Sparar yfirlýsingar á ögurstundu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:08 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Einar Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins að mati formanns VR. Það skýrist á allra næstu dögum hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki. Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Tíu dagar ERU síðan breiðfylkingin lýsti viðræðunum við Samtök atvinnulífsins árangurslausum en þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára. Viðræðurnar strönduðu á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta. Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist enn bíða eftir viðbrögðum Samtaka atvinnulífsins. „Bæði varðandi forsenduákvæðin og aðra huti og þetta ætti að skýrast á allra næstu dögum. Mögulega í dag eða á morgun, hvort viðræðum verði haldið áfram eða ekki.“ Þurfi góðar varnir Um ögurstund sé að ræða og kominn tími á svör. Hann gerir ekki ráð fyrir að farið verði aftur að samningsborðinu án hugarfarsbreytingar hjá Samtökum atvinnulífsins „Við þurfum að hafa góðar varnir í okkar samningi. Ef við ætlum okkur að fara í þessa vegferð að ná niður vöxtum og verðbólgu hratt og vel er alveg ljóst að það þarf að vera einhver hvati í okkar samningi og þá í gegnum foresenduákvæðin að fyrirtæki taki raunverulega þátt í þessu með okkur en skilji okkur bara eftir um leið og það er skrifað undir. Þannig það er forsendan fyrir því að það sé hægt að fara í þessa hugmyndafræði sem við höfum verið að teikna upp.“ Hverjir eru valkostirnir núna, þú segir að það verði farið að borðinu eða ekki. Hvað þá? „Eigum við ekki að sjá hvað dagurinn ber með sér, og mögulega morgundagurinn. Svo sjáum við hvernig það fer. Ég held að það sé best að vera spar á yfirlýsingar á þessu stigi,“ segir Ragnar Þór.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira