NBA

Fréttamynd

Wade og James hissa á því að Thunder lét Harden fara

LeBron James, Dwyane Wade og félagar í Miami Heat mættu Oklahoma City Thunder í úrslitunum um NBA-titilinn í sumar en öllum að óvörum ákváðu forráðamenn Oklahoma City að láta eina af sínum stærstu stjörnum fara á dögunum. Wade og James eru báðir hissa á þessari ákvörðun.

Körfubolti
Fréttamynd

Mun spara mikinn pening er Stern hættir

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, grætur krókódílatárum yfir því að David Stern sé að hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar. Þeirra samskipti hafa alla tíð verið erfið.

Körfubolti
Fréttamynd

Stern orðinn þreyttur á stælum og seinkunum

Forráðamenn NBA-deildarinnar eru orðnir leiðir á þeim seinkunum sem oft verða á leikjum á meðan leikmenn liðanna fara í gegnum allskyns hjátrúarfullar hefðir á leið sinni inn á völlinn. Handabönd, "brjóstkassabömp" og aðrir skrautlegir stælar leikmanna eru að mati David Stern farnar að ganga of langt og taka of langan tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Derek Fisher gæti endað hjá LA Lakers

Derek Fisher er enn að leita sér að félagi í NBA-deildinni eftir að í ljós kom að hann yrði ekki áfram hjá Oklahoma City Thunder. Bandarískir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort þessi 38 ára gamli bakvörður fá tækifæri til að enda ferillinn hjá Los Angeles Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe við liðsfélaga: Þú ert ekki nógu merkilegur til að tala við mig

Smush Parker hefur ekki mikið álit á manninum á bak við körfuboltamanninn Kobe Bryant og segir Kobe hafa forðast það að umgangast liðsfélaga sína í Lakers og jafnframt litið niður á þá. Bryant lét það frá sér í blaðaviðtali að Smush Parker ætti ekki heima í NBA-deildinni og það stóð ekki á viðbrögðum frá þessum fyrrum leikmanni Lakers, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons og Phoenix Suns.

Körfubolti
Fréttamynd

Rose gæti misst af öllu NBA-tímabilinu

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, segir að það sé möguleiki á því að hann verði ekkert með liði sínu í NBA-deildinni í vetur. Rose sleit krossband í fyrsta leik úrslitakeppninnar í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Tracy McGrady samdi við lið í Kína

Tracy McGrady verður ekki í NBA-deildinni í vetur því leikmaðurinn er búinn að semja við kínverska félagið Quingdao. Ekkert NBA-lið var búið að bjóða honum samning og hann stökk því á tilboð Kínverjana sem er eins árs samningur.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson: LeBron James getur náð Michael Jordan

Phil Jackson, fyrrum þjálfari Michael Jordan hjá Chicago Bulls og sigursælasti NBA-þjálfari allra tíma segir að LeBron James eigi möguleika á því að eiga jafngóðan eða betri feril en Michael Jordan. Það fari allt eftir því hvernig LeBron James takist að nýta alla þessa líkamlegu yfirburði sem hann hefur.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers steinlá í fyrsta leik Steve Nash

Það er búist við miklu af Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur enda liðið búið að fá til sín stórstjörnur á borð við Dwight Howard og Steve Nash. Allir nema Howard voru með í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið steinlá á móti Golden State Warriors.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er meiddur á fæti

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er að glíma við meiðsli á fæti þessa dagana og gat ekkert æft með Lakers í gær vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard lætur Shaq heyra það

Körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um Dwight Howard, leikmann Lakers. Howard hefur aldrei skilið meðferðina sem hann fær hjá Shaq.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA mun sekta fyrir leikaraskap í vetur

NBA-deildin hefur stigið áhugavert skref sem margir vilja sjá í öðrum íþróttum. Deildin ætlar að fara að sekta leikmenn fyrir leikaraskap og ítrekuð brot enda í leikbanni. Leikaraskapur hefur farið mikið í taugarnar á forráðamönnum deildarinnar, sem og stuðningsmönnum, og nú er nóg komið.

Körfubolti
Fréttamynd

Knicks tímdi ekki að halda Lin

Framkvæmdastjóri NY Knicks, Glen Grunwald, segir að félagið hafi leyft Jeremy Lin að fara þar sem Knicks var ekki til í að greiða leikmanninum sömu laun og Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Thibodeau framlengir við Bulls

Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, er ekkert á förum á næstunni enda er hann búinn að samþykkja nýjan fjögurra ára samning við félagið.

Körfubolti