Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. febrúar 2024 23:11 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir/Arnar Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hófust á ný í dag, eftir að hafa legið niðri í um tvær vikur. Fundi þeirra lauk á niðurstöðu á fimmta tímanum í dag en aftur verður fundað á morgun. Á meðan þær viðræður hafa verið á ís hafa Fagfélögin, sem samanstanda af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, fundað með SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandins, fór yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Viðræður hafa gengið þannig að við höfum átt nokkra fundi í vikunni, funduðum í gær og á mánudag og síðan eru vinnufundir í gangi. Það er fundur á aftur á morgun. Þetta hefur gengið frekar hægt en samtalið hefur verið í gangi, sem er auðvitað mikilvægt til að koma þessu áfram,“ segir Kristján Þórður. Mjakast áfram Kristján Þórður segir að viðræðurnar hafi mjakast áfram en Fagfélögin hefði viljað hafa hraðari gang á þeim. Á föstudag verði fundað með stórum samninganefndum og staðan verði tekin á þeim tímapunkti. Setja pressu á Samtök atvinnulífsins Kristján Þórður segir að Fagfélögin vilji fara að sjá til lands í viðræðunum. „Við vonumst til þess að það verði komið á föstudaginn og ef það gerist ekki þá þurfum við bara að fara að meta þá stöðu sem er í viðræðunum.“ Ef SA kemur ekki með neitt að borðinu á föstudaginn, sjáum við þá fram á aðgerðir? „Ef málin fara ekki að hreyfast, þá já. Þá er það væntanlega skrefið í kjölfarið. Við auðvitað höldum í vonina að samtalið skili okkur eitthvað áfram. En ef það gerist ekki þá þurfum við að beita meiri þrýstingi.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15