Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:01 Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02