NBA

Fréttamynd

Tony Kukoc íhugar að hætta

Króatíski framherjinn Tony Kukoc sem leikið hefur með Milwaukee Bucks undanfarin fjögur ár, segir að hann muni líklega leggja skóna á hilluna á næstu dögum eða vikum. Kukoc er 38 ára gamall og er líklega þekktastur fyrir að leika með gullaldarliði Chicago Bulls sem vann titilinn á árunum 1996-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol frá keppni í fjóra mánuði

Spænski framherjinn Paul Gasol verður á hliðarlínunni næstu fjóra mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á vinstri fæti. Þetta er mikið áfall fyrir lið Memphis Grizzlies í NBA þar sem Gasol er lykilmaður liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Gary Payton framlengir við Miami

Leikstjórnandinn Gary Payton hefur efnt loforð sitt frá því í vor og hefur nú framlengt samning sinn við NBA meistara Miami Heat um eitt ár. Payton fær aðeins rúma milljón dollara í árslaun fyrir samninginn og segist vilja vinna annan titil með liðinu áður en hann leggur skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State

Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Al Harrington loksins til Indiana

Framherjinn Al Harrington er loksins genginn í raðir Indiana Pacers frá Atlanta Hawks í NBA deildinni. Félögin hafa þráttað við samningaborðið í allt sumar en í dag varð loks ljóst að Harrington gengi aftur til liðs við félagið sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998. Harrington er 26 ára gamall og skoraði 18 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley verður áfram með Miami

Hinn sigursæli þjálfari Pat Riley, sem þjálfaði Miami Heat og stýrði liðinu til NBA meistaratitilsins í vor, hefur tilkynnt að hann muni þjálfa liðið áfram á næstu leiktíð. Riley hefur legið undir feldi í allt sumar og í dag gaf Miami út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Riley verði áfram þjálfari liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Mourning framlengir við Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur skrifað undir eins árs samning um að leika með NBA meisturum Miami Heat á næstu leiktíð, en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði sér að spila eitt ár í viðbót áður en hann leggði skóna á hilluna. Mourning var lykilmaður hjá liði Miami í fyrra þegar hann var varamaður Shaquille O´Neal.

Körfubolti
Fréttamynd

Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit

Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum.

Sport
Fréttamynd

Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó

Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm.

Sport
Fréttamynd

Drew Gooden semur við Cleveland

Framherjinn Drew Gooden hefur framlengt samning sinn við NBA-lið Cleveland Cavaliers til þriggja ára og hefur þar með bundið enda á miklar vangaveltur sem verið höfðu um framtíð hans. Talið er að Gooden muni fá um 23 milljónir dollara fyrir samning sinn og hefur forráðamönnum Cleveland nú tekist að framlengja samninga allra lykilmanna sinna á síðustu tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Allen Iverson verður áfram hjá Philadelphia

Mikið hefur verið rætt um framtíð stigaskorarans mikla Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í sumar og margir töldu nú eða aldrei fyrir leikmanninn að skipta um lið. Eftir tveggja stunda langan fund með eiganda 76ers í gær hefur leikmaðurinn hinsvegar gefið það út að hann muni ekki fara frá félaginu og eigandi þess segist ekki ætla að reyna að skipta honum í burtu.

Sport
Fréttamynd

Al Harrington sagður á leið til Indiana

Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998.

Sport
Fréttamynd

Shawn Kemp handtekinn enn á ný

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Shawn Kemp var handtekinn af lögreglu í Houston í dag eftir að lögreglumaður stöðvaði hann fyrir að aka um á númerslausum bíl. Við nánari athugun fannst sterk lykt af eiturlyfjum í bílnum og í ljós komu nokkur grömm af marijúana sem Kemp hafði falin í fórum sínum.

Sport
Fréttamynd

Seattle-liðin seld

Hópur fjárfesta frá Oklahoma City hefur fest kaup á NBA-liði Seattle Supersonics og kvennaliðinu Seattle Storm. Nýju eigendunum hefur verið gefinn eins árs frestur til að ná samningum um endurbætur eða byggingu nýrrar íþróttahallar í Seattle, ella verði liðin flutt frá borginni.

Sport
Fréttamynd

Mourning áfram hjá Miami

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins.

Sport
Fréttamynd

Paul Pierce framlengir við Boston

Hið fornfræga NBA lið Boston Celtics hefur náð samkomulagi við stórstjörnuna Paul Pierce um að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára. Talið er að samningur þessi sem gildir út árið 2008 muni tryggja Pierce tæpar 60 milljónir dollara á samningstímanum, en deildin á þó enn eftir að samþykkja þessa ráðstöfun.

Sport
Fréttamynd

Mike James til Minnesota

Leikstjórnandinn Mike James skrifaði í gærkvöld undir samning við lið Minnesota Timberwolves í NBA deildinni, en James var með lausa samninga hjá Kanadaliði Toronto Raptors. James þótti minni spámaður í deildinni allt þar til í fyrravetur, þegar hann sprakk út með Toronto og skoraði yfir 20 stig að meðaltali í leik og var á meðal efstu manna í deildinni í 3ja stiga skotnýtingu.

Sport
Fréttamynd

Sam Cassell framlengir við Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Clippers um tvö ár, en ekki hefur verið gefið upp hvað hann fær í aðra hönd fyrir samninginn. Þó Cassell sé fyrir nokkru kominn af léttasta skeiði sem leikmaður, skoraði hann rúm 17 stig og gaf 6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Clippers á síðasta vetri. Það sem meira er tók hann að sér leiðtogahlutverk í liðinu og leiddi það til besta árangurs síns í yfir þrjá áratugi.

Sport
Fréttamynd

Wade framlengir við Miami

Verðmætasti leikmaður NBA-úrslitanna í vor, Dwyane Wade hjá Miami, hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár líkt og LeBron James hjá Cleveland gerði á dögunum. Flestir bjuggust við að Wade skrifaði undir fimm ára samning, en líta má á samningur þessi sé langtímafjárfesting fyrir leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

LeBron James skrifar undir styttri samning

Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Krefur Jordan og Nike um 60 milljarða

Maður nokkur að nafni Allen Heckard í Oregon-fylki í Bandaríkjunum hefur nú farið í skaðabótamál við Michael Jordan og Nike íþróttavöruframleiðandann, því hann segist vera orðinn hundleiður á því að fólk ruglist á honum og körfuboltastjörnunni fyrrverandi. Maðurinn fer fram á tæpa 60 milljarða króna í skaðabætur fyrir það sem hann kallar daglega pínu undanfarin 15 ár.

Sport
Fréttamynd

LeBron James framlengir við Cleveland

Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers vörpuðu öndinni léttar í gær þegar félagið gaf það út að ungstirnið LeBron James hefði samþykkt að framlengja samning sinn um fimm ár. James fær fyrir vikið um 80 milljónir dollara í laun á samningstímanum, en áður höfðu þeir Dwyane Wade og Carmelo Anthony úr 2003 árgangi nýliða samþykkt hliðstæða samninga hjá liðum sínum. James undirritar nýja samninginn formlega á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Tyson Chandler á leið til New Orleans

Undanfarna daga hafa lið í NBA-deildinni verið dugleg að skoða leikmannamarkaðinn. Lið Chicago Bulls og New Orleans Hornets hafa þar verið fremst í flokki. Chicago fékk miðherjann Ben Wallace frá Detroit til liðs við sig á dögunum og hefur nú skipt framherja sínum Tyson Chandler til New Orleans fyrir þá PJ Brown og JR Smith. Ekki er langt síðan serbneska skyttan Peja Stojakovic gekk í raðir New Orleans frá Indiana.

Sport
Fréttamynd

Ben Wallace á leið til Chicago

Miðherjinn "Stóri-Ben" Wallace, sem verið hefur lykilmaður í harðri vörn Detroit Pistons undanfarin ár, hefur samþykkt tilboð frá Chicago Bulls um að ganga í raðir liðsins. Wallace var með lausa samninga nú í sumar og fáir áttu von á því að hann færi frá félaginu, en Chicago gat boðið honum mikið hærri laun en Detroit og hefur hann því ákveðið að skipta um lið.

Sport
Fréttamynd

Bargnani valinn fyrstur

Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA.

Sport
Fréttamynd

Isiah Thomas fær eitt ár til að rétta við skútuna

James Dolan, stjórnarformaður New York Knicks, hefur gefið Isiah Thomas, þjálfara og framkvæmdastjóra liðsins, eitt ár til að rétta hlut liðsins. Ef það tekst ekki, verður hann látinn taka pokann sinn líkt og Larry Brown á dögunum. Árangur New York í vetur var einn sá slakasti frá upphafi og nú hefur Thomas verið gert að reyna að fá eitthvað út úr þeim misjafna mannskap sem hann hefur verið að safna til liðsins síðan hann tók við framkvæmdastjórastöðu þar á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Áhorf jókst verulega frá í fyrra

ABC-sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur gefið það út að áhorf á úrslitaeinvígið í NBA sem lauk á dögunum, hafi verið umtalsvert meira en það var í fyrra. Áhorf á úrslitakeppnina sjálfa jókst um 12% frá árinu í fyrra og 13% meira áhorf var að jafnaði á leikina í úrslitunum. Þrettán milljónir áhorfenda sáu að jafnaði hvern leik í rimmu Miami Heat og Dallas Mavericks.

Sport
Fréttamynd

Nesterovic til Toronto

Slóvenski miðherjinn Rasho Nesterovic er genginn í raðir Toronto Raptors frá San Antonio Spurs í NBA deildinni. San Antonio fær í staðinn framherjana Matt Bonner og Eric Williams, auk valréttar í annari umferð nýliðavalsins á næsta ári. Nesterovic var á sínum tíma ætlað að fylla skarð David Robinson hjá Spurs, en hefur smátt og smátt fallið úr náðinni hjá þjálfara sínum og kom hann lítið sem ekkert við sögu í úrslitakeppninni í vor.

Sport
Fréttamynd

New York rak Larry Brown og réð Isiah Thomas

New York Knicks í NBA-deildinni er búið að reka þjálfara sinna Larry Brown og við stöðu hans mun taka framkvæmdastjórinn Isiah Thomas. Larry Brown var aðeins búinn með eitt ár af fimm ára samningi sínum. Undir stjórn Brown vann New York aðeins 23 af 82 leikjum sínum í fyrra (Aðeins Portland vann færri leiki) og draumastarfið hans varð að martröð.

Sport
Fréttamynd

Eigandi Dallas sektaður um 19 milljónir

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, var sektaður um sem nemur 19 milljónum króna í gærkvöldi. Þetta var tilkynnt rétt fyrir sjötta leik Dallas og Miami, þar sem Dallas varð svo að horfa upp á gestina fagna meistaratitlinum á þeirra eigin heimavelli. Cuban fékk sektina í kjölfar reiðikasts síns eftir fimmta leik liðanna og hefur nú alls verið sektaður um 125 milljónir króna síðan hann keypti liðið á sínum tíma.

Sport