Vinnumarkaður

Fréttamynd

Nýir tímar á skrifstofunni

Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Stytting vinnu­vikunnar í borginni

Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda

Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna aftur kjörin for­maður Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Vinnumarkaður í þroti

Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði.

Skoðun
Fréttamynd

At­vinnu­leysi jókst í 5,2 prósent í janúar

Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar

Þegar ég náði kjöri árið 2017 sem formaður VR var framboð mitt vantraust á stefnu Alþýðusambandsins og forystu þess. Ég vildi gefa félagsmönnum VR val um aðra rödd og aðra stefnu en miðstýrða af forystu ASÍ og Gylfa Arnbjörnssonar undir merkjum Salek.

Skoðun
Fréttamynd

Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk

Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.

Innherji
Fréttamynd

Tuttugu fangaverði vantar til starfa

Fangaverðir hafa verulegar áhyggjur af öryggi sínu í fangelsum landsins vegna viðvarandi undirmönnunar. Á Kvíabryggju er til dæmis aðeins einn fangavörður á næturvöktum með 22 fanga og á Hólmsheiði eru þrír fangaverðir á næturvöktum með 50 fanga.

Innlent
Fréttamynd

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Styðjum starfsmenn til náms

Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám.

Skoðun
Fréttamynd

Sif vill sumarfrí fyrir knattspyrnufólk

Landsliðskonan Sif Atladóttir er nýflutt til landsins á ný frá Svíþjóð og mun spila með Selfossi í úrvalsdeildinni í fótbolta. Samhliða því starfar hún sem verkefnastjóri hjá Leikmannasamtökum Íslands, eftir að hafa áður starfað fyrir leikmannasamtök í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu

Viðar Þor­steins­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem fram­kvæmda­stjóri stéttar­fé­lagsins ef listi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur sigrar í for­manns­kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld

Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.

Innherji
Fréttamynd

Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram

„Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema

„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við

Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir.

Innlent