Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 10:26 Aðalsteinn frændi gengur inn á fund með Sólveigu Önnu frænku og samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04