Óviss vísindi 28. ágúst 2005 00:01 Hagfræði er afskaplega óviss vísindi, stundum finnst manni að alveg eins sé hægt að lesa í telauf eða innyfli fugla. Þannig birtast nú tvær algjörlega misvísandi hagfræðiúttektir á arðsemi álvera. Önnur segir að af þeim sér sama og enginn þjóðhagslegur ávinningur, hin segir að við værum miklu fátækari þjóð ef álvera nyti ekki við. Maður veit ekki hvað maður á að halda. Nú gætu sumir hugsað að sannleikurinn sé einhvers staðar í miðið. En það er víst til marks um andlega leti að álykta svoleiðis – hann gæti þess vegna verið einhvers allt annars staðar. --- --- --- Tökum líka Þýskaland. Í mörg ár hefur verið tíska að tala um Þýskaland sem "sjúka manninn í Evrópu" – að hagkerfinu þar sé ekki viðbjargandi. En þeir sem muna aðeins lengra aftur í tímann eru varla búnir að gleyma óttanum við að Þýskaland milli gleypa alla Evrópu eftir að Múrinn féll. Þá var talað eins og Evrópusambandið væri ekki annað en Trójuhestur fyrir Þjóðverja til að ná yfirráðum yfir allri álfunni. Þetta tók að breytast þegar fóru að birtast fréttir af efnahagslegri hnignun í Þýskalandi. Síðan þá hefur komist í tísku að vorkenna Þýskalandi á yfirlætisfullan hátt – eins og samfélagið þar sé algjörlega vonlaust dæmi, þunglamalegt og óhagkvæmt, að kafna undan fargani reglugerða, tilætlunarsemi íbúanna og trega þeirra til að eyða peningum. Enginn hefur spáð að þetta myndi breytast á næstunni. --- --- --- En nú er óvænt að koma annað hljóð í strokkinn. Economist skýrir frá því í forsíðugrein í síðustu viku að þýska hagkerfið sé að rétta snögglega úr kútnum; þýsk fyrritæki hafi verið að endurskipuleggja sig, kerfið sé að verða sveigjanlegra og samkeppnishæfara - en skýringin er þó ekki síst að í Þýskalandi er nú lægra verðlag en í nágrannalöndunum og það hefur hjálpað til að gera Þjóðverja á nýjan leik að mestu útflutningsþjóð í heimi. Efnahagsástandið í Þýskalandi hefur dregið Evrópu niður á undanfarnum árum; ef Þýskaland réttir úr kútnum í alvörunni má semsagt búast við blómlegri tíð í álfunni. Ég ætla svosem ekki að fara að nota frasa eins og að ekki sé hægt að halda Þjóðverjum niðri – þeir séu svo duglegir – en það kann líka að vera partur af skýringunni. --- --- --- Hagfræðin virðist líka hrökkva skammt til að lýsa hlutabréfamarkaðnum íslenska – eða er ástæðan eftilvill sú að enginn vill skýra frá því í alvörunni út á hvað hann gengur? Þá er kannski hætt við að spilaborgin fari að riða? Það er allavega ráðgáta hvernig verðinu er haldið uppi – eða kannski þarf einfaldlega að skýra það út á mannamáli? Vitur maður sem ég hitti orðaði það svo við mig um daginn að hlutabréfamarkaðurinn hérna væri "eitt stórt innherjadæmi". Ég óska eftir útleggingum á þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hagfræði er afskaplega óviss vísindi, stundum finnst manni að alveg eins sé hægt að lesa í telauf eða innyfli fugla. Þannig birtast nú tvær algjörlega misvísandi hagfræðiúttektir á arðsemi álvera. Önnur segir að af þeim sér sama og enginn þjóðhagslegur ávinningur, hin segir að við værum miklu fátækari þjóð ef álvera nyti ekki við. Maður veit ekki hvað maður á að halda. Nú gætu sumir hugsað að sannleikurinn sé einhvers staðar í miðið. En það er víst til marks um andlega leti að álykta svoleiðis – hann gæti þess vegna verið einhvers allt annars staðar. --- --- --- Tökum líka Þýskaland. Í mörg ár hefur verið tíska að tala um Þýskaland sem "sjúka manninn í Evrópu" – að hagkerfinu þar sé ekki viðbjargandi. En þeir sem muna aðeins lengra aftur í tímann eru varla búnir að gleyma óttanum við að Þýskaland milli gleypa alla Evrópu eftir að Múrinn féll. Þá var talað eins og Evrópusambandið væri ekki annað en Trójuhestur fyrir Þjóðverja til að ná yfirráðum yfir allri álfunni. Þetta tók að breytast þegar fóru að birtast fréttir af efnahagslegri hnignun í Þýskalandi. Síðan þá hefur komist í tísku að vorkenna Þýskalandi á yfirlætisfullan hátt – eins og samfélagið þar sé algjörlega vonlaust dæmi, þunglamalegt og óhagkvæmt, að kafna undan fargani reglugerða, tilætlunarsemi íbúanna og trega þeirra til að eyða peningum. Enginn hefur spáð að þetta myndi breytast á næstunni. --- --- --- En nú er óvænt að koma annað hljóð í strokkinn. Economist skýrir frá því í forsíðugrein í síðustu viku að þýska hagkerfið sé að rétta snögglega úr kútnum; þýsk fyrritæki hafi verið að endurskipuleggja sig, kerfið sé að verða sveigjanlegra og samkeppnishæfara - en skýringin er þó ekki síst að í Þýskalandi er nú lægra verðlag en í nágrannalöndunum og það hefur hjálpað til að gera Þjóðverja á nýjan leik að mestu útflutningsþjóð í heimi. Efnahagsástandið í Þýskalandi hefur dregið Evrópu niður á undanfarnum árum; ef Þýskaland réttir úr kútnum í alvörunni má semsagt búast við blómlegri tíð í álfunni. Ég ætla svosem ekki að fara að nota frasa eins og að ekki sé hægt að halda Þjóðverjum niðri – þeir séu svo duglegir – en það kann líka að vera partur af skýringunni. --- --- --- Hagfræðin virðist líka hrökkva skammt til að lýsa hlutabréfamarkaðnum íslenska – eða er ástæðan eftilvill sú að enginn vill skýra frá því í alvörunni út á hvað hann gengur? Þá er kannski hætt við að spilaborgin fari að riða? Það er allavega ráðgáta hvernig verðinu er haldið uppi – eða kannski þarf einfaldlega að skýra það út á mannamáli? Vitur maður sem ég hitti orðaði það svo við mig um daginn að hlutabréfamarkaðurinn hérna væri "eitt stórt innherjadæmi". Ég óska eftir útleggingum á þessu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun