar Che-lína. Che er semsagt kominn í sama flokk og Bangsímon, Spiderman, Litla hafmeyjan og hvað þær heita þessar fígúrur sem skreyta pennaveski og annað skóladót...

Fastir pennar
Fréttamynd

Opna samfélagið – vinir og óvinir

Hér er vaðið úr einu í annað, fjallað um fyllerí á menningarnótt, mótmælagjörning fyrr þann daginn, Gunnar í Krossinum, mótmælastöðu Cindy Sheehan, ósannindi lögreglunnar í Bretlandi, verkfall á Heathrow-flugvelli, verkalýðshetjur og dólgakapítalisma

Fastir pennar
Fréttamynd

Stærsta fréttin í Ameríku

Aðalfréttin í bandarískum fjölmiðlum er Cindy Sheehan, fjörutíu og átta ára móðir, sem hefur tjaldað fyrir utan búgarð George Bush í Crawford í Texas, heimtar að fá að hitta forsetann sjálfan og spyrja – hvers vegna drapstu son minn? Þetta er orðið hið vandræðalegasta mál fyrir Bush og menn hans...

Fastir pennar
Fréttamynd

Við Reykjavíkurtjörn

Í fyrradag ætluðum við Kári að fara niður á Tjörn að gefa öndunum brauð sem við höfðum verið að safna í nokkra daga. Urðum frá að hverfa vegna mávagers sem elti okkur um allt Tjarnarsvæðið, birtist skrækjandi í hvert skipti sem við tókum brauðbita úr poka...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig kemur þetta okkur við?

Baugsmál eru í svo einkennilegri þrástöðu að maður óttast að þau muni tröllríða íslensku samfélagi næstu árin – eins leiðinlegt og það gæti orðið. Þarf maður virkilega að lifa og hrærast í þessu í langan tíma enn? Fyrir suma virðist þetta vera upphaf og endir tilverunnar – en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta máski ekki annað en spurning um gott eða lélegt bókhald?

Fastir pennar
Fréttamynd

VG og endalok R-listans

Vinstri grænum tekst stundum að snúa hlutunum einkennilega á hvolf. Nú er línan frá þeim sú að prófkjör séu "leiðtogastjórnmál", en ef ekki fari fram prófkjör þá sé það "hugmyndastjórnmál". Það er semsé skrum ef almenningur fær að koma nálægt því hvernig er raðað á lista – nánast einhvers konar saurgun...

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvöfalt taugaáfall

Hér er fjallað um bandaríska ferðakonu sem varð tvívegis fyrir taugaáfalli sama daginn, hátt verð á hótelgistingu á Íslandi, sögulegt samhengi sem birtist í nýju náðhúsi skammt frá frægum kamri sem Megas orti um og hvernig er búið að skipta í tvö lið á Íslandi og helst allir dregnir í dilka, ekki síst fjölmiðlafólk...

Fastir pennar
Fréttamynd

Eins og litlir seppar

Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu með ritskýringum Baugsmanna. Þetta er stærsti dómgreindarbrestur sem maður hefur séð í fjölmiðli á Íslandi. Ritstjórn Fréttablaðsins treystir sér ekki til að leggja sjálfstætt mat á dómsmál á hendur eigendum sínum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að stjórna umræðunni

Það er ljóst að mikið áróðursstríð er í gangi. Manni skilst að Baugur hafi almannatengslafyrirtæki að störfum fyrir sig í Bretlandi. Það er ennþá mikilvægara fyrir fyrirtækið að halda andlitinu þar en hér á Íslandi. Þar eru stærri fjárhæðir í húfi. Fréttir sem birtast í Bretlandi hafa líka tilhneigingu til að berast hingað heim á örskömmum tíma...

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrasið um R-listann

Hér er fjallað nefnd lágt settra flokksmanna sem fá að þrasa um R-listann, skort á leiðtoga í Reykjavík, hvort Össur sé kannski Bastían bæjarfógeti, ömurlega frammistöðu í skipulagsmálum, gamlar og stolnar hugmyndir, kaffihús í Hljómskálagarðinum og loks er aðeins vikið að deilum um skattamál...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hiroshima og samhengið

Fyrir Japani hefur Hiroshima verið helsta tákn styrjaldarinnar, tákn um píslarvætti. Það hefur verið notað til að sýna fram á að Japanir hafi í raun verið fórnarlömb í stríðinu; að það hafi verið þeir sem þjáðust. Ekkert er fjær sannleikanum. Fátt er viðbjóðslegra en hernaðarandinn sem ríkti í Japan á tíma styrjaldarinnar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafngamall og Davíð

Hér segir af framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skoðanakönnuninni sem vinir Gísla Marteins létu gera, kjörþokka Vilhjálms Þ., plottfundi með Hannesi og Gunnlaugi Sævari á veitingahúsi, dálítið vandræðalegu mannavali R-listans, faríseum og handboltaþjálfara sem kippti í flugþjón...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hiroshima – 60 árum síðar

Á sinn skrumskælda hátt varðveittu kjarnorkuvopn friðinn í kalda stríðinu. Auðvitað er spurning hversu siðlegt ógnarjafnvægið var – en það hélt þó í fjóra áratugi. Kjarnorkuvopnin mótuðu andlegt líf eftirstríðsáranna, stjórnmálin, bókmenntirnar og heimspekina...

Fastir pennar
Fréttamynd

Síminn seldur

Dylgjur formanns Samfylkingarinnar eru ekki svaraverðar segir Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans. Væri samt ekki sniðugra að hann einfaldlega svaraði þessu í staðinn fyrir að snúa svona upp á sig? Því það er nú einu sinni staðreynd að hann hefur lengi verið í félagi með bræðrunum í Bakkavör...

Fastir pennar
Fréttamynd

Strætó fyrir þá sem eru afgangs

Hér er fjallað um hið nýja leiðakerfi strætisvagnanna sem á að þjóna einhverri dreifðustu borg í heimi, rifjaðir upp tímar úr vagninum Njálsgata-Gunnarsbraut, en að auki er minnst á hina fáránlega ljótu og stóru Hringbraut og lagt til að ökutæki bílstjóra sem keyra alltof hratt verði einfaldlega gerð upptæk...

Fastir pennar
Fréttamynd

Við viljum ekki svonalagað hér!

Útlendingar eiga að geta mótmælt hérna eins og aðrir - er ekki virkjunin einmitt reist til að veita orku í verksmiðju sem er í eigu alþjóðlegs auðhrings? Það er heldur ekkert sem bannar fólki að hafa mótmæli að atvinnu. Mönnum er meira að segja heimilt að hafa vondan málstað...

Fastir pennar
Fréttamynd

Sóðar í bænum

Útlendingar sem gengu yfir völlinn horfðu forviða á - spurðu sjálfsagt hvað hefði eiginlega gerst? Þarna voru glerbrot út um allt, plastpokar,  bjórdósir, hálfétnar pizzur og skyndimatur - alls konar ógeð sem liðið hafði skilið eftir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Guðspjöll Baugs, Burðaráss og KB

Hér er skrifað um mikla hrifningu á nýju peningamönnunum sem eru helstu stjörnur Íslands um þessar mundir, gamla tíma þegar allt var ömurlegt, útlendinga sem vilja ekki fjárfesta hér, einkaþotu Björgólfs Thors, undirskriftir gegn hryðjuverkum og skítkast á kommentakerfinu...

Fastir pennar