Kjaramál

Fréttamynd

Ánægð með kjarasamningi leikskóla

Enn vantar upp á að jafna laun leikskólakennara að kjörum grunnskólakennara, segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Á það verði stefnt með næstu samningum árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag ekki í augnsýn

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga áttu klukkustundarlangan fund hjá ríkissáttasemjara í morgun og hefur annar fundur verið boðaður klukkan tvö. Lítið þokaðist í samkomulagsátt í morgun. Engar tillögur til lausnar kjaradeilu leikskólakennara hafa enn verið kynntar en deilendur hafa rætt saman um ýmis atriði sem snerta helstu kröfur.

Innlent
Fréttamynd

Deilan leysist ekki á næstunni

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segist ekki of bjartsýn á að kjaradeila félagsins við sveitarfélögin verði leyst á næstunni. Fulltrúar leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga voru á fundi með ríkissáttasemjara í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Deilunni vísað til sáttasemjara

Launanefnd leikskólakennara hefur ákveðið að vísa launadeilu sinni við samninganefnd sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara í dag þar sem viðræður voru ekki lengur að skila árangri að mati nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræðum við þá sem setja verðmiðana

Karlar í Starfsmannafélagi ríkisstofnana hafa allt að 29,5 prósentum hærri tekjur en konurnar. Leiðrétting á launamun kynjanna er inni í kröfugerð félagsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sækjast eftir langtímasamningi

Samningamenn leikskólakennara eru hættir við að sækjast eftir skammtímasamningi eins og stefnt var að áður en samið var við grunnskólakennara. Á næsta samningafundi, sem haldinn verður í dag, er stefnan sett á langtímasamning.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra hlusti á launþega

Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennarar hjá sáttasemjara

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman hjá Ríkissáttasemjara nú klukkan níu og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tímabært að ræða verkfall

Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir ekki tímabært að ræða það hvort leikskólakennarar nýti sér verkfallsrétt til að ná fram kröfu um sömu laun og aðrir kennarar. Hún er hæfilega vongóð um að sveitarfélögin gangi að kröfum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Funda aftur á miðvikudag

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og ætla samningamenn að hittast aftur á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Mismikil hækkun launa

Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararannsóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa ekki um verkfall

Samninganefnd Félags leikskólakennara ákvað á fundi í gær að fara ekki í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um boðun verkfalls. Þess í stað hefur nefndin óskað eftir skammtímasamningi við sveitarfélögin fram á næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafélagið semur við SA

Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í gær skammtímakjarasamning til eins árs. Samningurinn nær aðeins til blaðamanna Morgunblaðsins, en aðrir fjölmiðlar semja sér.

Innlent
Fréttamynd

Vélstjórar gagnrýna Félagsdóm

Vélstjórafélag Íslands hefur ekki tekið tekið afstöðu til þess hvort fella eigi hafnarfrí út úr kjarasamningum þess. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir í það minnsta ljóst að ekki verði af afnámi hafnarfría fyrir árslok 2005.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán samningafundir

Fjórtán fundir leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaga hafa farið fram frá því að kjarasamningur þeirra á milli rann út í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Vill halda afslættinum

"Þetta er kjarasamningsatriði og við það verður að standa," segir Guðmundur Halllvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Vill afnema sjómannaafsláttinn

Ég hefði viljað sjá sjómannaafsláttinn felldan niður af þeirri einföldu ástæðu að ég er þeirrar skoðunar að allir eigi að greiða jafn hátt skatthlutfall, burt séð frá þeim störfum sem menn vinna" segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ákveðið að afnema afsláttinn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að lýsa yfir því að sjómannaafsláttur verði til ársins 2008 í tengslum við kjarasamninga sjómanna. Hann segir ekki hægt að bera þetta saman við afskiptaleysi ríkisins af kennaradeilunni.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljarða hækkun

Pétur Blöndal, alþingismaður, hafnar því að ríkið sé stikkfrí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Samskiptin komin í eðlilegt horf

Sjómenn og útvegsmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær en ekki hefur verið samið án verkfalls síðan 1992. Laun sjómanna hækka um 16,5 prósent. Samið var um lífeyrisgreiðslur, uppsagnafrest og fækkun í áhöfnum. Forysta sjómanna hefur loforð fyrir því að ekki verði hreyft við sjómannaafslætti á samningstímanum.

Innlent
Fréttamynd

Skriður í viðræðum sjómanna og LÍÚ

Auknar líkur virðast á því að kjarasamningar náist milli sjómanna og útvegsmanna. Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í húsi ríkissáttasemjara í dag. Sævar Gunnarssonar, formaður sambandsins, segir að menn eigi í viðræðum og því séu líkur til þess að menn nái saman. Tæp tíu ár eru síðan sjómenn og útvegsmenn náðu síðast samkomulagi um kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Tugir bíða fjármálaráðgjafar

Samtals eru nú 54 á biðlista eftir fjármálaráðgjöf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, að sögn Ástu Helgadóttur forstöðumanns.</font />

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar gagnrýnir uppsögn samninga

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins gagnrýnir í pistli á heimasíðu sinni þá innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar sem hafa hótað uppsögn kjarasamninga ef kennarar nái góðum samningum.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir flugfreyja afturkallaðar

Iceland Express hefur dregið uppsagnir allra flugfreyja hjá félaginu til baka eftir að samningar tókust. Samningar áttu að renna út við lok mánaðarins. Um fjörutíu flugfreyjur vinna hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

17 prósenta kynbundinn launamunur

Launamunur kynjanna er sá sami hjá ríki og bæ og viðgengst á almennum vinnumarkaði. Ný rannsókn HASLA sýnir að fólk telur launaleynd skaðlega, en hún viðgengst í auknum mæli. Margir stunda símenntun sem þó hækkar ekki laun. Karlar eru með 17 prósent hærri heildarlaun á mánuði en konur.

Innlent
Fréttamynd

Fékk óskina áttfallt uppfylta

Sjö einhverfir nemendur Hamraskóla í Grafarvogi snúa til kennslu í dag. Jákvætt svar fékkst í fjórðu tilraun þegar beiðninni var breytt úr undanþágu fyrir þrjá kennara í 23. Yngvi Hagalínsson skólastjóri segir að vel hefði verið hægt að leysa neyð nemendanna með kennurunum þremur.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar læri af verkafólki

"Þeir sem standa þessa dagana í samningaviðræðum og heyja kjarabaráttu sem um margt minnir á fyrri tíma gætu lært af mönnum eins og Halldóri Björnssyni, fráfarandi formanni Starfsgreinasambandsins." Þetta sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á ársfundi Starfsgreinasambandsins.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér

Óskari Stefánssyni, formanni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, finnst sérkennilegt að Alþýðusambandið beiti sér gegn samningum Sólbaksmanna fyrst að sambandið aðhafðist ekki þegar samið var framhjá Sleipni á sínum tíma.

Innlent