Kjaramál Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. Innlent 16.10.2023 14:50 Veitingastaðir í „mjög erfiðri stöðu“ og óttast er að gjaldþrotum fjölgi Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. Innherji 12.10.2023 15:11 Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Skoðun 11.10.2023 13:30 Fara fram á fjögurra daga vinnuviku í komandi kjaraviðræðum VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku. Stytting vinnuvikunnar sé til þess fallin að auka lífsgæði. Innlent 6.10.2023 16:19 Bein útsending: „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ – málþing um kjör eldra fólks „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ er yfirskrift málþings á vegum Landssambands eldri borgara þar sem fjallað verður um kjör eldra fólks. Innlent 2.10.2023 12:31 Á eldra fólk að hafa það skítt? „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Skoðun 30.9.2023 15:30 RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Innlent 29.9.2023 15:50 Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Innlent 29.9.2023 11:45 Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 27.9.2023 20:48 Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Innlent 27.9.2023 13:19 Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Skoðun 25.9.2023 07:31 Framleiðni stendur í stað og það „mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræður“ Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum. Innherji 20.9.2023 06:31 „Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu. Lífið 18.9.2023 10:32 Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Innlent 15.9.2023 16:11 Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Innlent 15.9.2023 12:02 Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Innlent 14.9.2023 20:43 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. Innlent 13.9.2023 21:11 Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka. Innherji 13.9.2023 15:43 Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. Skoðun 13.9.2023 08:00 Barist um flugmenn á heimsvísu Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Viðskipti innlent 1.9.2023 13:06 Viljaleysi eða verkleysi ríkisstjórnar Íslands? Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn. Skoðun 1.9.2023 10:30 Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. Viðskipti innlent 31.8.2023 16:20 Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. Viðskipti innlent 31.8.2023 10:26 Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. Viðskipti innlent 31.8.2023 08:35 Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Skoðun 24.8.2023 13:01 Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Innlent 23.8.2023 20:30 Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. Innherji 23.8.2023 18:19 Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. Viðskipti innlent 23.8.2023 12:29 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. Innlent 23.8.2023 06:36 Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxtahækkun Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum. Innherji 21.8.2023 11:08 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 156 ›
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. Innlent 16.10.2023 14:50
Veitingastaðir í „mjög erfiðri stöðu“ og óttast er að gjaldþrotum fjölgi Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. Innherji 12.10.2023 15:11
Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Skoðun 11.10.2023 13:30
Fara fram á fjögurra daga vinnuviku í komandi kjaraviðræðum VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku. Stytting vinnuvikunnar sé til þess fallin að auka lífsgæði. Innlent 6.10.2023 16:19
Bein útsending: „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ – málþing um kjör eldra fólks „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ er yfirskrift málþings á vegum Landssambands eldri borgara þar sem fjallað verður um kjör eldra fólks. Innlent 2.10.2023 12:31
Á eldra fólk að hafa það skítt? „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Skoðun 30.9.2023 15:30
RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Innlent 29.9.2023 15:50
Áttatíu og fimm manna samninganefnd Eflingar vill hefja viðræður Áttatíu og fimm eru í nýrri samninganefnd Eflingar sem fundaði í fyrsta sinn í gær. Félagið ætlar að sækja krónutöluhækkanir í komandi kjaraviðræðum og formaður fagnar því að nýtt fólk sé í brúnni hjá viðsemjendum. Innlent 29.9.2023 11:45
Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 27.9.2023 20:48
Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Innlent 27.9.2023 13:19
Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Skoðun 25.9.2023 07:31
Framleiðni stendur í stað og það „mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræður“ Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum. Innherji 20.9.2023 06:31
„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu. Lífið 18.9.2023 10:32
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Innlent 15.9.2023 16:11
Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Innlent 15.9.2023 12:02
Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Innlent 14.9.2023 20:43
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. Innlent 13.9.2023 21:11
Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka. Innherji 13.9.2023 15:43
Fjárlögin afhjúpa þau Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau. Skoðun 13.9.2023 08:00
Barist um flugmenn á heimsvísu Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair. Viðskipti innlent 1.9.2023 13:06
Viljaleysi eða verkleysi ríkisstjórnar Íslands? Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn. Skoðun 1.9.2023 10:30
Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. Viðskipti innlent 31.8.2023 16:20
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. Viðskipti innlent 31.8.2023 10:26
Kvöldfundur vegna atvinnutilboðs Icelandair til átján flugmanna Play Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag. Viðskipti innlent 31.8.2023 08:35
Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Skoðun 24.8.2023 13:01
Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. Innlent 23.8.2023 20:30
Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. Innherji 23.8.2023 18:19
Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. Viðskipti innlent 23.8.2023 12:29
„Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. Innlent 23.8.2023 06:36
Markaðurinn klofinn hversu langt verður gengið við næstu vaxtahækkun Skiptar skoðanir eru á því hvort lækkandi verðbólga og kólnun á húsnæðismarkaði, ásamt vísbendingum um minnkandi einkaneyslu, séu nægjanlegt tilefni fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans til að fara í minnstu mögulegu vaxtahækkun eftir þann harða tón sem hún sendi frá sér í lok maí. Naumur meirihluti markaðsaðila væntir þess, samkvæmt könnun Innherja, að vextir bankans verði hækkaðir um 25 punkta á miðvikudaginn á meðan aðrir telja að hann eigi engra annarra kosta völ en að ráðast í 50 punkta hækkun með hliðsjón af óbreyttu verðbólguálagi og mikilvægi þess að ná upp raunstýrivöxtum. Innherji 21.8.2023 11:08