Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 18:45 Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir. Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir.
Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira