Reykjavík

Fréttamynd

Tjarnar­bíó bjargað

Ríkið mun í sam­starfi við Reykja­víkur­borg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leik­hús­stýra segist anda léttar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert mál að flokka rusl í Reykja­vík

Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­kvæmdum í Selja­hverfi verði lokið um mitt næsta ár

Grjót­haugur í Selja­hverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verk­taki hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá byggingar­full­trúa til þess að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst. Þá verður í­búum boðinn glugga­þvottur að verki loknu en búist er við að fram­kvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést á Lúx

Maðurinn sem lést eftir líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx á dögunum hét Karolis Zelenkauskas og var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, sem búsettur hafði verið hér á landi um nokkurra mánaða skeið.

Innlent
Fréttamynd

Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða

Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði

Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Gyðufelli

Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. 

Innlent
Fréttamynd

Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. 

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun flytur vegna myglu

Landsvirkjun er búin að flytja höfuðstöðvar sínar úr Háaleitisbraut 68 vegna myglu sem fannst þar síðasta haust. Frekari rannsóknir sýndu að umfang myglunnar var töluvert. Höfuðstöðvarnar verða nú tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ég, ekki ég

Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég.

Skoðun
Fréttamynd

Laus úr gæslu­varð­haldi

Karl­maður sem hand­tekinn var vegna líkams­á­rásar og and­láts manns á skemmti­staðnum Lúx í mið­borg Reykja­víkur síðustu helgi er laus úr gæslu­varð­haldi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Dagur les Peterson pistilinn

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Innlent
Fréttamynd

Lengri gjald­skylda og sunnu­dagar ekki lengur ó­keypis

Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri.

Innlent
Fréttamynd

Mest verð­launaða um­hverfis­slysið skaðar sam­göngur þjóðar og lífs­skil­yrði

Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans

Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Sleppt að lokinni yfir­heyrslu

Sextán ára dreng, sem grunaður er um hnífstunguárás á Austurvelli seint á mánudagskvöld, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að lokinni yfirheyrslu.

Innlent
Fréttamynd

Tæknideild rannsakar vettvang í dag

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti sam­starfs­aðilinn í því verk­efni Parísar­borg. Verður um að ræða sam­starfs­verk­efni Reykja­víkur­borgar og Parísar­borgar í fram­halds­verk­efni fyrri verk­efna hans þar sem mark­miðið hefur verið að bæta hjóla­stóla­að­gengi.

Innlent
Fréttamynd

Biður íbúa í Laugar­dal af­sökunar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar bað íbúaráð Laugardals afsökunar vegna samskipta tveggja starfsmanna borgarinnar á fundi með ráðinu. Formaður íbúasamtaka Laugardals segir ráðið loksins hafa fengið svör um leikskólamál í hverfinu á síðasta fundi. Borgarfulltrúi Pírata segist ekki telja samskipti starfsmannanna lýsa viðhorfi borgarinnar né starfsfólks hennar.

Innlent
Fréttamynd

Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna

Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag.

Innlent