Reykjavík Vopnaleit og vegabréfaeftirlit á Skarfabakka Aðstöðu sem svipar til flugstöðvar hefur verið komið fyrir á Skarfabakka. Ástæðan er sú að farþegaskipti verða á skemmtiferðaskipum sem kallar á vopnaleit og vegabréfaeftirlit. Von er á 200 þúsund farþegum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar. Innlent 31.5.2022 07:01 Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13 Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. Viðskipti innlent 30.5.2022 14:33 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. Innlent 30.5.2022 12:00 Stálu vörum úr matvöruverslun í miðbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur konum sem voru að stela vörum úr matvöruverslun í miðborg Reykjavíkur. Innlent 30.5.2022 07:49 Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Innlent 29.5.2022 21:02 Konan er fundin Konan, sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin. Innlent 29.5.2022 18:32 Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Innlent 29.5.2022 12:00 „Fjandinn laus þessa nóttina“ „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Innlent 29.5.2022 07:20 Slökktu eld á rafhlaupahjólaleigu í Skútuvogi Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið. Innlent 28.5.2022 23:44 Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Innlent 28.5.2022 14:52 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. Innlent 27.5.2022 21:56 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Innlent 27.5.2022 21:01 Loka BioBorgara til að elta drauminn Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni. Viðskipti innlent 27.5.2022 15:50 Missteig sig illa á Úlfarsfelli Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær. Innlent 27.5.2022 08:46 Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. Innlent 26.5.2022 23:09 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Innlent 26.5.2022 19:07 Önd varð fyrir bíl á Miklubrautinni Miskunnsamur borgari reyndi sitt besta í dag til að koma í veg fyrir að andafjölskylda yrði síðdegisumferðinni á Miklubrautinni að bráð. Innlent 26.5.2022 18:09 Fimm á slysadeild eftir að eldur kom upp Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun. Innlent 26.5.2022 09:49 Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 26.5.2022 07:16 Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það. Innlent 25.5.2022 22:00 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. Innlent 25.5.2022 18:31 Ný göngu- og hjólabrú við Breiðholtsbraut Vonir standa til að ný göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og Breiðholtsbraut verði tekin til notkunar sumarið 2023, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Nýja brúin verður staðsett um 200 metra neðan við núverandi brú og verður lágreist trébrú með aðskildum göngu- og hjólastígum. Innlent 25.5.2022 17:14 Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. Innlent 25.5.2022 11:30 Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. Innlent 25.5.2022 08:00 Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Innlent 24.5.2022 20:11 Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna. Innlent 24.5.2022 16:29 Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Lífið 24.5.2022 16:22 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. Innlent 24.5.2022 14:46 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Innlent 24.5.2022 14:42 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Vopnaleit og vegabréfaeftirlit á Skarfabakka Aðstöðu sem svipar til flugstöðvar hefur verið komið fyrir á Skarfabakka. Ástæðan er sú að farþegaskipti verða á skemmtiferðaskipum sem kallar á vopnaleit og vegabréfaeftirlit. Von er á 200 þúsund farþegum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar. Innlent 31.5.2022 07:01
Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30.5.2022 23:13
Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. Viðskipti innlent 30.5.2022 14:33
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. Innlent 30.5.2022 12:00
Stálu vörum úr matvöruverslun í miðbænum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur konum sem voru að stela vörum úr matvöruverslun í miðborg Reykjavíkur. Innlent 30.5.2022 07:49
Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Innlent 29.5.2022 21:02
Konan er fundin Konan, sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin. Innlent 29.5.2022 18:32
Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Innlent 29.5.2022 12:00
„Fjandinn laus þessa nóttina“ „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Innlent 29.5.2022 07:20
Slökktu eld á rafhlaupahjólaleigu í Skútuvogi Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið. Innlent 28.5.2022 23:44
Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Innlent 28.5.2022 14:52
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. Innlent 27.5.2022 21:56
Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Innlent 27.5.2022 21:01
Loka BioBorgara til að elta drauminn Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni. Viðskipti innlent 27.5.2022 15:50
Missteig sig illa á Úlfarsfelli Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær. Innlent 27.5.2022 08:46
Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. Innlent 26.5.2022 23:09
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Innlent 26.5.2022 19:07
Önd varð fyrir bíl á Miklubrautinni Miskunnsamur borgari reyndi sitt besta í dag til að koma í veg fyrir að andafjölskylda yrði síðdegisumferðinni á Miklubrautinni að bráð. Innlent 26.5.2022 18:09
Fimm á slysadeild eftir að eldur kom upp Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun. Innlent 26.5.2022 09:49
Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 26.5.2022 07:16
Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það. Innlent 25.5.2022 22:00
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. Innlent 25.5.2022 18:31
Ný göngu- og hjólabrú við Breiðholtsbraut Vonir standa til að ný göngu- og hjólabrú yfir Dimmu og Breiðholtsbraut verði tekin til notkunar sumarið 2023, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Nýja brúin verður staðsett um 200 metra neðan við núverandi brú og verður lágreist trébrú með aðskildum göngu- og hjólastígum. Innlent 25.5.2022 17:14
Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. Innlent 25.5.2022 11:30
Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. Innlent 25.5.2022 08:00
Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. Innlent 24.5.2022 20:11
Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna. Innlent 24.5.2022 16:29
Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Lífið 24.5.2022 16:22
Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. Innlent 24.5.2022 14:46
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Innlent 24.5.2022 14:42