Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Innlent
Fréttamynd

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

Innlent
Fréttamynd

Níu smitaðir á Vopna­firði og skólum lokað

Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Núna er rétti tíminn til að breyta skólanum

Ungmenni allra tíma eiga það sameiginlegt að koma með ferska sýn og gera nýjar kröfur til samfélagsins. Undir þetta geta flestir kennarar tekið. Nýjar kynslóðir alast upp við öðruvísi þekkingu og þarfir sem skólasamfélagið verður að mæta. Til þess þarf nýja kennslunálgun sem grípur nemendur og býr þá undir samfélagið sem bíður þeirra að námi loknu. Leiðin að því marki þarf hins vegar ekki að vera úr sjónmáli. Það er nefnilega hægt að innleiða vendinám.

Skoðun
Fréttamynd

Segist hafa horft á starfs­mann skólans snúa dóttur sína niður

Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Innlent
Fréttamynd

Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar

Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Gerða­skóla grunaður um að hafa beitt barn of­beldi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Fórnar­kostnaður verð­mæta­sköpunar

Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum þessu rugli

Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar.

Skoðun
Fréttamynd

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Innlent
Fréttamynd

Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn

Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett.

Skoðun