Körfubolti

James hlustar ekki á kjaftasögur um Lakers

LeBron í leik gegn Lakers.
LeBron í leik gegn Lakers.
Slúðurvél NBA-deildarinnar er á fullri ferð þessa dagana og nýjasta nýtt er að orða LeBron James við LA Lakers. Honum er þá ætlað að taka við af Kobe Bryant hjá félaginu.

Sögusagnir herma að forráðamenn Lakers séu þegar byrjaðir að hreinsa til undir launaþakinu og skipuleggja bókhaldið svo félagið geti nælt í James árið 2014 en þá hyggst Kobe leggja skóna á hilluna.

Það sama ár gæti James einnig sagt upp samningi sínum við Miami Heat. James er þó ekki að láta þessar sögusagnir trufla sig.

"Hvaða saga er þetta? Er þetta einhver teiknimyndasaga," sagði James og gerði grín að málinu.

"Ég er hér og að undirbúa mig fyrir tímabilið og að verja titilinn. Ég skil samt að þessar sögur komi upp út af því hver ég er."



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×