Það verður að takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 25. nóvember 2023 10:30 Áhrif skammtímaútleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skapar mörg og alvarleg vandamál á húsnæðismarkaði. Allt í senn dregur þannig starfsemi úr framboði á almennum leigumarkaði sem leiðir óhjákvæmilega til hækkandi verðs. Að auki hafa miklir tekjumöguleikar á skammtíma- leigumarkaði líkt og á AirBnB áhrif á hvernig verðlagningu er háttað almennum leigumarkaði, því í allmörg ár hafa íslenskir gestgjafar á AirBnB verið þeir langtekjuhæstu í Evrópu. Það lokkar marga íbúðareigendur til að færa íbúðir yfir á skammtímaleigumarkað eða þá að haga verðlagningu á leiguíbúðum á almennum leigumarkaði í takt við tekjumöguleika á skammtímaleigumarkði. Tekjumöguleikar á skammtímaleigumarkaði hækka húsnæðisverð og húsaleigu Þessir miklu tekjumöguleikar á skammtímaleigumarkaði hafa líka orsakað kapphlaup hjá fjárfestum sem í stórum stíl sópa til sín íbúðum á fasteignamarkaði. Það sýna tölur Fasteignaskrár yfir þróun á eignarhaldi á húsnæði undanfarin áratug. Rannsókn Seðlabankans á áhrifum slíkrar framvindu leiddi í ljós að stór hluti hækkunar á fasteignaverði er tilkomin vegna ásóknar fjárfesta í íbúðarhúsnæði gagngert fyrir skammtíamleigumarkað. Fjárfestar sem kaupa húsnæði sem fjárfestingu skeyta mun minna um kaupverð þegar ætlunin er að láta aðra borga og því hækkar verð látlaust. Þessi ásókn fjárfesta í íbúðarhúsnæði dregur svo auðvitað verulega úr framboði á húsnæði til almennings sem ýtir húsnæðisverði enn frekar upp, þegar æ fleiri fjölskyldur bítast um sífellt færri eignir. Þau eru því umfangsmikil og alvarleg þau áhrif sem umfangsmikill skammtímaleigumarkaður hefur í för með sér. Þetta vandamál einskorðast þó ekki bara við Ísland því að þetta vandamál er þekkt víða á vinsælum ferðamannastöðum. Hinsvegar er það svo að vandfundið er það land þar sem vandamálið hefur verið meira og verra en einmitt hér á Íslandi. Ísland með eitt hæsta hlutfall AirBnB íbúða í heimi Um þessar mundir er hægt að bóka gistingu á tvö þúsund og fjögur hundruð íbúðum í Reykjavík einni. Af þeim eru rúmlega níu hundruð sem hægt er að bóka til lengri tíma en 90 daga, sem er löglegt hámark samkvæmt reglugerð um heimagistingu. Í heildina eru þrjú þúsund og átta hundruð íbúðir í Reykjavík með virka skráningu á AirBnB, sem er tæplega 7% af öllu íbúðarhúsnæði í borginni. Í öðrum helstu ferðamannaborgum í Evrópu er hlutfallið að meðaltali rúmlega 2%. Að auki er fjöldi íbúða á hverja þúsund íbúa langtum minni í Reykjavík en í samanburðarborgunum.Það er því deginum ljósara að áhrif skammtímaleigu á húsnæðisframboð er meira hér en annars staðar vegna hversu fáar íbúðir eru á Íslandi til miðað við fjölda íbúa. Það er því sérstakt svo ekki sé meira sagt að hlutfall íbúða á skammtímaleigumarkaði skuli vera um það þrisvar sinnum hærra í Reykjavík en á öðrum helstu ferðamannastöðum álfunnar. Núverandi fyrirkomulag gengur gegn markmiðum laga um heimagistingu Lög um heimagistingu, en svo kallast lög um útleigu íbúðarhúsnæðis á skammtímaleigumarkaði eru mjög skýr. Samkvæmt þeim er heimilt að leigja frá sér heimili sitt og eina íbúð að auki í allt að 90 daga á ári. Ljóst er að ekki er farið eftir þeim lögum miðað við umfang starfseminnnar. Hefur skammtímaleigumarkaðurinn orðið að leikvelli spákaupmanna sem margir hverjir eiga tugi íbúða í þéttbýli sem eingöngu er leigðar út til ferðamanna í gegnum bókunarsíður líkt og AirBnB. Að sama skapi hafa sum sveitarfélög farið offari í að veita fjárfestum leyfi til að reka gistihús í húsnæði sem byggt var og ætlað til almennrar búsetu fyrir fjölskyldur. Víða í miðborg Reykjavíkur hefur húsnæði sem áður hýsti kannski fjórar til tíu fjölskyldur verið breytt í gistihús fyrir ferðafólk og það mitt í íbúðahverfum. Það má með sanni segja að lögleysa hafi umlukið þennan málaflokk um skeið, Það verður að stöðva lögleysuna á skammtímaleigumarkaði Vegna hversu íbúaþéttni er há á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin þ.e. fáar íbúðir miðað við fólksfjölda þá verða áhrif af skammtímaleigu og gistihúsarekstri í íbúðarhúsnæði mun meiri hér en annars staðar. Það er því sérstaklega skaðlegt fyrir íslenskan húsnæðismarkað að hlutfall og fjöldi íbúða sem tekin er undir slíka starfsemi skuli vera margfalt hærri en í nágrannalöndunum. Stjórnvöld verða að stöðva þessa lögleysu á skammtímaleigumarkaði og setja sveitarfélögunum skorður er kemur að því að heimila að íbúðarhúsnæði sé breytt í gistiheimili. Gera verður þá kröfu að þær íbúðir sem sannarlega eiga ekki heima inni á skammtímaleigumarkaði verði komið í útleigu á almennum leigumarkaði, eða eftir atvikum í almenna sölu. Áhrifin sem þetta hefur haft hingað til eru skelfileg fyrir leigjendur á almennum markaði og ekki síst fyrir þá sem eru að reyna að koma sér fyrir í eigin húsnæði. Þúsund íbúðir, núna, bara í Reykjavík Um þessar mundir eru rétt tæplega eitt þúsund íbúðir til leigu á AirBnB í Reykjavík einni, íbúðir sem eru leigðar í heilu lagi lengur en lögbundið 90 daga hámark. Þetta eru tölur sem eru fengnar hjá vefnum airdna.com, sem heldur utan um tölfræði á skammtímaleigumarkaði. Þetta eru í langflestum tilvikum íbúðir sem sannarlega eiga ekki að vera í skammtímaútleigu. Þar fyrir utan eru tugir ef ekki hundruðir íbúða sem á undanförnum árum hefur verið breytt í gistihús.Skortur á húsnæði fyrir almenning á Íslandi hefur verið ríkjandi í einn og hálfan áratug. Það ástand hefur skapað leikvöll braskara og spákaupmanna sem hafa fundið margar leiðir til að græða á þeirri frumþörf fólks fyrir að eignast samastað, heimili og skjól. Reglulega dynja yfir samfélagið áföll sem auka húsnæðisþörfina hratt og mikið, líkt og aukin koma erlends erlends verkafólks, flóttafólks og uppsöfnuð þörf ungs fólks að komast í eigið húsnæði án þess að því sé mætt með auknu framboði. Það hefur því byggst upp fordæmalaus húsnæðisþörf og ekkert útlit fyrir að framleiðsla á húsnæði muni mæta því í fyrirsjánlegri framtíð.Sækjum þessar íbúðirÞað er mjög brýnt að stjórnvöld axli ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði og ekki síst vegna þess að öll undangengin átaksverkefni í húsnæðisuppbyggingu hafa farið meira og minna í vaskinn. Það minnsta sem stjórnvöld geta gert er að tryggja að það húsnæði sem þó er framleitt til almennrar búsetu fjölskyldna og einstaklinga verði að sönnu nýtt sem slíkt.Við skorum því á stjórnvöld að setja hertar reglur um útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli á skammtímaleigumarkaði og heimildum sveitarfélaga til að leyfa að íbúðarhúsnæði sé breytt undir gististarfssemi. Orðum þarf að fylgja æði, það er ekki hægt að horfa upp á yfirspenntan leigumarkað eða fasteignamarkað verða að leikvelli spákaupmanna sem véla með eitt það heilagasta sem manneskjan á, sem er heimilið. Við getum heldur ekki boðið samferðafólki okkar úr Grindavík að fóta sig inni á slíkum yfirspenntum markaði, sem er umlukinn lögleysu og sýnt hefur að nýtir öll tækifæri til að herða á hækkun húsaleigu.Við verðum að stöðva þessa lögleysu og ná í þessar íbúðir og koma þeim hendur þeirra sem þurfa heimili. Höfundar eru formenn Leigjandasamtakanna og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhrif skammtímaútleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skapar mörg og alvarleg vandamál á húsnæðismarkaði. Allt í senn dregur þannig starfsemi úr framboði á almennum leigumarkaði sem leiðir óhjákvæmilega til hækkandi verðs. Að auki hafa miklir tekjumöguleikar á skammtíma- leigumarkaði líkt og á AirBnB áhrif á hvernig verðlagningu er háttað almennum leigumarkaði, því í allmörg ár hafa íslenskir gestgjafar á AirBnB verið þeir langtekjuhæstu í Evrópu. Það lokkar marga íbúðareigendur til að færa íbúðir yfir á skammtímaleigumarkað eða þá að haga verðlagningu á leiguíbúðum á almennum leigumarkaði í takt við tekjumöguleika á skammtímaleigumarkði. Tekjumöguleikar á skammtímaleigumarkaði hækka húsnæðisverð og húsaleigu Þessir miklu tekjumöguleikar á skammtímaleigumarkaði hafa líka orsakað kapphlaup hjá fjárfestum sem í stórum stíl sópa til sín íbúðum á fasteignamarkaði. Það sýna tölur Fasteignaskrár yfir þróun á eignarhaldi á húsnæði undanfarin áratug. Rannsókn Seðlabankans á áhrifum slíkrar framvindu leiddi í ljós að stór hluti hækkunar á fasteignaverði er tilkomin vegna ásóknar fjárfesta í íbúðarhúsnæði gagngert fyrir skammtíamleigumarkað. Fjárfestar sem kaupa húsnæði sem fjárfestingu skeyta mun minna um kaupverð þegar ætlunin er að láta aðra borga og því hækkar verð látlaust. Þessi ásókn fjárfesta í íbúðarhúsnæði dregur svo auðvitað verulega úr framboði á húsnæði til almennings sem ýtir húsnæðisverði enn frekar upp, þegar æ fleiri fjölskyldur bítast um sífellt færri eignir. Þau eru því umfangsmikil og alvarleg þau áhrif sem umfangsmikill skammtímaleigumarkaður hefur í för með sér. Þetta vandamál einskorðast þó ekki bara við Ísland því að þetta vandamál er þekkt víða á vinsælum ferðamannastöðum. Hinsvegar er það svo að vandfundið er það land þar sem vandamálið hefur verið meira og verra en einmitt hér á Íslandi. Ísland með eitt hæsta hlutfall AirBnB íbúða í heimi Um þessar mundir er hægt að bóka gistingu á tvö þúsund og fjögur hundruð íbúðum í Reykjavík einni. Af þeim eru rúmlega níu hundruð sem hægt er að bóka til lengri tíma en 90 daga, sem er löglegt hámark samkvæmt reglugerð um heimagistingu. Í heildina eru þrjú þúsund og átta hundruð íbúðir í Reykjavík með virka skráningu á AirBnB, sem er tæplega 7% af öllu íbúðarhúsnæði í borginni. Í öðrum helstu ferðamannaborgum í Evrópu er hlutfallið að meðaltali rúmlega 2%. Að auki er fjöldi íbúða á hverja þúsund íbúa langtum minni í Reykjavík en í samanburðarborgunum.Það er því deginum ljósara að áhrif skammtímaleigu á húsnæðisframboð er meira hér en annars staðar vegna hversu fáar íbúðir eru á Íslandi til miðað við fjölda íbúa. Það er því sérstakt svo ekki sé meira sagt að hlutfall íbúða á skammtímaleigumarkaði skuli vera um það þrisvar sinnum hærra í Reykjavík en á öðrum helstu ferðamannastöðum álfunnar. Núverandi fyrirkomulag gengur gegn markmiðum laga um heimagistingu Lög um heimagistingu, en svo kallast lög um útleigu íbúðarhúsnæðis á skammtímaleigumarkaði eru mjög skýr. Samkvæmt þeim er heimilt að leigja frá sér heimili sitt og eina íbúð að auki í allt að 90 daga á ári. Ljóst er að ekki er farið eftir þeim lögum miðað við umfang starfseminnnar. Hefur skammtímaleigumarkaðurinn orðið að leikvelli spákaupmanna sem margir hverjir eiga tugi íbúða í þéttbýli sem eingöngu er leigðar út til ferðamanna í gegnum bókunarsíður líkt og AirBnB. Að sama skapi hafa sum sveitarfélög farið offari í að veita fjárfestum leyfi til að reka gistihús í húsnæði sem byggt var og ætlað til almennrar búsetu fyrir fjölskyldur. Víða í miðborg Reykjavíkur hefur húsnæði sem áður hýsti kannski fjórar til tíu fjölskyldur verið breytt í gistihús fyrir ferðafólk og það mitt í íbúðahverfum. Það má með sanni segja að lögleysa hafi umlukið þennan málaflokk um skeið, Það verður að stöðva lögleysuna á skammtímaleigumarkaði Vegna hversu íbúaþéttni er há á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin þ.e. fáar íbúðir miðað við fólksfjölda þá verða áhrif af skammtímaleigu og gistihúsarekstri í íbúðarhúsnæði mun meiri hér en annars staðar. Það er því sérstaklega skaðlegt fyrir íslenskan húsnæðismarkað að hlutfall og fjöldi íbúða sem tekin er undir slíka starfsemi skuli vera margfalt hærri en í nágrannalöndunum. Stjórnvöld verða að stöðva þessa lögleysu á skammtímaleigumarkaði og setja sveitarfélögunum skorður er kemur að því að heimila að íbúðarhúsnæði sé breytt í gistiheimili. Gera verður þá kröfu að þær íbúðir sem sannarlega eiga ekki heima inni á skammtímaleigumarkaði verði komið í útleigu á almennum leigumarkaði, eða eftir atvikum í almenna sölu. Áhrifin sem þetta hefur haft hingað til eru skelfileg fyrir leigjendur á almennum markaði og ekki síst fyrir þá sem eru að reyna að koma sér fyrir í eigin húsnæði. Þúsund íbúðir, núna, bara í Reykjavík Um þessar mundir eru rétt tæplega eitt þúsund íbúðir til leigu á AirBnB í Reykjavík einni, íbúðir sem eru leigðar í heilu lagi lengur en lögbundið 90 daga hámark. Þetta eru tölur sem eru fengnar hjá vefnum airdna.com, sem heldur utan um tölfræði á skammtímaleigumarkaði. Þetta eru í langflestum tilvikum íbúðir sem sannarlega eiga ekki að vera í skammtímaútleigu. Þar fyrir utan eru tugir ef ekki hundruðir íbúða sem á undanförnum árum hefur verið breytt í gistihús.Skortur á húsnæði fyrir almenning á Íslandi hefur verið ríkjandi í einn og hálfan áratug. Það ástand hefur skapað leikvöll braskara og spákaupmanna sem hafa fundið margar leiðir til að græða á þeirri frumþörf fólks fyrir að eignast samastað, heimili og skjól. Reglulega dynja yfir samfélagið áföll sem auka húsnæðisþörfina hratt og mikið, líkt og aukin koma erlends erlends verkafólks, flóttafólks og uppsöfnuð þörf ungs fólks að komast í eigið húsnæði án þess að því sé mætt með auknu framboði. Það hefur því byggst upp fordæmalaus húsnæðisþörf og ekkert útlit fyrir að framleiðsla á húsnæði muni mæta því í fyrirsjánlegri framtíð.Sækjum þessar íbúðirÞað er mjög brýnt að stjórnvöld axli ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði og ekki síst vegna þess að öll undangengin átaksverkefni í húsnæðisuppbyggingu hafa farið meira og minna í vaskinn. Það minnsta sem stjórnvöld geta gert er að tryggja að það húsnæði sem þó er framleitt til almennrar búsetu fjölskyldna og einstaklinga verði að sönnu nýtt sem slíkt.Við skorum því á stjórnvöld að setja hertar reglur um útleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli á skammtímaleigumarkaði og heimildum sveitarfélaga til að leyfa að íbúðarhúsnæði sé breytt undir gististarfssemi. Orðum þarf að fylgja æði, það er ekki hægt að horfa upp á yfirspenntan leigumarkað eða fasteignamarkað verða að leikvelli spákaupmanna sem véla með eitt það heilagasta sem manneskjan á, sem er heimilið. Við getum heldur ekki boðið samferðafólki okkar úr Grindavík að fóta sig inni á slíkum yfirspenntum markaði, sem er umlukinn lögleysu og sýnt hefur að nýtir öll tækifæri til að herða á hækkun húsaleigu.Við verðum að stöðva þessa lögleysu og ná í þessar íbúðir og koma þeim hendur þeirra sem þurfa heimili. Höfundar eru formenn Leigjandasamtakanna og VR.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun