Vinnumarkaður

Fréttamynd

Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega

Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu.

Innlent
Fréttamynd

Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér

Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín

Íslendingar þurfa að hugsa til langs tíma þegar kemur að erlendu vinnuafli, segir sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Aðlögun sé lykilatriði. Staðan á Íslandi sé hins vegar að mörgu leyti góð hvað snertir alþjóðlegan samanburð.

Innlent
Fréttamynd

Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða

Fjögur íslensk fyrirtæki eru aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Verkefnið felst í því að meta stöðu jafnréttis í fyrirtækjum og að fyrirtæki setji sér markmið í jafnréttismálum. Fleiri stofnanir og fyrirtæki standa nú í aðildarviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Má reikna með fleiri uppsögnum

Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Enga konu má finna í þeim hópi. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið er þegar forstjórar eru ráðnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upprisa kontóristans

Fólk er sífellt að leita leiða til vellíðunar og framfara í eigin lífi. Margir einblína ef til vill á að bæta sig í ræktinni en flestir eyða mestum tíma sínum í vinnunni og því er mikilvægt að geta bætt líf sitt á vinnustað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervigreind er þolinmótt langhlaup

Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab, segir að ef fyrirtæki innleiðir gervigreind með góðum árangri muni keppinautar ekki vilja sitja eftir heldur leggja af stað í sömu vegferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd

Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er al­gjör­lega and­lega og líkam­lega ör­magna“

Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin.

Innlent
Fréttamynd

ILO-samþykktin verður fullgilt

Íslensk stjórnvöld hyggjast fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni sem samþykkt var á þingi ILO í júní síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

80 prósent verða fyrir ofbeldi

Um 80 prósent kvenna á Alþingi verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri könnun. Hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Námskeið vekur athygli

Verkefnið Stígum saman í áttina að öflugra samfélagi, sem Þjónustumiðstöð Breiðholts heldur utan um, hlaut Evrópumerkið/European Language Label á Íslandi árið 2019.

Innlent
Fréttamynd

Báknið kjurrt 

Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira.

Skoðun
Fréttamynd

Prestur sat fund á Reykjalundi

Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp.

Innlent