Sparar yfirlýsingar á ögurstundu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki. Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira