Jafnréttismál

Fréttamynd

Of­beldis­hring­ekjan

Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafía Jóhanns­dóttir – Hin ís­lenska Móðir Teresa Norðursins

Ólafía var fædd 22. október árið 1863 og því eru 160 ár frá fæðingu þessarar merku konu sem var brautryðjandi í jafnréttisbaráttu og tók virkan þátt í þjóðmálum. Ólafía fæddist að Mosfelli og foreldrar hennar voru séra Jóhann Knútur Benediktsson og Ragnheiður Sveinsdóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmda­­stjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verk­fallinu

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita.

Innlent
Fréttamynd

Engin skylda að greiða laun í kvenna­verk­falli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun
Fréttamynd

Kallarðu þetta jafnrétti?

Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur

„Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Skrifaði greinina fyrir litla strákinn í kjólnum

Guðfinnur Sigurvinsson, hársnyrtir og bæjarfulltrúi í Garðabæ, fer yfir fordóma og fræðslu í grein sem hann skrifar um reynslu sína sem samkynhneigður karlmaður og þá fræðslu sem hann fékk ekki sem barn, en hefði þurft. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: „Í krafti kvenna“

„Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Breytingin er á hraða snigilsins

Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum

Skoðun
Fréttamynd

Kyrr­staða þrátt fyrir tæki­færi til breytinga

Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017.

Skoðun
Fréttamynd

Segja stóran hluta kláms sýna refsi­vert of­beldi gegn konum

Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum.

Erlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið
Fréttamynd

Ekki mein­laus heldur haturs­full orð­ræða

Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís sýndi á spilin

Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1.

Skoðun
Fréttamynd

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Innlent
Fréttamynd

Kynja­halli í Ís­lensku orða­neti

Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti.

Skoðun
Fréttamynd

Svona var þetta bara

Þegar ég var yngri átti ég fyrirmynd. Ég vissi ekki á þeim tíma að hún væri fyrirmyndin mín enda var ég ekkert sérstaklega að pæla í því. Þetta var og er systir mín, 12 árum eldri og íþróttakona. Æfði handbolta, fótbolta og badminton.

Skoðun