Opna samfélagið – vinir og óvinir 23. ágúst 2005 00:01 Kára fannst verst að hafa ekki fjórar hendur á menningarnótt, tvær til að halda fyrir eyrun, tvær til að halda fyrir augun. Um kvöldið hófst mikið fyllerí – nú þremur dögum síðar eru enn glerbrot út um allan bæ. Fyrr um daginn stóðum við álengdar og fylgdumst með leiklistargjörningi á Laugaveginum. Þetta áttu að vera einhvers konar mótmæli við Kárahnjúkavirkjun. Þarna var Sámur frændi með hatt og skegg og stórt áltippi og með honum feitur karl með vindil sem dreifði dollaraseðlum, en undan hlupu skrækjandi fórnardýrin – ung kona í sauðskinnsskóm með hreindýrshaus úr filti og svo einhvers konar fjallkona, alsett mosa og sprekum. --- --- --- Þetta var satt að segja ekki sérlega áhrifaríkt, enda virtust vegfarendur áhugalausir, utan nokkrir þekktir baráttumenn gegn vatnsaflsvirkjunum sem horfðu hugfangnir á. Leikendurnir voru ungt fólk, en táknmálið ótrúlega gamaldags. Á myndum frá því eftir bolsévíkabyltingu í Rússlandi má sjá sömu fígúrurnar og sömuleiðis á myndum sem eru teknar í fjöldagöngum Austur-Þýskalandi eftir stríð – þar er líka Uncle Sam með honum í för feiti kallinn með dollarana og vindilinn að traðka á varnarlausum smælingjum. Þetta eru semsé gamlar vinstri lummur. --- --- --- Skyldi þetta vera fólkið sem þótti þjóðhættulegt vegna mótmælanna við Kárahjúka? Sem víkingasveitin var að eltast við út um allt land? Gjörningurinn var að sönnu einstaklega bjánalegur, en í opnu samfélagi eigum við að vera ánægð með að umbera skoðanir sem eru bjánalega framsettar, já líka vondar skoðanir. --- --- --- Annars finnst manni eins og óþolið gagnvart skoðunum annara fari vaxandi í seinni tíð. Þennan dag var verið að dreifa svívirðingum um Gunnar í Krossinum í kringum róttæka kaffihúsið á Laugaveginum. Lítill fallegur strákur rétti mér miða með mynd af Gunnari. Ég vildi ekki þiggja af honum miðann. Gunnar má vera rétt eins og hann er, en einhvern veginn virðist þykja alveg sjálfsagt að þagga niður í honum. Viðbrögðin mótmælastöðu Cindy Sheehan við búgarð Georges Bush í Texas bera líka vott um skort á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Sheehan hefur orðið fyrir skelfilegri rógsherferð í bandarískum fjölmiðlum, er sökuð um landráð og þjóðníðingshátt. Sumir segja að enginn annar en hinn göbbelski áróðursmeistari Karl Rove standi að baki herferðinni. --- --- --- Stundum hefur opna samfélagið samt betur, þrátt fyrir að margir sæki að því. Til dæmis í máli Jean Charles de Menezes, unga Brasilíumannsins sem var skotinn af lögreglunni í Lundúnum 22. júlí. Breska lögreglan er endanlega búin að flækja sig í vef ósanninda sem hafa streymt frá henni, það er raunalegt á að horfa upp á foringja lögreglunnar tapa ærunni. En sem betur fer hefur tekist að fletta ofan af lygunum, nú síðast fullyrðingum um að öryggismyndavélar á neðanjarðarstöðinni þar sem Menezes var skotinn hafi ekki virkað. Fyrst og fremst er þetta áminning um að hryðjuverkaógn má ekki verða að yfirskini til að afnema réttarríkið. Að því leyti er mál Menezes sigur fyrir opið samfélag. --- --- --- Það má líka nefna starfsmenn hjá veitingafyrirtækinu Gate Gourmet á Heathrow flugvelli. Þetta eru upp til hópa innflytjendur, margt af því konur frá Asíu. Þegar blasti við mikil hægræðing hjá fyrirtækinu með tilheyrandi uppsögnum fóru þær í verkfall. Tóku sér stöðu í flugstöðinni og neituðu að fara. Yfirmenn fyrirtækisins reyndu að loka þær inni, allt fór í bál og brand. Gate er í eigu bandarísks fyrirtækis sem heitir Texas Pacific og sér um alla veitingasölu í flugvélum British Airways. Í síðustu viku olli verkfallið nokkrum töfum á flugi á Heathrow. Hver spekingurinn á fætur öðrum kom í fjölmiðla og sagði að svona aðferðir væru gamaldags og úreltar, enginn vitiborinn maður færi í verkfall eða mótmælastöðu lengur. En þrátt fyrir tuddaskap atvinnurekenda hefur verkafólkið ekki gefið sig – nú er svo komið að það hefur náð að stilla bæði Gate Gourmet og British Airways upp við vegg. Uppsagnir verða jafnvel dregnar til baka. Skilaboðin eru að það séu ekki bara hagsmunir hlutahafa og eigenda sem skipta máli í fyrirtækjum heldur líka vinnandi fólks. Pakistönsku konurnar eru verkalýðshetjur. Veitir kannski ekki af slíku fólki á tíma dólgakapítalisma eins og ríkir nú um stundir. Þær eru líka partur af opna samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Kára fannst verst að hafa ekki fjórar hendur á menningarnótt, tvær til að halda fyrir eyrun, tvær til að halda fyrir augun. Um kvöldið hófst mikið fyllerí – nú þremur dögum síðar eru enn glerbrot út um allan bæ. Fyrr um daginn stóðum við álengdar og fylgdumst með leiklistargjörningi á Laugaveginum. Þetta áttu að vera einhvers konar mótmæli við Kárahnjúkavirkjun. Þarna var Sámur frændi með hatt og skegg og stórt áltippi og með honum feitur karl með vindil sem dreifði dollaraseðlum, en undan hlupu skrækjandi fórnardýrin – ung kona í sauðskinnsskóm með hreindýrshaus úr filti og svo einhvers konar fjallkona, alsett mosa og sprekum. --- --- --- Þetta var satt að segja ekki sérlega áhrifaríkt, enda virtust vegfarendur áhugalausir, utan nokkrir þekktir baráttumenn gegn vatnsaflsvirkjunum sem horfðu hugfangnir á. Leikendurnir voru ungt fólk, en táknmálið ótrúlega gamaldags. Á myndum frá því eftir bolsévíkabyltingu í Rússlandi má sjá sömu fígúrurnar og sömuleiðis á myndum sem eru teknar í fjöldagöngum Austur-Þýskalandi eftir stríð – þar er líka Uncle Sam með honum í för feiti kallinn með dollarana og vindilinn að traðka á varnarlausum smælingjum. Þetta eru semsé gamlar vinstri lummur. --- --- --- Skyldi þetta vera fólkið sem þótti þjóðhættulegt vegna mótmælanna við Kárahjúka? Sem víkingasveitin var að eltast við út um allt land? Gjörningurinn var að sönnu einstaklega bjánalegur, en í opnu samfélagi eigum við að vera ánægð með að umbera skoðanir sem eru bjánalega framsettar, já líka vondar skoðanir. --- --- --- Annars finnst manni eins og óþolið gagnvart skoðunum annara fari vaxandi í seinni tíð. Þennan dag var verið að dreifa svívirðingum um Gunnar í Krossinum í kringum róttæka kaffihúsið á Laugaveginum. Lítill fallegur strákur rétti mér miða með mynd af Gunnari. Ég vildi ekki þiggja af honum miðann. Gunnar má vera rétt eins og hann er, en einhvern veginn virðist þykja alveg sjálfsagt að þagga niður í honum. Viðbrögðin mótmælastöðu Cindy Sheehan við búgarð Georges Bush í Texas bera líka vott um skort á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Sheehan hefur orðið fyrir skelfilegri rógsherferð í bandarískum fjölmiðlum, er sökuð um landráð og þjóðníðingshátt. Sumir segja að enginn annar en hinn göbbelski áróðursmeistari Karl Rove standi að baki herferðinni. --- --- --- Stundum hefur opna samfélagið samt betur, þrátt fyrir að margir sæki að því. Til dæmis í máli Jean Charles de Menezes, unga Brasilíumannsins sem var skotinn af lögreglunni í Lundúnum 22. júlí. Breska lögreglan er endanlega búin að flækja sig í vef ósanninda sem hafa streymt frá henni, það er raunalegt á að horfa upp á foringja lögreglunnar tapa ærunni. En sem betur fer hefur tekist að fletta ofan af lygunum, nú síðast fullyrðingum um að öryggismyndavélar á neðanjarðarstöðinni þar sem Menezes var skotinn hafi ekki virkað. Fyrst og fremst er þetta áminning um að hryðjuverkaógn má ekki verða að yfirskini til að afnema réttarríkið. Að því leyti er mál Menezes sigur fyrir opið samfélag. --- --- --- Það má líka nefna starfsmenn hjá veitingafyrirtækinu Gate Gourmet á Heathrow flugvelli. Þetta eru upp til hópa innflytjendur, margt af því konur frá Asíu. Þegar blasti við mikil hægræðing hjá fyrirtækinu með tilheyrandi uppsögnum fóru þær í verkfall. Tóku sér stöðu í flugstöðinni og neituðu að fara. Yfirmenn fyrirtækisins reyndu að loka þær inni, allt fór í bál og brand. Gate er í eigu bandarísks fyrirtækis sem heitir Texas Pacific og sér um alla veitingasölu í flugvélum British Airways. Í síðustu viku olli verkfallið nokkrum töfum á flugi á Heathrow. Hver spekingurinn á fætur öðrum kom í fjölmiðla og sagði að svona aðferðir væru gamaldags og úreltar, enginn vitiborinn maður færi í verkfall eða mótmælastöðu lengur. En þrátt fyrir tuddaskap atvinnurekenda hefur verkafólkið ekki gefið sig – nú er svo komið að það hefur náð að stilla bæði Gate Gourmet og British Airways upp við vegg. Uppsagnir verða jafnvel dregnar til baka. Skilaboðin eru að það séu ekki bara hagsmunir hlutahafa og eigenda sem skipta máli í fyrirtækjum heldur líka vinnandi fólks. Pakistönsku konurnar eru verkalýðshetjur. Veitir kannski ekki af slíku fólki á tíma dólgakapítalisma eins og ríkir nú um stundir. Þær eru líka partur af opna samfélaginu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun