Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:51 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30