Kjaramál

Fréttamynd

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins

Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Innlent
Fréttamynd

Seðl­a­bank­a­stjór­i seg­ir að fyrst­u kjar­a­samn­ing­arn­ir séu „mjög já­kvæð tíð­ind­i“

Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum.  „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.

Innherji
Fréttamynd

Ásgeir hefur aldrei komið til Tene

Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“

Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stytta vinnu­vikuna enn frekar

Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að þrettán milljarðar króna fari í kjarabætur

Formaður Samfylkingarinnar kynnti í dag kjarapakka þar sem lagt er til að fallið verði fá gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar og að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður. Þá er meðal annars lagt til að húsnæðisbætur til leigjenda, vaxtabætur til millitekjufólks, og barnabætur verði hækkaðar. Þrettán milljarðar fari alls í kjarabætur og mótvægisaðgerðir skili sautján milljörðum. 

Innlent
Fréttamynd

Hefðu átt að fara sér hægar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra

Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki mikill tími til stefnu

Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Samnings­staðan sé verri eftir sam­komu­lag SGS við SA

Ragnar Þór Ingófsson, formaður VR, segir samningsstöðu VR og annarra verkalýðsfélaga verri eftir að Starfsgreinasambandið og Samtök Atvinnulífsins lentu nýjum kjarasamningi um helgina. Ragnar Þór segir VR aftur komið að samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Villuljós í Vikulokum

Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upp­­­lýsingum til fjöl­­miðla

Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“

Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir báða aðila hafa gert veru­legar mála­miðlanir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað.

Innlent
Fréttamynd

VR snýr aftur til viðræðna

VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað fram á kvöld

Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 

Innlent
Fréttamynd

Vill tryggja launahækkanir sem allra fyrst

Aðilar vinnumarkaðarins halda áfram að funda í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag en gert var hlé á fundarhöldum í gær svo viðsemjendur gætu farið yfir málin með sínu baklandi. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir mikilvægt að ná saman eins fljótt og mögulegt er. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm

Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.

Innlent
Fréttamynd

Funda hver fyrir sig í dag og hittast svo á ný á morgun

Fundi Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna og Samtaka atvinnulífsins sem var á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í dag hefur verið frestað til morguns. Ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að hann telji tíma samningsaðila betur verið í vinnu með sínu baklandi en að þeir komi síðan aftur saman til fundar hjá sáttasemjara á morgun.

Innlent