Innlent

Hafa sam­þykkt verk­falls­boðun

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Samninganefnd Eflingar.
Samninganefnd Eflingar. Efling

Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst.

Uppfært kl. 22.16

Í fréttatilkynningu sem Samninganefnd Eflingar sendi frá sér rétt í þessu kemur fram að nefndin fagni hugrekki verkafólks á Íslandshótelum og samþykki næstu lotu verkfallsboðana:

Eflingarfélagar hjá Íslandshótelum hafa með afgerandi meirihluta samþykkt ótímabundna vinnustöðvun á öllum hótelum keðjunnar í Reykjavík. Var boðunin samþykkt með 124 atkvæðum gegn 58 mótatkvæðum og 7 sem óskuðu að taka ekki afstöðu. Af þeim sem greiddu atkvæði voru því 65 prósent sem samþykktu boðunina. Samtals kusu 189 af þeim 287 sem voru á kjörskrá og var kjörsókn því 66 prósent prósent sem er mun meira en sést hefur í verkfallskosningum félagsins á síðustu árum. Hefst vinnustöðvun að óbreyttu þriðjudaginn 7. febrúar.

Stjórnendur Íslandshótela beittu starfsfólk miklum þrýstingi og ólögmætum hótunum um tekjumissi tækju þau afstöðu með verkfalli. Er það skýrt brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Var allt starfsfólk skikkað á sérstaka fundi þar sem stjórnendur ræddu um kjaradeilu Eflingar við SA á villandi og einhliða hátt, og komu hótunum sínum í þá veru óspart á framfæri. Bárust félaginu margar kvartanir frá félagsfólki vegna þessa.

Ríkissáttasemjari samþykkti sérstaka miðlunartillögu sem tímasett var til að koma í veg fyrir að félagsfólk Eflingar hjá Íslandshótelum fengi að nýta sér rétt sinn til verkfalls. Hann endurtók jafnframt hótanir atvinnurekenda um tekjumissi. Tveir ráðherrar Vinstri grænna í ríkisstjórn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, vissu af miðlunartillögu ríkissáttasemjara áður en hún var kynnt samninganefnd Eflingar. Ráðherrarnir stigu fram opinberlega til stuðnings við miðlunartillöguna þrátt fyrir háværa gagnrýni allra heildarsamtaka launafólks á hana.

Verkfallsboðunin tekur til starfsstöðva Íslandshótela á félagssvæði Eflingar. Er þar um að ræða félagsfólk sem sinnir þrifum á herbergjum og í sameiginlegum rýmum, störfum í eldhúsi, við framreiðslu veitinga, þvott og fleira. 

SA áréttir fullan stuðning við Íslandshótel

Hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu eru Hótel Saga nýtt hótel í Lækjargötu, Grand Hótel við Kringlumýrarbraut, Hótel Centrum á horni Túngötu og Aðalstrætis, Fosshótel við Þórunnartún, Fosshótel við Barónsstíg, Fosshótel Lind við Rauðarárstíg og hótel Rauðará við sömu götu.

Í síðasta tilboði til SA krafðist samninganefnd Eflingar þess að hótelstörf yrðu hækkuð um launaflokk. Töfluhækkun tilboðs Eflingar myndi skila almennum hótelstarfsmanni með eins árs starfsaldur rúmlega 55 þúsund króna hækkun grunnlauna, til viðbótar við framfærsluuppbót að upphæð 15 þúsund á mánuði vegna hás framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Samninganefnd Eflingar samþykkti verkfallsboðunina þann 21.janúar síðastliðinn eftir árangurlausar samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins. 

Þrátt fyrir miðlunartillögu í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins sem ríkissáttasemjari lagði fram ákvað Efling ætlar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu gg krefjast þess að miðlunartillagan yrði felld úr gildi. Efling lagði fram stjórnsýslukæru vegna tillögunnar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur SA áréttað fullan stuðning samtakanna við Íslandshótel en sá stuðningur felur meðal annars í sér heimild til að bæta Íslandshótelum allt tjón sem af vinnustöðvun hlýst, verði af verkfalli, úr svokölluðum vinnudeilusjóði samtakanna.


Tengdar fréttir

Hafa skilað inn stjórn­sýslu­kæru vegna ríkis­sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling hefur skilað stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir það ekki koma á óvart að hafa ekki fengið fund með ráðherra í morgun. 

Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið.

Takast á um félagatalið í dómsal í dag

Krafa ríkissáttasemjara um að Efling afhendi félagatala sitt, svo hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu, verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú eftir hádegi. Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir en óskað hefur verið eftir flýtimeðferð.

At­kvæða­greiðslan skrum­skæling á lýð­ræði

Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara.

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi

Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans.

Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið

Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×