Sport

New York rak Larry Brown og réð Isiah Thomas

Larry Brown hefur stjórnað 8 liðum á 23 tímabilum í NBA-deildinni í körfubolta.
Larry Brown hefur stjórnað 8 liðum á 23 tímabilum í NBA-deildinni í körfubolta. AP

New York Knicks í NBA-deildinni er búið að reka þjálfara sinna Larry Brown og við stöðu hans mun taka framkvæmdastjórinn Isiah Thomas. Larry Brown var aðeins búinn með eitt ár af fimm ára samningi sínum. Undir stjórn Brown vann New York aðeins 23 af 82 leikjum sínum í fyrra (Aðeins Portland vann færri leiki) og draumastarfið hans varð að martröð. Larry Brown hefur aðeins einu sinni gengið verr með lið og það var þegar San Antonio Spurs vann aðeins 21 af 82 leikjum undir hans stjórn 1988-89.

Það hefur legið í loftinu síðan að tímabilinu lauk að eigandinn James Dolan væri að leita leiða til þess að kaupa upp samninginn hans Brown en samningurinn var upp á 50 milljónir dollara eða um 3,7 milljarða íslenskra króna. Larry Brown gerði Detroit Pistons að meisturumm 2004 og var valinn þjálfari ársins þegar hann þjálfaði Philadelphia 76ers 2000 til 2001. Brown hefur þjálfað átta lið í NBA-deildinni (Denver 1976-1979, New Jersey 1981-1983, San Antonio Spurs 1988-1992, Los Angeles Clippers 1992-93, Indiana Pacers 1993-1997, Philadelphia 1997-2002, Detroit 2003-2005 og svo New York 2005-06) og lið hans hafa unnið 1010 af 1810 leikjum á þessum 23 tímabilum.

Isiah Thomas kom til New York í desember 2003 eftir að hafa þjálfað lið Indiana Pacers frá frá 2000 til 2003. Undir hans stjórn vann Indiana 131 leik en tapaði 115. Hann hefur gengt stöðu forseta og framkvæmdastjóra hjá Knicks undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×