Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2019 18:30 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira