Samfylkingin

Fréttamynd

Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni.

Innlent
Fréttamynd

Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt

Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg segir nýjan lista sterkan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir nýjan lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vera sterkan. Ingibjörg telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu Suðurnesjamanna á listanum enda vinna þingmennirnir fyrir allt kjördæmið sama hvaðan þeir koma.

Innlent
Fréttamynd

Lúðvík endaði í öðru sæti

Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ragnheiður kominn aftur í annað sætið

Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið.

Innlent
Fréttamynd

Búið að telja 78% atkvæða

Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið.

Innlent
Fréttamynd

Björgvini þakklæti í huga

Björgvini G. Sigurðssyni er mikið þakklæti í huga til þeirra sem studdu hann í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin er nú efstur í prófkjörinu en hann segir vert að hafa í huga að einungis sé búið að telja tæpan helming atkvæða. Róbert Marshall býður sig nú fram í fyrsta sinn og er í þriðja sæti. Róbert þakkaði kjósendum þegar búið var að birta tölur í þriðja sinn.

Innlent
Fréttamynd

Róbert kominn í 3. sæti

Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Innlent