Hvernig kemur þetta okkur við? 17. ágúst 2005 00:01 Baugsmál eru í svo einkennilegri þrástöðu að maður óttast að þau muni tröllríða íslensku samfélagi næstu árin – eins leiðinlegt og það gæti orðið. Þarf maður virkilega að lifa og hrærast í þessu í langan tíma enn – kannski mörg ár? Fyrir suma virðist þetta vera upphaf og endir tilverunnar – en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta máski ekki annað en spurning um gott eða lélegt bókhald? Það vantar kannski smá perspektíf. --- --- --- En eins harkalega og málið er lagt upp núna virðast varla nema tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort eru hér við lýði stjórnvöld sem siga lögreglunni á borgarana, raða einkavinum sínum í dómstóla – allt í þeim tilgangi að geta misbeitt ríkisvaldinu að geðþótta og náð sér niður á óvinum sínum. Ef svona er í pottinn búið er spilling hér miklu meiri en maður hélt; þá búum við í sjúku samfélagi, gegnsýrðu af valdhroka. Og stjórnarherrunum hefur tekist furðu vel að dylja spillt eðli sitt fyrir landsmönnum. --- --- --- Ef þetta er ekki raunin, þá höfum við meðal okkar áhrifamikla menn sem sjá sér hag í því að útbreiða að þeir séu beittir pólitískum ofsóknum. Þeir beita miklu afli til að snúa almenningsálitinu sér í hag; láta allt samfélagið snúast í kringum sakamál á hendur sér sem ætti kannski ekki að sæta svona miklum tíðindum. Venjulegt fólk sem lendir á dómsmálum á ekki kost á svona. Það mætir bara í dóminn með misgóða lögfræðinga og tekur svo út sína refsingu ef verða vill. Að sumu leyti er erfitt að trúa því að menn sem á stuttum tíma hafa eignast hálft Ísland séu fórnarlömb mikilla ofsókna. Eru þeir máski fremur fórnarlömb þess hroka sem fylgir miklum auðæfum – þeirrar tilfinningar að maður sé hafinn yfir annað fólk? --- --- --- Hvort sem er nær lagi er óskemmtilegt að horfa upp á aðfarirnar. Og maður er strax orðinn dauðleiður á þessu. Allar horfur eru líka á að þetta haldi áfram fram yfir héraðsdóm og hæstarétt – það sem er einna verst er að fólk er hálfpartinn neytt til að taka afstöðu til mála sem kannski koma því ekkert sérstaklega mikið við. Fer maður kannski á endanum að segja eins og Lyga-Mörður í Njálu þegar hann frétti að Gunnar og Otkell væru að berjast við Rangá: "Þeir einir munu vera að ég hirði aldrei þó að drepist." --- --- --- Það hlýtur annars að vera erfitt fyrir Davíð Oddsson að sitja þegjandi undir öllum þessum ásökunum um pólitíska misbeitingu – honum er jafnvel líkt við Mugabe í Zimbabwe. En Davíð neyðist líklega til að þegja; hann getur varla farið að tjá sig mikið um þá Baugsfeðga nú þegar málið er komið fyrir rétt. Össur Skarphéðinsson skrifar pistil á heimasíðu sína í gær og ræðir þar meðal annars um áhrif Davíðs á dómstólana: "Davíð Oddsson reyndi klárlega að hafa áhrif á Hæstarétt í Vatnseyrarmálinu og í öryrkjamálinu. Hann gerði það hins vegar - að því er ég best veit - með opinberum hætti. Hann orgaði á Hæstarétt í fjölmiðlum með þeim hætti að öll þjóðin tók andköf og var örugglega að því til að skekja dómarana. Davíð hefur heldur betur látið þjóðina vita af stækri andúð sinni á Jóni Ásgeiri og Baugsveldinu - en það er af og frá að hann hafi verið opinberlega að terrorísera Hæstarétt að niðurstöðu einsog í ofangreindum málum. Hann gæti auðvitað trúað Jóni Steinari fyrir því yfir viskíglasi hvernig honum fyndist að Hæstiréttur ætti að dæma - en ef einhver maður á jarðríki mun ekki fá að koma nálægt þessu máli í Hæstarétti er það Jón Steinar. Og ég hef enga trú á að það hefði nokkur áhrif jafnvel þó Jón Steinar reyndi að koma sjónarmiðum þeirra vinanna að í samtölum við hina dómarana. Afhverju er þá Jón Ásgeir í þessari paranoju í öllum fjölmiðlum? Hann er enginn asni. Hann er einsog Davíð. Hann er með sínum hætti að reyna að orga opinberlega á Hæstarétt með sama hætti og Davíð reyndi í Vatnseyrarmálinu og öryrkjamálinu. "Helvítin ykkar, ef þið snúið við dómi undirréttar er það af því þið eruð pólitísk handbendi." Hann veit að Hæstiréttur er svo þrútinn af lamstri veðra síðustu árin að hann vill allt annað en láta bendla sig við pólitíska fjarstýringu." --- --- --- Svo er auðvitað spurning hvað Davíð verður lengi enn í pólitíkinni. Góður sjálfstæðismaður í innsta hring sagði mér í vikunni að Davíð myndi hætta sem formaður flokksins í haust, þótt ef til vill sitji hann áfram sem ráðherra. Þetta er vissulega byggt á einhvers konar kremlólógíu, en ég hlýt að telja þennan mann góða heimild. Eða kannski veit hann ekkert um það? Þetta er dálítið eins og vangaveltur um veðrið. Það er líka eins og Davíð viti þetta ekki sjálfur – hann hefur jú verið meira eða minna horfinn í heilt ár, lætur eins og þetta sé nokkurn veginn einkamál sitt. Meðan bíður Geir Haarde þolinmóður eftir kallinu og getur ekki annað en giskað eins og hinir – hann hefur þó passað sig vandlega að koma hvergi nálægt deilunum um Baug. Líklega tilkynnir Davíð ákvörðun sína svona hálfum mánuði eða viku fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn eftir tvo mánuði, 13. til 16. október. --- --- --- Annars hafa menn núorðið tilhneigingu til að trúa bisnessmönnunum fremur en pólitíkusum. Kaupsýslumennirnir eru hetjur, menn útrásarinnar, meðan stjórnmálamennirnir sitja bara heima í sínum púkalegheitum og fremur lága sjálfsmati – oft er viðkvæðið að þeir ráði hvort sem er engu lengur. Tískan er að hafa fyrirlitningu á stjórnmálamönnum – af þeim sökum er svo auðvelt fyrir Baugsmenn að tala niður til þeirra. Margendurtekin klisja er sú að þeir hafi fært okkur gott verðlag og velmegun, meðan stjórmenn leiði helst ekki yfir okkur annað en helsi. Svona sveiflast almenningsálitið – og helst mjög í hendur við peningasýkina sem nú gegnsýrir íslenskt samfélag og sumir álíta að sé einhvers konar frelsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Baugsmál eru í svo einkennilegri þrástöðu að maður óttast að þau muni tröllríða íslensku samfélagi næstu árin – eins leiðinlegt og það gæti orðið. Þarf maður virkilega að lifa og hrærast í þessu í langan tíma enn – kannski mörg ár? Fyrir suma virðist þetta vera upphaf og endir tilverunnar – en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta máski ekki annað en spurning um gott eða lélegt bókhald? Það vantar kannski smá perspektíf. --- --- --- En eins harkalega og málið er lagt upp núna virðast varla nema tveir möguleikar í stöðunni. Annað hvort eru hér við lýði stjórnvöld sem siga lögreglunni á borgarana, raða einkavinum sínum í dómstóla – allt í þeim tilgangi að geta misbeitt ríkisvaldinu að geðþótta og náð sér niður á óvinum sínum. Ef svona er í pottinn búið er spilling hér miklu meiri en maður hélt; þá búum við í sjúku samfélagi, gegnsýrðu af valdhroka. Og stjórnarherrunum hefur tekist furðu vel að dylja spillt eðli sitt fyrir landsmönnum. --- --- --- Ef þetta er ekki raunin, þá höfum við meðal okkar áhrifamikla menn sem sjá sér hag í því að útbreiða að þeir séu beittir pólitískum ofsóknum. Þeir beita miklu afli til að snúa almenningsálitinu sér í hag; láta allt samfélagið snúast í kringum sakamál á hendur sér sem ætti kannski ekki að sæta svona miklum tíðindum. Venjulegt fólk sem lendir á dómsmálum á ekki kost á svona. Það mætir bara í dóminn með misgóða lögfræðinga og tekur svo út sína refsingu ef verða vill. Að sumu leyti er erfitt að trúa því að menn sem á stuttum tíma hafa eignast hálft Ísland séu fórnarlömb mikilla ofsókna. Eru þeir máski fremur fórnarlömb þess hroka sem fylgir miklum auðæfum – þeirrar tilfinningar að maður sé hafinn yfir annað fólk? --- --- --- Hvort sem er nær lagi er óskemmtilegt að horfa upp á aðfarirnar. Og maður er strax orðinn dauðleiður á þessu. Allar horfur eru líka á að þetta haldi áfram fram yfir héraðsdóm og hæstarétt – það sem er einna verst er að fólk er hálfpartinn neytt til að taka afstöðu til mála sem kannski koma því ekkert sérstaklega mikið við. Fer maður kannski á endanum að segja eins og Lyga-Mörður í Njálu þegar hann frétti að Gunnar og Otkell væru að berjast við Rangá: "Þeir einir munu vera að ég hirði aldrei þó að drepist." --- --- --- Það hlýtur annars að vera erfitt fyrir Davíð Oddsson að sitja þegjandi undir öllum þessum ásökunum um pólitíska misbeitingu – honum er jafnvel líkt við Mugabe í Zimbabwe. En Davíð neyðist líklega til að þegja; hann getur varla farið að tjá sig mikið um þá Baugsfeðga nú þegar málið er komið fyrir rétt. Össur Skarphéðinsson skrifar pistil á heimasíðu sína í gær og ræðir þar meðal annars um áhrif Davíðs á dómstólana: "Davíð Oddsson reyndi klárlega að hafa áhrif á Hæstarétt í Vatnseyrarmálinu og í öryrkjamálinu. Hann gerði það hins vegar - að því er ég best veit - með opinberum hætti. Hann orgaði á Hæstarétt í fjölmiðlum með þeim hætti að öll þjóðin tók andköf og var örugglega að því til að skekja dómarana. Davíð hefur heldur betur látið þjóðina vita af stækri andúð sinni á Jóni Ásgeiri og Baugsveldinu - en það er af og frá að hann hafi verið opinberlega að terrorísera Hæstarétt að niðurstöðu einsog í ofangreindum málum. Hann gæti auðvitað trúað Jóni Steinari fyrir því yfir viskíglasi hvernig honum fyndist að Hæstiréttur ætti að dæma - en ef einhver maður á jarðríki mun ekki fá að koma nálægt þessu máli í Hæstarétti er það Jón Steinar. Og ég hef enga trú á að það hefði nokkur áhrif jafnvel þó Jón Steinar reyndi að koma sjónarmiðum þeirra vinanna að í samtölum við hina dómarana. Afhverju er þá Jón Ásgeir í þessari paranoju í öllum fjölmiðlum? Hann er enginn asni. Hann er einsog Davíð. Hann er með sínum hætti að reyna að orga opinberlega á Hæstarétt með sama hætti og Davíð reyndi í Vatnseyrarmálinu og öryrkjamálinu. "Helvítin ykkar, ef þið snúið við dómi undirréttar er það af því þið eruð pólitísk handbendi." Hann veit að Hæstiréttur er svo þrútinn af lamstri veðra síðustu árin að hann vill allt annað en láta bendla sig við pólitíska fjarstýringu." --- --- --- Svo er auðvitað spurning hvað Davíð verður lengi enn í pólitíkinni. Góður sjálfstæðismaður í innsta hring sagði mér í vikunni að Davíð myndi hætta sem formaður flokksins í haust, þótt ef til vill sitji hann áfram sem ráðherra. Þetta er vissulega byggt á einhvers konar kremlólógíu, en ég hlýt að telja þennan mann góða heimild. Eða kannski veit hann ekkert um það? Þetta er dálítið eins og vangaveltur um veðrið. Það er líka eins og Davíð viti þetta ekki sjálfur – hann hefur jú verið meira eða minna horfinn í heilt ár, lætur eins og þetta sé nokkurn veginn einkamál sitt. Meðan bíður Geir Haarde þolinmóður eftir kallinu og getur ekki annað en giskað eins og hinir – hann hefur þó passað sig vandlega að koma hvergi nálægt deilunum um Baug. Líklega tilkynnir Davíð ákvörðun sína svona hálfum mánuði eða viku fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn eftir tvo mánuði, 13. til 16. október. --- --- --- Annars hafa menn núorðið tilhneigingu til að trúa bisnessmönnunum fremur en pólitíkusum. Kaupsýslumennirnir eru hetjur, menn útrásarinnar, meðan stjórnmálamennirnir sitja bara heima í sínum púkalegheitum og fremur lága sjálfsmati – oft er viðkvæðið að þeir ráði hvort sem er engu lengur. Tískan er að hafa fyrirlitningu á stjórnmálamönnum – af þeim sökum er svo auðvelt fyrir Baugsmenn að tala niður til þeirra. Margendurtekin klisja er sú að þeir hafi fært okkur gott verðlag og velmegun, meðan stjórmenn leiði helst ekki yfir okkur annað en helsi. Svona sveiflast almenningsálitið – og helst mjög í hendur við peningasýkina sem nú gegnsýrir íslenskt samfélag og sumir álíta að sé einhvers konar frelsun.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun