Körfubolti

Lakers búið að tapa fjórum fyrstu leikjunum með Nash

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Nash.
Steve Nash. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steve Nash byrjar ekki alltof vel með Los Angeles Lakers liðinu því stórstjörnuliðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Lakers steinlá 80-114 á móti Utah Jazz í nótt.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 31 stig á 29 mínútum en hvorki Pau Gasol eða Dwight Howard voru með liðinu í leiknum. Dwight Howard á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Lakers.

Steve Nash spilaði bara í 12 mínútur í nótt og var með 2 stig, 1 stoðsendingu og 4 tapaða bolta. Nash sem er orðinn 38 ára gamall er með 5,5 stig og 3,3 stoðsendingar á 18,8 mínútum í leik í þessum fjórum leikjum.

Lakers hafði áður tapað með 27 stigum yfir Golden State Warriors (83-110), með 18 stigum á móti Portland Trailblazers (75-93) og með 13 stigum á móti Utah Jazz (86-99).

Lakers á eftir fjóra leiki á undirbúningstímabilinu og næstu tveir leikir og þrír af næstu fjórum leikjum verða á móti Sacramento Kings.

Mike Brown, þjálfari liðsins, segist ekki hafa miklar áhyggjur af því þótt að Lakers tapi öllum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og raunverulegur styrkur liðsins kemur ekki í ljós fyrr en Dwight Howard byrjar að spila.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×