Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 18:30 Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30