Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 20:01 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi. Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira