X (Twitter)

Fréttamynd

Musk hafnar á­sökunum og vill koma á fót mál­sóknar­teymi

Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að láta Musk standa við gerðan samning

Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter

Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk segir Twitter-kaupin í bið

Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk verði forstjóri Twitter eftir kaupin

Auðjöfurinn Elon Musk er sagður ætla að taka við sem forstjóri Twitter um tíma eftir að kaup hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu ganga í gegn. Hann er fyrir forstjóri Tesla og stýrir þar að auki SpaceX og Boring Company.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk í­hugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter

Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Elon Musk vill taka yfir Twitter

Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter

Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter boðar komu „edit“ takkans

Twitter samfélagið getur byrjað að bíða spennt því miðillinn gaf það út á þriðjudaginn að breytingar séu væntanlegar á næstu mánuðum sem gera það mögulegt að lagfæra mistök í færslum.

Lífið
Fréttamynd

Barns­feðurnir svara fyrir sig eftir yfir­lýsingu Blac Chyna

Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Maturinn á Super Bowl: Vængirnir étnir í tonnatali

Eins og undanfarin ár fylgdust fjölmargir Íslendingar með Los Angeles Rams sigra Cincinnati Bengals í Super Bowl í gærkvöldi og í nótt. Það er þó ekki öllum auðvelt að vaka svona langt fram á nótt og til þess þarf oft mikla orku.

Matur
Fréttamynd

Leyfir Twitter á ný

Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Þing­kona bönnuð á Twitter vegna rangra upp­lýsinga um Co­vid

Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“

Erlent
Fréttamynd

Hægri slag­síða á Twitter

Twitter gerir tístum (e. tweets) frá hægri sinnuðum stjórnmálaflokkum og fréttaveitum hærra undir höfði en þeim sem halla til vinstri. Þetta hefur samfélagsmiðlarisinn rannsakað og staðfest sjálfur, en virðist ekki vita nákvæmlega hvers vegna.

Erlent
Fréttamynd

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Erlent