Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kynferðis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 10:54 Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ákvörðun embættisins í ráðningarmálum. Vísir/Arnar Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar. Maðurinn kærði þá ákvörðun Skattsins að ráða tiltekna konu í starf sérfræðings en hún var ein fjögurra kvenna sem voru ráðnar á sama tíma auk þriggja karla. Maðurinn taldi að sér hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem hann taldi sig hafa verið verið hæfari en konan. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Skatturinn hafi þann 5. febrúar 2022 auglýst laus til umsóknar störf á Eftirlits-og rannsóknarsviði. 81 umsókn barst um starfið en 21 var boðið í viðtal, sem þóttu best uppfylla hæfnikröfur. Kærandi var einn þeirra og þáði hann viðtal ásamt 18 öðrum. Hann fékk hins vegar ekki boð í framhaldsviðtal þar sem þrettán fengu boð og sjö að endingu ráðnir. Ráðningarteymið hafi viðhaft gerendameðvirkni Maðurinn óskaði eftir því í maí 2022 að fá ákvörðunina rökstudda. Hann taldi sig vera með meiri menntun, sérþekkingu og starfsreynslu en konan, auk þess sem hann taldi sig búa yfir öðrum sérstökum hæfileikum sem gerð var krafa um í auglýsingunni. Þá gerði hann athugasemdir við það að hann hefði ekki verið spurður eins margra spurninga í viðtalinu. Hann hefði verið spurður ellefu staðlaðra spurninga á meðan aðrir umsækjendur hafi verið spurðir að meðaltali átján spurninga. Hann hefði auk þess ekki verið spurður út í samskiptafærni sína og reynslu af erfiðum samskiptum, né reynslu af frumkvæði í starfi eða getu til að vinna undir álagi. Maðurinn vakti jafnframt athygli á því að ekki hafi verið farið rétt með málsatvik við ritun samantektar úr viðtali við hann og sagði hann að ýmsar fullyrðingar og orð hans hafi verið tekin úr samhengi. Hafi verið látið líta út fyrir að tiltekin atburðarás hafi átt sér stað sem enginn fótur er fyrir, eins og því er lýst í úrskurðinum. „Hafi ráðningarteymið viðhaft gerendameðvirkni og látið hann sem brotaþola bera ábyrgð á einhverju sem aðrir beri fulla og óskipta ábyrgð á. Þá hafi mannauðsstjóri kærða ákveðið að láta minnisblað í tengslum við óskylt kjaramál hans, þegar hann var starfsmaður hjá Tollstjóra, hafa réttaráhrif í málinu. Þegar kærandi hefði bent á að Tollstjóri hefði ógilt minnisblaðið fyrir mörgum árum og að réttaráhrif þess væru engin hefði kærði engu svarað.“ Hafi verið veitt formlegt tiltal í starfi Skatturinn hafnaði því að hafa brotið gegn jafnréttislögum. Manninum hafi verið boðið í viðtal til að gefa honum færi á að sýna fram á mögulegar framfarir í mannlegum samskiptum en innsend umsóknargögn hafi ekki borið slíkt með sér. Tekur embættið fram að gerð hafi verið krafa um færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku. Þessar kröfur hafi verið settar fram vegna þeirra veigamiklu samskipta við skattaðila sem starfið feli í sér. Þá sé mikilvægt að þeim sem rannsókn sæta sé sýnd nærgætni og virðing og að ekki sé farið offari í samskiptum. Viðkomandi þurfi engu að síður að vera ákveðinn en jafnframt næmur á andrúmsloft og tilfinningar, hafa færni til að lesa umhverfið og geta sýnt stuðning og mýkt þegar slíkt eigi við. Viðkomandi megi ekki koma fram sem yfirboðari eða af mikilmennsku. Konan sem hafi verið ráðin hafi þótt drífandi og röggsöm. Hafi sýnt fram á getu til að taka forystu, vinna í hóp og hlusta. Með námi hennar hafi þótt felast tækifæri til að fá nýja vídd og sýn inn í deildina. Áður lagt embættið fyrir nefndinni Þegar manninum hafi ekki verið boðið í síðara viðtal hafi meðal annars verið horft til minnisblaðs frá því að hann var starfsmaður hjá Tollstjóra, sem nú er hluti af Skattinum. Þar hafi komið fram að manninum hafi verið veitt formlegt tiltal vegna hegðunar og myndi hann ekki láta af henni gæti áframhaldandi sambærileg hegðun leitt til áminningar. Þá hafi verið rakin tiltekin samskipti mannsins við þáverandi samstarfsfólk. Þau vektu upp spurningar um samskiptahæfni hans sem væri mjög miklvægur hlut af starfinu. Þá bendir Skatturinn á að maðurinn hafi áður staðið í deilum við embættið fyrir nefndinni vegna annars ráðningarmáls hjá skattrannsóknarstjóra. Við það tilefni, eins og má sjá í úrskurði kærunefndar nr. 17/2020 kærði maðurinn skattrannsóknarstjóra vegna ráðningu sérfræðings við skattrannsóknir. Þá taldi hann sig einnig betur menntaðan og hafa haft meiri starfsreynslu. Taldi nefndin þá að skattrannsóknarstjóra hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæðu en kyn hefði legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu konunnar. Farsælt samstarf myndi ekki takast „Af svörum kæranda við viðtalsspurningum er lutu að fyrrgreindu máli og framkomu í viðtalinu sjálfu hafi mátt ráða að ekki væri óvarlegt að leiða líkum að því að farsælt samstarf myndi ekki takast, eins og rakið er í samantekt á viðtali. Auk þess hafi ekki verið fyllilega ljóst hvaða hvatir lágu að baki umsókn að þessu sinni, að virtu því sem á undan var gengið.“ Kærunefndin segir í úrskurði sínum að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að málsmeðferð mannsins við ráðningu í umrætt starf hafi verið ómálefnaleg eða farið gegn lögum. Af matsblaði sem byggt var á við val í síðara viðtal megi ráða að maðurinn hafi fengið fleiri stig fyrir menntun og reynslu en konan en færri stig fyrir þá þætti sem metnir voru í viðtalinu. Slík stigagjöf sé þó einungis hluti af margþættu og heildstæðu mati á umsækjeendum. Vinnumarkaður Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Maðurinn kærði þá ákvörðun Skattsins að ráða tiltekna konu í starf sérfræðings en hún var ein fjögurra kvenna sem voru ráðnar á sama tíma auk þriggja karla. Maðurinn taldi að sér hafi verið mismunað á grundvelli kyns þar sem hann taldi sig hafa verið verið hæfari en konan. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Skatturinn hafi þann 5. febrúar 2022 auglýst laus til umsóknar störf á Eftirlits-og rannsóknarsviði. 81 umsókn barst um starfið en 21 var boðið í viðtal, sem þóttu best uppfylla hæfnikröfur. Kærandi var einn þeirra og þáði hann viðtal ásamt 18 öðrum. Hann fékk hins vegar ekki boð í framhaldsviðtal þar sem þrettán fengu boð og sjö að endingu ráðnir. Ráðningarteymið hafi viðhaft gerendameðvirkni Maðurinn óskaði eftir því í maí 2022 að fá ákvörðunina rökstudda. Hann taldi sig vera með meiri menntun, sérþekkingu og starfsreynslu en konan, auk þess sem hann taldi sig búa yfir öðrum sérstökum hæfileikum sem gerð var krafa um í auglýsingunni. Þá gerði hann athugasemdir við það að hann hefði ekki verið spurður eins margra spurninga í viðtalinu. Hann hefði verið spurður ellefu staðlaðra spurninga á meðan aðrir umsækjendur hafi verið spurðir að meðaltali átján spurninga. Hann hefði auk þess ekki verið spurður út í samskiptafærni sína og reynslu af erfiðum samskiptum, né reynslu af frumkvæði í starfi eða getu til að vinna undir álagi. Maðurinn vakti jafnframt athygli á því að ekki hafi verið farið rétt með málsatvik við ritun samantektar úr viðtali við hann og sagði hann að ýmsar fullyrðingar og orð hans hafi verið tekin úr samhengi. Hafi verið látið líta út fyrir að tiltekin atburðarás hafi átt sér stað sem enginn fótur er fyrir, eins og því er lýst í úrskurðinum. „Hafi ráðningarteymið viðhaft gerendameðvirkni og látið hann sem brotaþola bera ábyrgð á einhverju sem aðrir beri fulla og óskipta ábyrgð á. Þá hafi mannauðsstjóri kærða ákveðið að láta minnisblað í tengslum við óskylt kjaramál hans, þegar hann var starfsmaður hjá Tollstjóra, hafa réttaráhrif í málinu. Þegar kærandi hefði bent á að Tollstjóri hefði ógilt minnisblaðið fyrir mörgum árum og að réttaráhrif þess væru engin hefði kærði engu svarað.“ Hafi verið veitt formlegt tiltal í starfi Skatturinn hafnaði því að hafa brotið gegn jafnréttislögum. Manninum hafi verið boðið í viðtal til að gefa honum færi á að sýna fram á mögulegar framfarir í mannlegum samskiptum en innsend umsóknargögn hafi ekki borið slíkt með sér. Tekur embættið fram að gerð hafi verið krafa um færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku. Þessar kröfur hafi verið settar fram vegna þeirra veigamiklu samskipta við skattaðila sem starfið feli í sér. Þá sé mikilvægt að þeim sem rannsókn sæta sé sýnd nærgætni og virðing og að ekki sé farið offari í samskiptum. Viðkomandi þurfi engu að síður að vera ákveðinn en jafnframt næmur á andrúmsloft og tilfinningar, hafa færni til að lesa umhverfið og geta sýnt stuðning og mýkt þegar slíkt eigi við. Viðkomandi megi ekki koma fram sem yfirboðari eða af mikilmennsku. Konan sem hafi verið ráðin hafi þótt drífandi og röggsöm. Hafi sýnt fram á getu til að taka forystu, vinna í hóp og hlusta. Með námi hennar hafi þótt felast tækifæri til að fá nýja vídd og sýn inn í deildina. Áður lagt embættið fyrir nefndinni Þegar manninum hafi ekki verið boðið í síðara viðtal hafi meðal annars verið horft til minnisblaðs frá því að hann var starfsmaður hjá Tollstjóra, sem nú er hluti af Skattinum. Þar hafi komið fram að manninum hafi verið veitt formlegt tiltal vegna hegðunar og myndi hann ekki láta af henni gæti áframhaldandi sambærileg hegðun leitt til áminningar. Þá hafi verið rakin tiltekin samskipti mannsins við þáverandi samstarfsfólk. Þau vektu upp spurningar um samskiptahæfni hans sem væri mjög miklvægur hlut af starfinu. Þá bendir Skatturinn á að maðurinn hafi áður staðið í deilum við embættið fyrir nefndinni vegna annars ráðningarmáls hjá skattrannsóknarstjóra. Við það tilefni, eins og má sjá í úrskurði kærunefndar nr. 17/2020 kærði maðurinn skattrannsóknarstjóra vegna ráðningu sérfræðings við skattrannsóknir. Þá taldi hann sig einnig betur menntaðan og hafa haft meiri starfsreynslu. Taldi nefndin þá að skattrannsóknarstjóra hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæðu en kyn hefði legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu konunnar. Farsælt samstarf myndi ekki takast „Af svörum kæranda við viðtalsspurningum er lutu að fyrrgreindu máli og framkomu í viðtalinu sjálfu hafi mátt ráða að ekki væri óvarlegt að leiða líkum að því að farsælt samstarf myndi ekki takast, eins og rakið er í samantekt á viðtali. Auk þess hafi ekki verið fyllilega ljóst hvaða hvatir lágu að baki umsókn að þessu sinni, að virtu því sem á undan var gengið.“ Kærunefndin segir í úrskurði sínum að ekkert í gögnum málsins bendi til þess að málsmeðferð mannsins við ráðningu í umrætt starf hafi verið ómálefnaleg eða farið gegn lögum. Af matsblaði sem byggt var á við val í síðara viðtal megi ráða að maðurinn hafi fengið fleiri stig fyrir menntun og reynslu en konan en færri stig fyrir þá þætti sem metnir voru í viðtalinu. Slík stigagjöf sé þó einungis hluti af margþættu og heildstæðu mati á umsækjeendum.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira