Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:06 Magnús Þór Jónsson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári. Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34