Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Eldri borgarar Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar