Reykjavík

Fréttamynd

Leituðu að hring en fundu bíl

Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili.

Innlent
Fréttamynd

Að þekkja sinn vitjunartíma

Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Ástar-haturs sam­band við Reykja­vík varð að lagi

„Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Sund­garpar varaðir við skólpi í sjó

Veitur vara sjósundsfólk við því að á morgun og hinn muni skólp fara í sjó við Skeljanes og Faxaskjól á meðan prófun stendur yfir á búnaði í dælustöðvum og neyðarlúgur verða opnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli

Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hringbraut lokað á morgun og hinn

Hringbraut verður lokað vegna framkvæmda á morgun og hinn. Farið verður í að fræsa hluta götunnar þessa tvo daga. Framkvæmdirnar munu standa yfir frá klukkan 18:30 til 23:00 báða dagana.

Innlent
Fréttamynd

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakur skíða­vetur en þróunin upp á við

Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óheilindi hverra?

Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta.

Skoðun
Fréttamynd

„Staðan er að versna og hún mun versna“

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára ók á móti um­ferð í Breið­holti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE

EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Lífið
Fréttamynd

Kyn­slóðir saman - grænt bú­setu­form fram­tíðar

Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestu breytingar á borginni í hálfa öld. Framtíðarborgin farin að taka á sig mynd á sínu mesta uppbyggingarskeiði. Það er viðeigandi mitt í HönnunarMars að hafa hugrekki til að kasta fram djörfum hugmyndum um nýja nálgun í búsetuformi.

Skoðun
Fréttamynd

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­vörður Nova skarst í leikinn

Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Óvænt eftirspurn eftir stólunum sem ruku út

Gríðarleg eftirspurn er eftir stólum úr skíðalyftunni gömlu sem þurfti að víkja fyrir nýju Drottningunni í Bláfjöllum. Framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins segir eftirspurnina hafa komið starfsfólki á óvart en hann grunar að fólk ætli að nýta stólana meðal annars sem garðhúsgagn.

Innlent
Fréttamynd

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar

Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Tónlist
Fréttamynd

Hvorki gengur né rekur að koma æfinga­flugi úr Vatns­mýrinni

Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál.

Innlent