Er samtalið búið? Guðlaugur Bragason skrifar 21. september 2023 08:31 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Samtakanna 78. Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna. Kyn, kynlíf og allt hitt er ætluð börnum á aldrinum 7-10 ára á meðan plakötin sem um ræðir hafa hangið á veggjum í grunnskólum í augsýn allra aldurshópa (6-15 ára). Ég hef enga tölu á grunnskólum sem hafa sett þetta upp á vegg en hef tvo skóla staðfesta. Ég tel að fjölmiðlar hafi að mestu brugðist í að fjalla um þá gagnrýni sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum um þessi mál og frekar einblínt á fólk með jaðarskoðanir, sem hefur ranglega beint reiði sinni að hinsegin fólki í heild. Þó það sé vissulega vert að fjalla um og án þess að gera lítið úr slíkum fordómum þá sitjum við eftir með mjög umdeilda bók og plaköt sem hafa komist í gegnum síu fjölmiðla nánast án gagnrýni. Mig langaði því að skrifa um þessi mál út frá þeirri pólaríseruðu umræðu sem blasað hefur við á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Áður en ég nefni nokkur umdeild dæmi úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt þá velti ég því fyrir mér hver rökstuðningurinn sé fyrir því að þessi bók eigi yfir höfuð erindi til barna á aldrinum 7-10 ára? Ef tilgangurinn er að undirbúa börn fyrir það áreiti sem mun herja á þau þegar þau fara að vafra frjáls um internetið, þá spyr ég hvort það séu ekki til aðrar og betri leiðir?Er ekki ákveðin áhætta fólgin í því að kynna þessi hugtök fyrir börnum sem eru líklega ekkert farin að spá í þessa þætti lífsins? Ég myndi ætla að slík fræðsla geti tendrað forvitni sem undir venjulegum kringumstæðum myndi ekki kvikna fyrr en einhverjum árum síðar. Ég nefni dæmisögu úr eigin lífi þessu máli til stuðnings, en á mínum unglingsárum mætti einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar í grunnskólann þar sem ég stundaði nám, og fór að vara okkur við fíkniefnaneyslu. Ég veit persónulega um þrjá drengi sem urðu sér úti um kannabis í kjölfarið á þessari fræðslu og voru búnir að prófa efnið helgina eftir. Þetta voru drengir sem höfðu ekkert velt þessum hlutum fyrir sér þar til þjóðhetjan mætti með reynslusögurnar. Fræðsla getur verið viðkvæm og má litlu útaf bregða þegar um er að ræða áhrifagjörn börn. Þessari grein er þó ekki ætlað að svara þessum spurningum heldur aðeins spyrja þeirra, þar sem þær kviknuðu við skrifin. Af mörgum dæmum þá koma hér nokkur úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, sem voru miðpunktur umræðunnar á samfélagsmiðlum um þessi mál: -Á bls. 22 í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, er tekið dæmi um orðið „að leika” og hvernig það geti haft margar merkingar. Á síðunni á eftir er talað um hvernig það sé hægt „að leika” við fjölskyldumeðlim eða „vin” og í beinu framhaldi af því er talað um að „kyn og kynlíf séu orð eins og að leika.” Ég hef séð vísað í þennan texta í umræðunni og hvernig hann geti skapað hugrenningartengsl milli hugtakanna „að leika” og „kynlífs.” Þar sem algeng reynsla þeirra sem verða fyrir misnotkun á barnsaldri er einmitt sú að um sé að ræða geranda innan fjölskyldu, og oftar en ekki undir því yfirskini að um leik sé að ræða, þá skil ég gagnrýnina. Í þessu samhengi hefur einnig verið bent á að börn sem eru í slíkum aðstæðum geti gert minna úr upplifun sinni og jafnvel réttlætt hana sem leik. Það er líklega mikill þrýstingur frá geranda sem tengir saman „leik” og misnotkun og því óþarfi að námsefnið sé einnig að ýta þar undir. Ef gagnrökin eru þau að fullorðinn lesandi sé að misskilja hvað við er átt, er þá ekki hætt við því að börn geti einnig misskilið textann? -Á bls 63 er eftirfarandi texti: „Milli rasskinnanna er gat eða op þar sem kúkur (líka kallað hægðir) kemur út. Þetta gat er kallað endaþarmsop. Eins og önnur göt á líkamanum,er endaþarmsopið yfirleitt mjög viðkvæmt sem þýðir að það getur verið gott að snerta það en sárt ef við gerum það harkalega. Vegna þess að endaþarmsopið er þar sem kúkurinn kemur út, þurfum við að þvo okkur um hendurnar eftir að við snertum það.” Mikið hefur verið rætt um hvernig hægt sé að skilja þennan texta sem hvatningu til að snerta á sér endaþarmsopið. Hvatningin felst þá í að nefna að það geti verið „gott að snerta það.” Ég hefði haldið að það væri mjög staðlað í uppeldi að barn komi ekki nálægt endaþarminum með berum höndum, og þá einmitt vegna þess óþrifnaðar sem nefndur er í textanum. Það er hins vegar hægt að lesa textann þannig að slík snerting sé í fínu lagi svo lengi sem hendur séu þrifnar í kjölfarið. -Ég ætla að enda dæmin úr Kyn, kynlíf og allt hitt, á bls. 107, en þar stendur eftirfarandi texti: „Að snerta okkur sjálf er ein leið til að læra um okkur sjálf, líkama okkar og tilfinningar. Þú gætir hafa uppgötvað að það að snerta suma staði líkama þíns, sérstaklega kynfærin, getur gefið þér kitlandi þægindatilfinningu. Þessi snerting kallast sjálfsfróun. Sjálfsfróun er þegar við snertum okkur sjálf, venjulega kynfærin, til að fá þessa notalegu og kitlandi tilfinningu.” Mér þykir ekkert óskiljanlegt við þennan texta. En hvaða erindi á hann við börn á aldrinum 7-10 ára? Er ekki fullkomlega eðlilegt að margir foreldrar reki upp stór augu við að sjá slíkan boðskap til barna sinna og spyrji hvaða hegðun sé verið að ýta undir hjá þeim? Með því að útskýra að ákveðin snerting geti gefið þægindartilfinningu þá er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að um sé að ræða hvatningu til þeirrar hegðunnar líkt og í dæminu á bls. 63. Það er af nægu að taka úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en þessi þrjú dæmi ollu mér mestu hugarangri. Í umræðunni undanfarið hefur einnig verið minnst á nokkur plaköt á vegum Samtakanna 78. Á einu þeirra, sem hékk uppi á veggjum í a.m.k. tveimur skólum fyrir augum barna niður í 6 ára aldur, er fullyrt að BDSM sé kynhneigð sem felist í því „að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.” Fyrri hluti þessarar setningar er mjög umdeildur, enda ekki alveg augljóst hvernig BDSM sé kynhneigð frekar en blæti. Seinni hluti setningarinnar er einnig mikil einföldun, enda er skilgreining BDSM eftirfarandi: „bondage, discipline (or domination), sadism, and masochism (as a type of sexual practice).” Þó að hugtakið valdaskipti nái utan um skilgreininguna á BDSM þá þarf litla forvitni til að uppgötva þau orð sem hún skammstafar. Ég get ekki talað fyrir foreldra þessa lands, en ég á afar erfitt með að sjá ávinninginn í því að börn niður í 6 ára aldur séu farin að læra um hugtök eins og m.a. sadisma. Til að bæta gráu ofan á svart þá þarf aðeins að slá þessa skammstöfun inn í leitarvél og fara í „images” og þá blasa við manni mjög klámfengnar myndir. Síðast en ekki síst verður að nefna megin forsendu BDSM, sem er sú að þátttakendur séu samþykkir því sem þar á sér stað, en börn á aldrinum 6-15 ára hafa hvorki þroska né lagalegan grundvöll til að veita slíkt samþykki. Í stuttu máli eru þetta nokkur af þeim atriðum sem mér finnst markverðust í umræðunni á samfélagsmiðlum sem hafa að mestu verið hunsuð af ráðamönnum og fjölmiðlum. Á hápunkti ólgunnar setti Katrín Jakobsdóttir innlegg á Facebook þess efnis að umræðan væri „hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks”. Hvers vegna vísar hún ekkert í þá umræðu sem raunverulega átti sér stað eins og ég nefni með dæmunum hér að ofan? Hvers vegna ákveður hún að snúa þessu á hvolf og fullyrða að gagnrýnin hafi verið árás á hinsegin fólk? Aðrir hafa fengið pláss í fjölmiðlum og tekið í sama streng sem er algjörlega á skjön við þá umræðu sem raunverulega átti sér stað (og er enn í gangi). Á Vísindavef HÍ er að finna eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu „gaslýsing.” Dæmi hver fyrir sig: „Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting”, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.” Nú tala ég ekki fyrir hönd Samtakanna 78, en ég geri fastlega ráð fyrir að þau sem eru þar í forsvari telji sig ekki hafin yfir gagnrýni. Ég vil síðan taka það sérstaklega fram að ég hef lesið frásagnir frá hinsegin fólki þar sem það lýsir jafnvel hatursfullum einkaskilaboðum sem því hefur borist undanfarið. Ég fordæmi að sjálfsögðu alla slíka framkomu, en við verðum að passa okkur á því að blanda ekki óskyldum málum saman. Það verður að vera hægt að ræða um kynfræðslu barna án þess að þær umræður lendi í skotgröfum. Ég spyr hvort samtalinu sé lokið í okkar samfélagi? Má ekki ræða kynfræðslu barna og gagnrýna einstaka efnisþætti hennar án þess að það jafngildi hatri og fordómum? Ég spyr líka hvers vegna fjölmiðlar fjölluðu að mestu um þau jaðartilvik þegar fordómum gegn hinsegin fólki var slengt fram, án þess að ræða málefnið sjálft? Það mætti líkja þessu við umfjöllun um íþróttaviðburð þar sem ekki er fjallað um framgang og úrslit leiksins, heldur aðeins einblínt á tilfallandi slagsmál uppi í stúku. Eru fjölmiðlar einfaldlega hræddir við að gagnrýna ákveðin málefni af ótta við fordómastimpilinn? Fólk sem ekki hefur unnið sér neitt til saka annað en að vilja það besta fyrir börn sín og komandi kynslóðir virðist ekkert vægi hafa eða rödd til að tjá sig, og er strax í fæðingu umræðunnar bendlað við hatur á hinsegin fólki, þ.á.m. af valdamesta ráðamanni þjóðarinnar. Fjölmiðlar dansa svo í takt og málefnið verður skjótt orðið að gargi milli bergmálshella eins og svo fjölmörg mál í okkar samfélagi. Báðir hellarnir halda að hinn sé illskan af holdi klædd og því engin augljós leið til að lýsa upp myrkrið milli hellanna tveggja. Með von um málefnalegar umræður um þessi mál og önnur. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Kynlíf Guðlaugur Bragason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Samtakanna 78. Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna. Kyn, kynlíf og allt hitt er ætluð börnum á aldrinum 7-10 ára á meðan plakötin sem um ræðir hafa hangið á veggjum í grunnskólum í augsýn allra aldurshópa (6-15 ára). Ég hef enga tölu á grunnskólum sem hafa sett þetta upp á vegg en hef tvo skóla staðfesta. Ég tel að fjölmiðlar hafi að mestu brugðist í að fjalla um þá gagnrýni sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum um þessi mál og frekar einblínt á fólk með jaðarskoðanir, sem hefur ranglega beint reiði sinni að hinsegin fólki í heild. Þó það sé vissulega vert að fjalla um og án þess að gera lítið úr slíkum fordómum þá sitjum við eftir með mjög umdeilda bók og plaköt sem hafa komist í gegnum síu fjölmiðla nánast án gagnrýni. Mig langaði því að skrifa um þessi mál út frá þeirri pólaríseruðu umræðu sem blasað hefur við á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Áður en ég nefni nokkur umdeild dæmi úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt þá velti ég því fyrir mér hver rökstuðningurinn sé fyrir því að þessi bók eigi yfir höfuð erindi til barna á aldrinum 7-10 ára? Ef tilgangurinn er að undirbúa börn fyrir það áreiti sem mun herja á þau þegar þau fara að vafra frjáls um internetið, þá spyr ég hvort það séu ekki til aðrar og betri leiðir?Er ekki ákveðin áhætta fólgin í því að kynna þessi hugtök fyrir börnum sem eru líklega ekkert farin að spá í þessa þætti lífsins? Ég myndi ætla að slík fræðsla geti tendrað forvitni sem undir venjulegum kringumstæðum myndi ekki kvikna fyrr en einhverjum árum síðar. Ég nefni dæmisögu úr eigin lífi þessu máli til stuðnings, en á mínum unglingsárum mætti einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar í grunnskólann þar sem ég stundaði nám, og fór að vara okkur við fíkniefnaneyslu. Ég veit persónulega um þrjá drengi sem urðu sér úti um kannabis í kjölfarið á þessari fræðslu og voru búnir að prófa efnið helgina eftir. Þetta voru drengir sem höfðu ekkert velt þessum hlutum fyrir sér þar til þjóðhetjan mætti með reynslusögurnar. Fræðsla getur verið viðkvæm og má litlu útaf bregða þegar um er að ræða áhrifagjörn börn. Þessari grein er þó ekki ætlað að svara þessum spurningum heldur aðeins spyrja þeirra, þar sem þær kviknuðu við skrifin. Af mörgum dæmum þá koma hér nokkur úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, sem voru miðpunktur umræðunnar á samfélagsmiðlum um þessi mál: -Á bls. 22 í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, er tekið dæmi um orðið „að leika” og hvernig það geti haft margar merkingar. Á síðunni á eftir er talað um hvernig það sé hægt „að leika” við fjölskyldumeðlim eða „vin” og í beinu framhaldi af því er talað um að „kyn og kynlíf séu orð eins og að leika.” Ég hef séð vísað í þennan texta í umræðunni og hvernig hann geti skapað hugrenningartengsl milli hugtakanna „að leika” og „kynlífs.” Þar sem algeng reynsla þeirra sem verða fyrir misnotkun á barnsaldri er einmitt sú að um sé að ræða geranda innan fjölskyldu, og oftar en ekki undir því yfirskini að um leik sé að ræða, þá skil ég gagnrýnina. Í þessu samhengi hefur einnig verið bent á að börn sem eru í slíkum aðstæðum geti gert minna úr upplifun sinni og jafnvel réttlætt hana sem leik. Það er líklega mikill þrýstingur frá geranda sem tengir saman „leik” og misnotkun og því óþarfi að námsefnið sé einnig að ýta þar undir. Ef gagnrökin eru þau að fullorðinn lesandi sé að misskilja hvað við er átt, er þá ekki hætt við því að börn geti einnig misskilið textann? -Á bls 63 er eftirfarandi texti: „Milli rasskinnanna er gat eða op þar sem kúkur (líka kallað hægðir) kemur út. Þetta gat er kallað endaþarmsop. Eins og önnur göt á líkamanum,er endaþarmsopið yfirleitt mjög viðkvæmt sem þýðir að það getur verið gott að snerta það en sárt ef við gerum það harkalega. Vegna þess að endaþarmsopið er þar sem kúkurinn kemur út, þurfum við að þvo okkur um hendurnar eftir að við snertum það.” Mikið hefur verið rætt um hvernig hægt sé að skilja þennan texta sem hvatningu til að snerta á sér endaþarmsopið. Hvatningin felst þá í að nefna að það geti verið „gott að snerta það.” Ég hefði haldið að það væri mjög staðlað í uppeldi að barn komi ekki nálægt endaþarminum með berum höndum, og þá einmitt vegna þess óþrifnaðar sem nefndur er í textanum. Það er hins vegar hægt að lesa textann þannig að slík snerting sé í fínu lagi svo lengi sem hendur séu þrifnar í kjölfarið. -Ég ætla að enda dæmin úr Kyn, kynlíf og allt hitt, á bls. 107, en þar stendur eftirfarandi texti: „Að snerta okkur sjálf er ein leið til að læra um okkur sjálf, líkama okkar og tilfinningar. Þú gætir hafa uppgötvað að það að snerta suma staði líkama þíns, sérstaklega kynfærin, getur gefið þér kitlandi þægindatilfinningu. Þessi snerting kallast sjálfsfróun. Sjálfsfróun er þegar við snertum okkur sjálf, venjulega kynfærin, til að fá þessa notalegu og kitlandi tilfinningu.” Mér þykir ekkert óskiljanlegt við þennan texta. En hvaða erindi á hann við börn á aldrinum 7-10 ára? Er ekki fullkomlega eðlilegt að margir foreldrar reki upp stór augu við að sjá slíkan boðskap til barna sinna og spyrji hvaða hegðun sé verið að ýta undir hjá þeim? Með því að útskýra að ákveðin snerting geti gefið þægindartilfinningu þá er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að um sé að ræða hvatningu til þeirrar hegðunnar líkt og í dæminu á bls. 63. Það er af nægu að taka úr bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en þessi þrjú dæmi ollu mér mestu hugarangri. Í umræðunni undanfarið hefur einnig verið minnst á nokkur plaköt á vegum Samtakanna 78. Á einu þeirra, sem hékk uppi á veggjum í a.m.k. tveimur skólum fyrir augum barna niður í 6 ára aldur, er fullyrt að BDSM sé kynhneigð sem felist í því „að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.” Fyrri hluti þessarar setningar er mjög umdeildur, enda ekki alveg augljóst hvernig BDSM sé kynhneigð frekar en blæti. Seinni hluti setningarinnar er einnig mikil einföldun, enda er skilgreining BDSM eftirfarandi: „bondage, discipline (or domination), sadism, and masochism (as a type of sexual practice).” Þó að hugtakið valdaskipti nái utan um skilgreininguna á BDSM þá þarf litla forvitni til að uppgötva þau orð sem hún skammstafar. Ég get ekki talað fyrir foreldra þessa lands, en ég á afar erfitt með að sjá ávinninginn í því að börn niður í 6 ára aldur séu farin að læra um hugtök eins og m.a. sadisma. Til að bæta gráu ofan á svart þá þarf aðeins að slá þessa skammstöfun inn í leitarvél og fara í „images” og þá blasa við manni mjög klámfengnar myndir. Síðast en ekki síst verður að nefna megin forsendu BDSM, sem er sú að þátttakendur séu samþykkir því sem þar á sér stað, en börn á aldrinum 6-15 ára hafa hvorki þroska né lagalegan grundvöll til að veita slíkt samþykki. Í stuttu máli eru þetta nokkur af þeim atriðum sem mér finnst markverðust í umræðunni á samfélagsmiðlum sem hafa að mestu verið hunsuð af ráðamönnum og fjölmiðlum. Á hápunkti ólgunnar setti Katrín Jakobsdóttir innlegg á Facebook þess efnis að umræðan væri „hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks”. Hvers vegna vísar hún ekkert í þá umræðu sem raunverulega átti sér stað eins og ég nefni með dæmunum hér að ofan? Hvers vegna ákveður hún að snúa þessu á hvolf og fullyrða að gagnrýnin hafi verið árás á hinsegin fólk? Aðrir hafa fengið pláss í fjölmiðlum og tekið í sama streng sem er algjörlega á skjön við þá umræðu sem raunverulega átti sér stað (og er enn í gangi). Á Vísindavef HÍ er að finna eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu „gaslýsing.” Dæmi hver fyrir sig: „Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting”, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.” Nú tala ég ekki fyrir hönd Samtakanna 78, en ég geri fastlega ráð fyrir að þau sem eru þar í forsvari telji sig ekki hafin yfir gagnrýni. Ég vil síðan taka það sérstaklega fram að ég hef lesið frásagnir frá hinsegin fólki þar sem það lýsir jafnvel hatursfullum einkaskilaboðum sem því hefur borist undanfarið. Ég fordæmi að sjálfsögðu alla slíka framkomu, en við verðum að passa okkur á því að blanda ekki óskyldum málum saman. Það verður að vera hægt að ræða um kynfræðslu barna án þess að þær umræður lendi í skotgröfum. Ég spyr hvort samtalinu sé lokið í okkar samfélagi? Má ekki ræða kynfræðslu barna og gagnrýna einstaka efnisþætti hennar án þess að það jafngildi hatri og fordómum? Ég spyr líka hvers vegna fjölmiðlar fjölluðu að mestu um þau jaðartilvik þegar fordómum gegn hinsegin fólki var slengt fram, án þess að ræða málefnið sjálft? Það mætti líkja þessu við umfjöllun um íþróttaviðburð þar sem ekki er fjallað um framgang og úrslit leiksins, heldur aðeins einblínt á tilfallandi slagsmál uppi í stúku. Eru fjölmiðlar einfaldlega hræddir við að gagnrýna ákveðin málefni af ótta við fordómastimpilinn? Fólk sem ekki hefur unnið sér neitt til saka annað en að vilja það besta fyrir börn sín og komandi kynslóðir virðist ekkert vægi hafa eða rödd til að tjá sig, og er strax í fæðingu umræðunnar bendlað við hatur á hinsegin fólki, þ.á.m. af valdamesta ráðamanni þjóðarinnar. Fjölmiðlar dansa svo í takt og málefnið verður skjótt orðið að gargi milli bergmálshella eins og svo fjölmörg mál í okkar samfélagi. Báðir hellarnir halda að hinn sé illskan af holdi klædd og því engin augljós leið til að lýsa upp myrkrið milli hellanna tveggja. Með von um málefnalegar umræður um þessi mál og önnur. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar