Hvítbók fyrir fjármálakerfið

Fréttamynd

Bankar keppi á jafn­ræðis­grunni

Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni segir eðlilegt að setja fram áætlun vegna Íslandsbanka fyrst

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga

Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum

Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna

Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans

Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þröngsýni um fjármálakerfið

Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar

Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka

Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýr leiðarvísir 

Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið getur lækkað vexti

Háir vextir, dýrt og okur eru þau orð sem komu oftast fyrir í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup þar sem spurt var um hvaða þrjú orð koma fyrst upp í hugann til að lýsa bankakerfinu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi

Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurskipulagning í síbreytilegu umhverfi

Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið.

Skoðun