Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 09:04 Sigmundur Davíð spyr hvort gengið sé of langt gegn séra Friðriki. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka niður styttu af séra Friðriki sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Mikið hefur verið fjallað um styttuna eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessum bransa að ég er löngu hættur að hafa áhyggjur af því hvort einhverjir hneykslist ef maður hefur raunverulega trú á því sem maður segir sjálfur. Þess vegna skrifa ég þessa grein á Viljann sem fjallar um mál sem mér hefur lengi þótt, frá því að umræðan um það byrjaði, dálítið íhugunarvert og kannski varasamt fordæmi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Verið að draga ályktanir um mann sem „lagði mikið til samfélagsins“ Sigmundur skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á Viljanum sem fjallar um fellingu styttunnar af séra Friðriki. Sigmundur veltir fyrir sér hvort ákvörðunin eigi rétt á sér. „Þarna er verið að draga ályktanir um mann sem lést fyrir mörgum áratugum. Mann sem er óumdeilt að lagði mjög mikið til samfélagsins og gerði afskaplega góða hluti fyrir margt fólk og svo koma upp kenningar, sem eru rökstuddar, eða ýtt undir, með því að tengja saman ýmsa atburði og kannski gefa þeim nýja merkingu - setja þá í allt annað samhengi en raunin var,“ segir Sigmundur. „Eins og ég lýsi í greininni hef ég ekki, frekar en nokkur annar, hugmynd um hvað maðurinn hugsaði, hvað kom í huga hans. Hann hefur samt, til að halda því til haga, ekki verið sakaður um barnaníð.“ Hann segir ekki hægt að tala um þolendur séra Friðriks, þar sem ekki liggi fyrir hvort hann sé sekur um nokkuð. Styttan af séra Friðriki verður tekin niður og henni komið fyrir í listaverkageymslum Litasafns Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Auðvitað má kannski tala um þolendur í þeim skilningi að einhverjum hafi þótt óþægilegt hversu náinn hann gat verið en ég held að fólk leggi yfirleitt aðra merkingu í orðið þolandi, að það sé þolandi glæps. Eins og fram hefur komið átti hann til að strjúka og klappa strákunum sem hann var að vinna með og kannski í sumum tilvikum að bjarga,“ segir Sigmundur. „Þá stendur eftir spurningin af hverju? Ég bendi þarna á að það sé alveg hugsanlegt, hvort að á þessum tíma hafi þessi atlot hans bara verið af sama toga og þegar ættingjar klappa börnum sem þeim þykir vænt um, til að sýna væntumþykju? Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað hann var að hugsa.“ Hefur áhyggjur af undirstöðu réttlætis í vestrænu samfélagi Hann segist ekki vera að fullyrða að honum sjálfum hefði þótt þægilegt ef einhver utan fjölskyldunnar hefði klappað honum og strokið. „Það þýðir ekki að það sama eigi við um alla, til dæmis stráka sem kannski skorti hlýju heima hjá sér. Ég tel það ekki forsvaranlegt að dæma manninn, löngu látinn, dæma hann sekan eins og mér finnst felast í því ef á að fella styttuna af honum og þurrka hann út úr sögunni,“ segir Sigmundur. Hann segist þrátt fyrir þetta staðfastlega trúa því að þolendur eigi ekki bara að njóta vafans heldur fá réttlæti. En þá þurfi að liggja fyrir hverjir séu raunverulegir þolendur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum farin að vanrækja grundvallargildi sem eru undirstaða réttlætis í vestrænu samfélagi, til að mynda því sem taldist algjör grundvallarforsenda, að menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mál séra Friðriks Friðrikssonar Miðflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt. 23. nóvember 2023 21:12 Styttan af séra Friðriki tekin niður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. 23. nóvember 2023 13:44 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka niður styttu af séra Friðriki sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Mikið hefur verið fjallað um styttuna eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessum bransa að ég er löngu hættur að hafa áhyggjur af því hvort einhverjir hneykslist ef maður hefur raunverulega trú á því sem maður segir sjálfur. Þess vegna skrifa ég þessa grein á Viljann sem fjallar um mál sem mér hefur lengi þótt, frá því að umræðan um það byrjaði, dálítið íhugunarvert og kannski varasamt fordæmi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Verið að draga ályktanir um mann sem „lagði mikið til samfélagsins“ Sigmundur skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á Viljanum sem fjallar um fellingu styttunnar af séra Friðriki. Sigmundur veltir fyrir sér hvort ákvörðunin eigi rétt á sér. „Þarna er verið að draga ályktanir um mann sem lést fyrir mörgum áratugum. Mann sem er óumdeilt að lagði mjög mikið til samfélagsins og gerði afskaplega góða hluti fyrir margt fólk og svo koma upp kenningar, sem eru rökstuddar, eða ýtt undir, með því að tengja saman ýmsa atburði og kannski gefa þeim nýja merkingu - setja þá í allt annað samhengi en raunin var,“ segir Sigmundur. „Eins og ég lýsi í greininni hef ég ekki, frekar en nokkur annar, hugmynd um hvað maðurinn hugsaði, hvað kom í huga hans. Hann hefur samt, til að halda því til haga, ekki verið sakaður um barnaníð.“ Hann segir ekki hægt að tala um þolendur séra Friðriks, þar sem ekki liggi fyrir hvort hann sé sekur um nokkuð. Styttan af séra Friðriki verður tekin niður og henni komið fyrir í listaverkageymslum Litasafns Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Auðvitað má kannski tala um þolendur í þeim skilningi að einhverjum hafi þótt óþægilegt hversu náinn hann gat verið en ég held að fólk leggi yfirleitt aðra merkingu í orðið þolandi, að það sé þolandi glæps. Eins og fram hefur komið átti hann til að strjúka og klappa strákunum sem hann var að vinna með og kannski í sumum tilvikum að bjarga,“ segir Sigmundur. „Þá stendur eftir spurningin af hverju? Ég bendi þarna á að það sé alveg hugsanlegt, hvort að á þessum tíma hafi þessi atlot hans bara verið af sama toga og þegar ættingjar klappa börnum sem þeim þykir vænt um, til að sýna væntumþykju? Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað hann var að hugsa.“ Hefur áhyggjur af undirstöðu réttlætis í vestrænu samfélagi Hann segist ekki vera að fullyrða að honum sjálfum hefði þótt þægilegt ef einhver utan fjölskyldunnar hefði klappað honum og strokið. „Það þýðir ekki að það sama eigi við um alla, til dæmis stráka sem kannski skorti hlýju heima hjá sér. Ég tel það ekki forsvaranlegt að dæma manninn, löngu látinn, dæma hann sekan eins og mér finnst felast í því ef á að fella styttuna af honum og þurrka hann út úr sögunni,“ segir Sigmundur. Hann segist þrátt fyrir þetta staðfastlega trúa því að þolendur eigi ekki bara að njóta vafans heldur fá réttlæti. En þá þurfi að liggja fyrir hverjir séu raunverulegir þolendur. „Ég hef áhyggjur af því að við séum farin að vanrækja grundvallargildi sem eru undirstaða réttlætis í vestrænu samfélagi, til að mynda því sem taldist algjör grundvallarforsenda, að menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mál séra Friðriks Friðrikssonar Miðflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt. 23. nóvember 2023 21:12 Styttan af séra Friðriki tekin niður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. 23. nóvember 2023 13:44 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt. 23. nóvember 2023 21:12
Styttan af séra Friðriki tekin niður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. 23. nóvember 2023 13:44
Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06