Vinnumarkaður

Fréttamynd

Segir ákvörðunina alfarið hans eigin

„Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum

Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir hafi á­hrif á sumar­nám­skeið barna

Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna.

Innlent
Fréttamynd

Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“

Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“

„Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Birtir launa­seðla leik­skóla­leið­bein­enda

Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­hækkanir og verð­bólga í boði verka­lýðs­hreyfingarinnar

Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið.

Skoðun
Fréttamynd

Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn ó­­raun­hæfum launa­­kröfum

Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera.

Innherji
Fréttamynd

„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“

Innlent
Fréttamynd

Amma kölluð út í morgun vegna verk­falla

Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu.

Innlent
Fréttamynd

Við­brögð „góða fólksins“ hafi verið viðbúin

Eigandi plastverksmiðju á Akureyri segir „góða fólkið“ hafa orðið brjálað og hann kallaður arðræningi í ummælakerfum eftir auglýsingu eftir starfsmanni sem væri sjaldan veikur. Hann segir einfaldlega hafa viljað vekja athygli á því að hæfniskröfur væru í raun engar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfs­fólkið himin­lifandi með breytinguna

Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja at­kvæða­greiðslur um verk­föll í 29 sveitar­fé­lögum

BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

Sömu laun fyrir sömu störf

Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau.

Skoðun
Fréttamynd

Vill sjá undan­þágur vegna barna í við­kvæmri stöðu

Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“

„Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa.

Áskorun