Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Leikskólamál í Kópavogi

Höfundur er Anna Mjöll Guðmundsdóttir, forman Fyrstu Fimm (árin í lífi barna) sem er hagsmunafélag foreldra og fagaðila um barn- og fjölskylduvænna samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað

Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað.

Innlent
Fréttamynd

Notkun farsíma í skólum

Á síðustu dögum hafa verið líflegar umræður um hvort banna eigin farsíma í skólum landsins. Uppspretta umræðunnar er m.a. skýrsla frá UNESCO um bann fjölmargra landa við farsímanotkun í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum

Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Síma­notkun í skólum stórt vanda­mál

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Val­húsa­skóla

Mygla hefur greinst í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Tvær skólastofur komu verst út í greiningu á húsnæðinu og þarf að bregðast strax við í þeim. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar er þó bjartsýnn á að rask vegna viðgerða verði ekki of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Er ég upp á punt?

Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“.

Skoðun
Fréttamynd

Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með

Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex.

Innlent
Fréttamynd

Segja Reykja­víkur­borg mis­muna dóttur þeirra með synjun

Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra kort­leggur loft­gæði grunn- og leik­skóla­barna

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið.

Innlent
Fréttamynd

Verður pláss fyrir börnin?

Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­stjóri og fleira starfs­fólk hætt vegna myglu

Skólastjóri Laugarnesskóla greinir frá því í tölvupósti til foreldra barna í skólanum að hún þurfi að stíga til hliðar sökum ástandsins á húsnæði skólans. Aðstoðarskólastjóri skólans segir að fleira starfsfólk hafi þurft að grípa til sömu ráða vegna húsnæðisins. Viðgerðir taki of langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Styrk­leiki hversu margir eru af er­lendu bergi brotnir

Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir.

Innlent
Fréttamynd

Komið að þol­mörkum leik­skólans

Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Skoðun
Fréttamynd

Stytt­um sum­ar­frí skól­a

Það þarf að lengja skólaárið. Sumarfrí nemenda eru of löng. Það liggur í augum uppi. Athygli vekur að enginn kennari hefur lýst því sjónarmiði yfir í fjölmiðlum eftir að fjallað var um rannsókn sýndi að nemendur sem höfðu lokið fjögurra ára framhaldsskólanámi stóðu sig betur við Háskóla Íslands en þeir sem lokið höfðu sama námi á þremur árum, eins og nú tíðkast.

Umræðan