Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2023 19:33 Samningafundur forystufólks BSRB og sveitarfélaganna með sáttasemjurum í morgun stóð yfir í um klukkustund. Frá vinstri: Helgi Aðalsteinsson hagfræðingur á kjarasviði SÍS, Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri kjarasviðs SÍS, Aldís Sigurðardóttir sáttasemjari, Elísabet S. Ólafsdóttir sáttasemjari, Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Stöð 2/Einar Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. Allsherjarverkfall starfsmanna ellefu félaga innan BSRB hófst í gær eftir árangurslausar þriggja daga viðræður til að afstýra aðgerðum. Enginn árangur náðist síðan á um klukkustundar löngum sáttafundi í morgun, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur sáttasemjara. „Því miður náðist enginn þráður til að spinna áfram. Þannig að við slitum fundinum. Verðum svo bara í þéttu sambandi við deiluaðila og boðum til fundar um leið og eitthvað nýtt gerist í deilunni,“ sagði Elísabet að loknum fundi. Félagar í Starfsgreinasambandinu hjá sveitarfélögunum fengu þá launahækkun sem sambandið samdi um við Samtök atvinnulífsins hinn 1. janúar. Félagar í BSRB hjá sveitarfélögunum fengu þá hækkun hins vegar ekki enda samdi BSRB ekki um það eins og SGS gerði í sínum samningum.Grafík/Sara Deilan snýst minnst um innihald skammtímasamnings sem á að gilda frá 1. apríl síðast liðnum til 31. mars á næsta ári. Rót deilunnar liggur í mismunandi kjarasamningum sem Starfsgreinasambandið (SGS) annars vegar og BSRB hins vegar gerðu við sveitarfélögin til þriggja ára í upphafi árs 2020, korteri áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Starfsgreinasambandið gerði samning sem gilti frá 1. janúar 2020 til septemberloka 2023. Í honum voru ákvæði um að ef samið yrði um launahækkanir á gildistíma samningsins á þessu ári á almennum vinnumarkaði, skyldu starfsmenn hjá sveitarfélögunum einnig fá þær hækkanir. Sem þeir fengu síðan hinn 1. janúar og voru í kringum 40 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samningar BSRB við sveitarfélögin tóku einnig gildi 1. janúar 2020 en giltu í skemmri tíma eða til 1. apríl á þessu ári. Í þeim samningum var ekkert ákvæði um að hækkanir á almennum markaði ættu að skila sér til þessara félaga BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir greiðslurnar hins vega réttlætismál. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir réttlætismál að félagar BSRB fái sömu laun og samstarfsfélagar þeirra í Starfsgreinasambandinu.Stöð 2/Einar „Vandamálið hérna sem við stöndum frammi fyrir er að félagar okkar og félagar í SGS eru að sinna nákvæmlega sömu störfunum, eða sambærilegum, innan sveitarfélaganna. Þau verða að vera á sömu launum,“ sagði Sonja eftir fundinn í morgun. Á þeim fundi hefðu málin þróast aftur á bak fremur en áfram. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. BSRB vill fá þessa hækkun fyrir janúar, febrúar og mars á þessu ári í formi eingreiðslu. Sonja segir félögin eiga gilda verfallssjóði. Þau gætu því greitt verfallsbætur í langan tíma en sjóðurinn greiðir félagsmönnum í verkfalli um 30 þúsund krónur á dag fyrir skatta. „Þetta eru ellefu aðildarfélög BSRB sem hafa ekki lagt niður störf síðan 1984. Þannig að það eru til sjóðir fyrir þessu,“ segir Sonja. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir BSRB hafa verið boðið sams konar samningur og SGS gerði 2020 en þá hafi því verið hafnað.Stöð 2/Einar Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna segir þessa kröfu BSRB kosta þau milljarð. Sveitarfélögin væru aftur á móti að bjóða í staðinn 50 til 60 þúsund króna launahækkun til frambúðar. Þetta væru hækkanir á bilinu 8,77 til 12 prósent í skammtímasamningi til aprílmánaðar á næsta ári. „Og við teljum það mun dýrmætara, mun mikilvægara, heldur en að setja út eingreiðslu til að bæta samning sem er að fullu efndur og löngu útrunninn,“ segir Inga Rún. Auk þess hefði ekki verið samið um eingreiðslu sem þessa við fjölda félaga innan BHM og í Eflingu í nýgerðum samningum sveitarfélaganna. „Við sjáum fyrir okkur að þetta gæti flætt yfir á alla aðra samninga sem við höfum gert, eða meira og minna. Þá myndi þessi kostnaður, þessi milljarður, verða að minnsta kosti þrír,“ segir Inga Rún. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38 Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Allsherjarverkfall starfsmanna ellefu félaga innan BSRB hófst í gær eftir árangurslausar þriggja daga viðræður til að afstýra aðgerðum. Enginn árangur náðist síðan á um klukkustundar löngum sáttafundi í morgun, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur sáttasemjara. „Því miður náðist enginn þráður til að spinna áfram. Þannig að við slitum fundinum. Verðum svo bara í þéttu sambandi við deiluaðila og boðum til fundar um leið og eitthvað nýtt gerist í deilunni,“ sagði Elísabet að loknum fundi. Félagar í Starfsgreinasambandinu hjá sveitarfélögunum fengu þá launahækkun sem sambandið samdi um við Samtök atvinnulífsins hinn 1. janúar. Félagar í BSRB hjá sveitarfélögunum fengu þá hækkun hins vegar ekki enda samdi BSRB ekki um það eins og SGS gerði í sínum samningum.Grafík/Sara Deilan snýst minnst um innihald skammtímasamnings sem á að gilda frá 1. apríl síðast liðnum til 31. mars á næsta ári. Rót deilunnar liggur í mismunandi kjarasamningum sem Starfsgreinasambandið (SGS) annars vegar og BSRB hins vegar gerðu við sveitarfélögin til þriggja ára í upphafi árs 2020, korteri áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Starfsgreinasambandið gerði samning sem gilti frá 1. janúar 2020 til septemberloka 2023. Í honum voru ákvæði um að ef samið yrði um launahækkanir á gildistíma samningsins á þessu ári á almennum vinnumarkaði, skyldu starfsmenn hjá sveitarfélögunum einnig fá þær hækkanir. Sem þeir fengu síðan hinn 1. janúar og voru í kringum 40 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Samningar BSRB við sveitarfélögin tóku einnig gildi 1. janúar 2020 en giltu í skemmri tíma eða til 1. apríl á þessu ári. Í þeim samningum var ekkert ákvæði um að hækkanir á almennum markaði ættu að skila sér til þessara félaga BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir greiðslurnar hins vega réttlætismál. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir réttlætismál að félagar BSRB fái sömu laun og samstarfsfélagar þeirra í Starfsgreinasambandinu.Stöð 2/Einar „Vandamálið hérna sem við stöndum frammi fyrir er að félagar okkar og félagar í SGS eru að sinna nákvæmlega sömu störfunum, eða sambærilegum, innan sveitarfélaganna. Þau verða að vera á sömu launum,“ sagði Sonja eftir fundinn í morgun. Á þeim fundi hefðu málin þróast aftur á bak fremur en áfram. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. BSRB vill fá þessa hækkun fyrir janúar, febrúar og mars á þessu ári í formi eingreiðslu. Sonja segir félögin eiga gilda verfallssjóði. Þau gætu því greitt verfallsbætur í langan tíma en sjóðurinn greiðir félagsmönnum í verkfalli um 30 þúsund krónur á dag fyrir skatta. „Þetta eru ellefu aðildarfélög BSRB sem hafa ekki lagt niður störf síðan 1984. Þannig að það eru til sjóðir fyrir þessu,“ segir Sonja. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir BSRB hafa verið boðið sams konar samningur og SGS gerði 2020 en þá hafi því verið hafnað.Stöð 2/Einar Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaganna segir þessa kröfu BSRB kosta þau milljarð. Sveitarfélögin væru aftur á móti að bjóða í staðinn 50 til 60 þúsund króna launahækkun til frambúðar. Þetta væru hækkanir á bilinu 8,77 til 12 prósent í skammtímasamningi til aprílmánaðar á næsta ári. „Og við teljum það mun dýrmætara, mun mikilvægara, heldur en að setja út eingreiðslu til að bæta samning sem er að fullu efndur og löngu útrunninn,“ segir Inga Rún. Auk þess hefði ekki verið samið um eingreiðslu sem þessa við fjölda félaga innan BHM og í Eflingu í nýgerðum samningum sveitarfélaganna. „Við sjáum fyrir okkur að þetta gæti flætt yfir á alla aðra samninga sem við höfum gert, eða meira og minna. Þá myndi þessi kostnaður, þessi milljarður, verða að minnsta kosti þrír,“ segir Inga Rún.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38 Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6. júní 2023 11:11
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56
Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38
Mistök hafi verið gerð „hamfaranóttina“ hjá sáttasemjara í mars 2020 Varaformaður BSRB segir það ekki rétt að félagið sé að fara fram á afturvirkni á hækkun launa í kjaraviðræðum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hugtakanotkun hafi ruglað umræðuna verulega og ekki á góðan veg. Þá segir hann að mistök hafi verið gerð í síðustu kjarasamningum þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar var að skella á landið í mars 2020. 6. júní 2023 09:38